Atvinnumála- og hafnarnefnd - 21. nóvember 2011
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Stefnumótun í atvinnumálum á Ströndum og Reykhólahreppi
2. Umsögn vegna umsóknar um ræktunarleyfi ST 2
3. Auglýsing um byggðarkvóta
4. Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár.
1. Stefnumótun í atvinnumálum á Ströndum og Reykhólahreppi
Formaður hefur rætt við sveitarstjóra um málið. Verið er að kanna hvort mögulegt sé koma á samvinnu nokkurra sveitarfélaga um að standa sameiginlega að gerð stefnumótunarinnar. Málið er því í ákveðnum farvegi.
2. Umsögn vegna umsóknar um ræktunarleyfi ST 2
Lagt fram til kynningar. Jón Eðvald vék af fundi. Nefndin gerir engar athugasemdir við erindið en fagnar starfseminni.
3. Auglýsing um byggðarkvóta
Lagt fram til kynningar.
4. Önnur mál
Formaður lagði fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 340 og 341.
Formaður skýrði fundarmönnum frá því að framkvæmdir við bryggjuna gengju vel að sögn bryggjuvarðar. Stefnt er að því að steypa kantinn og pollana nú síðar í vikunni.
Formaður þakkaði fundarmönnum kærlega fyrir samstarfið í nefndinni og bar fyrir góðar kveðjur frá Kristínu S. Einarsdóttur sem ekki komst á fundinn. Nefndarmenn tóku undir kveðjuna og þökkuðu kærlega fyrir samstarfið.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:55.