A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnumálanefnd - 6. apríl 2009

Fundur haldinn í atvinnumálanefnd Strandabyggðar mánudaginn 6. apríl 2009 kl. 11:00 á skrifstofu Strandabyggðar.  Þorseinn Newton(formaður) setti fundinn og stjórnaði honum en aðrir fundarmenn voru Lára G. Agnarsdóttir(ritari), Ásta Þórisdóttir og Eysteinn Gunnarsson og Þorsteinn Sigfússon. Einnig sat fundinn Þorgeir Pálsson og Viktoría Rán Ólafsdóttir frá Atvest og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.  Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:

 

1.      Tillögur að hlutverki atvinnumálanefndar
2.      Verkefni næstu sex mánuði

3. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Tillögur að hlutverki atvinnumálanefndar

Þorgeir ræddi un tillögur sínar sem hann hafði áður sent fundarmönnum og kannaði afstöðu fundarmanna til tillagnanna.


2.
Verkefni næstu sex mánuð

Stefnumótun í ferðaþónustu: umræður voru um stefnumótun í ferðaþjónustunnin á svæðinu s.s. hver er markhópurinn? Eru ferðaþjónustuaðilar tilbúnir að taka við auknum straumi ferðamanna? Hvernig auglýsum við Strandir sem ferðamannastað? Ákveðið var að boða fulltrúa ferðaþjónustuaðila til fundar og ræða stefnumótun.

Hver er sérstaða Hólmavíkur? Galdrar, náttúran og fuglaskoðun. Góð aðstaða og stutt á áhugaverða staði út frá Hólmavík.

 

3. Önnur mál

Rætt var um að halda fund með ferðaþjónustuaðilum 20.apríl.

 

Ákveðið var að hittast aftur miðvikudaginn 15. apríl kl 17. Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 13:00

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón