A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnumála- og hafnarnefnd - 24. október 2011

Fundur var haldinn í Atvinnumála- og hafnarnefnd mánudaginn 24. október 2011 kl. 18:00 á neðstu hæð Þróunarsetursins að Höfðagötu 3. Mættir voru Elfa Björg Bragadóttir formaður, Jón Eðvald Halldórsson, Jón Vilhjálmur Sigurðsson, Matthías Lýðsson og Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Einnig sat fundinn Sigurður Marinó Þorvaldsson hafnarvörður. Kristín Sigurrós ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Hafnarframkvæmdir

2. Stefnumótun í atvinnumálum á Ströndum og Reykhólahreppi

3. Breytingar á nefndarfyrirkomulagi í Strandabyggð

4. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Hafnarframkvæmdir

 Að sögn Sigurðar Marinós eru framkvæmdir við stálþilið á hafskipabryggjunni á undan áætlun. Haldnir hafa verið verkfundir hálfsmánaðarlega með Kristjáni Helgasyni. Erfiðleikar hafa komið upp við að koma niður einni eða tveimur plötum, þar sem klöpp er fyrir. Beitt er nýrri aðferð við verkið þar sem sett er möl og steypa milli nýja og gamla þilsins. Þekjan verður boðin út í byrjun næsta árs. Ekki er hægt að landa við bryggjuna að svo stöddu.

Fram kom að verið er að athuga möguleikana á því að landa rækju á bryggjunni við Arngerðareyri og aka rækjunni til Hólmavíkur þar sem hún yrði vigtuð. Strandabyggð hefur afnot af bryggjunni við Arngerðareyri og fær öll gjöld af notkun hennar. Nýverið var gefinn út talsverður kvóti til rækjuveiða í Ísafjarðardjúpi. Jón Eðvald spurði um uppsetningu flotbryggju og fram kom að búið er að setja niður festingar fyrir hana. Leitað verður tilboða í landgang og áformað er að flotbryggjan verði komin á flot næsta vor. Hafnarvörður upplýsti einnig um að bauja er væntanleg út af Árnaklakk (Hólmanum). Loks greindi hafnarvörður frá því að dýptarmælingar hefðu verið gerðar í Hólmavíkurhöfn í sumar. Sigurður Marinó vék af fundi.

 

2. Stefnumótun í atvinnumálum á Ströndum og Reykhólahreppi

 Formaður leggur til að þessum dagskrárlið verði frestað til næsta fundar og mun hún kynna sér fyrirliggjandi gögn frekar.

 

3. Breytingar á nefndarfyrirkomulagi í Strandabyggð

 Atvinnu-og hafnarmálanefnd gerir engar athugasemdir við breytingar á nefndarfyrirkomulagi í Strandabygggð og vonast til að þessar breytingar verði til að auka upplýsingaflæði milli nefnda og sveitarstjórnar.

 

4. Önnur mál

 Engin önnur mál tekin fyrir.

 

 Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:40.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón