A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd - 18. ágúst 2010

Fundur var haldinn í Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 18. ágúst 2010 kl. 17:00 á skrifstofu Strandabyggðar. Jón Stefánsson formaður Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna, en aðrir fundarmenn eru Viðar Guðmundsson og Marta Sigvaldadóttir aðalmenn og Matthías Lýðsson og Reynir Björnsson varamenn. Einnig sat Jón Jónsson varaoddviti ritaði fundargerð.

 

Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:

 

  • 1. Fjallskilaseðill haustið 2010.
  • 2. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

1. Fjallskilaseðill haustið 2010.

Farið var yfir Fjallskilaseðil fyrir árið 2010 og gengið frá tilhögun leita og rétta. Einnig sett niður úthlutun dagsverka, þar sem viðmiðið er 1 dagsverk á hverjar 25 ær. Samþykkt að senda fundarmönnum skjalið til yfirlestrar, áður en seðillinn er staðfestur af sveitarstjórn.

 

2. Önnur mál.

a) Rætt um skólaakstur og snjómokstur á skólaakstursleiðum. Bent á að menn þyrftu að vera tilbúnir að fella niður ferðir skólabíls þegar veður væru sem verst.


b) Rætt um búfjáreftirlit. Skipa þarf fulltrúa í búfjáreftirlitsnefnd Strandabyggðar og Kaldrananeshrepps sem eru sameiginlegt búfjáreftirlitssvæði. Fulltrúar eiga að vera þrír og finnst nefndinni eðlilegt að Strandabyggð skipi 2 menn og Kaldrananeshreppur 1. Beint er til sveitarstjórnar að skipa í nefndina.


c) Rætt um veiðar á ref og mink. Leggur nefndin til að vetrarkvóti á refaveiðar verði hækkaður um helming, úr 10 dýrum í 20 á hvern veiðimann.


d) Rætt um girðingar með vegi og sveitarstjórn hvött til að leita eftir því við Vegagerðina að áfram verði unnið jafnt og þétt að því girða með vegum í sveitarfélaginu. Einnig lagt til að sett verði upp viðvörunarskilti þar sem varað er við sauðfé á vegi, þar sem það á við.


e) Rætt um fjarskiptamál og hvatt til þess að sveitarstjórn kanni hjá Fjarskiptasjóði hvaða bæir í sveitarfélaginu séu komnir með háhraðanettengingu og hversu hraðvirk hún sé.


f) Nefndin skorar á Orkubú Vestfjarða og sveitarstjórn að vinna að uppbyggingu á þriggja fasa rafmagnskerfi í Strandabyggð og bendir á að þegar línur eru endurnýjaðar séu þriggja fasa strengir lagðir í jörð.


g) Rætt um þörf á viðhaldi á réttum sem er áfátt í sveitarfélaginu. Nefndin leggur til að smíðuð verði rétt í Kollafirði. Aukin smithætta er vegna lungnapestar sem er komin á svæðið og því ótækt að réttað sé inni í fjárhúsum.

 

Ekki voru tekin fyrir fleiri mál. Fundargerð lesin upp og hún samþykkt samhljóða. Fundi slitið kl. 19:00.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón