A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnumálanefnd - 26. feb. 2009

Fundur haldinn í Atvinnumálanefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 26. febrúar 2009 kl. 17:00 á skrifstofu Strandabyggðar. Þorseinn Newton setti fundinn og stjórnaði honum en aðrir fundarmenn voru Lára G. Agnarsdóttir (ritari), Ingimundur Pálsson (varamaður), Eysteinn Gunnarsson og Jón Jónsson (varamaður). Einnig sat fundinn Þorgeir Pálsson frá AtVest. 

Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:


1. Starfsemi Atvinnumálanefndar
2. Önnur mál


Þá var gengið til dagskrár.


1. Starfsemi Atvinnumálanefndar

Þorgeir Pálsson kynnti starfsemi AtVest og hvernig þeirra samstarf er byggt upp í samstarfi við Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ. Þorgeir kynnti einnig hugmyndir AtVest og hvernig þeirra aðkoma væri að nefndinni. Rætt var um að við þyrftum að móta einhverja stefnu varðandi opnun vegarins um Arnkötludal. Samfélagið þarf að vera tilbúið til að taka á móti fjölgun ferðamanna.

Ákveðið var að fara í samstarf við AtVest í 6 mánuði til að byrja með og er það tímabil sveitafélaginu að kostnaðarlausu. AtVest er tilbúið til að móta dagskrá næstu funda hjá nefndinni. Rætt var um að skoðaðar væru skýrsla Staðardagskrár 21 og stefnumótunarskýrsla Arnkötlu 2008.


2. Önnur mál
Rætt var vítt og breytt um atvinnumál og ýmsir möguleikar ræddir. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með súpufundina sem haldnir hafa verið á vegum Þróunarsetursins og hafa fjallað um atvinnumál á svæðinu.

Nefndin beinir því til sveitarstjórnarmanna að skýrsla Staðardagskrár 21 verði birt opinberlega þannig að skýrslan verði öllum sýnileg.

Ákveðið var að næsti fundur verði mánudaginn 30. mars.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 18:20.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón