Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd - 25. ágúst 2011
Dagskrá fundarins:
1. Fjallskilaseðill haustið 2011
2. Erindi frá Melrakkasetri
3. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár:
1. Nefndin fór yfir Fjallskilaseðil fyrir haustið 2011 og var hann samþykktur samhljóða.
2. Erindi frá Melrakksetri. Nefndin leggur til að erindið verði samþykkt með þeim skilyrðum að veiðimenn fái borgað kílómetragjald að koma með dýrin á skilastað og þóknun fyrir að fylla út skýrsluna, komi ekki fjármunir í þetta þá samþykkir nefnin þetta ekki.
3. Önnur mál voru þessi:
a) Nefndin mótmælir þeim seinagangi að ekki hafi enn verið afgreitt erindi um fjallskilareglugerð sem er frá því í maí 2011.
b) Rætt var um veggiðingar og ákveðið að ræða við Vegagerðina um þessi mál og fá frekari upplýsingar.
c) Nefndin leggur til að refaveiði á næsta veiðitímabili fyrir árið 2012 verði i ekki boðin út nema með því sklirði að umsækjandi verði með lögheimili í sveitafélaginu og að útboðgögn verði ýtarleg og skýr.
d) Nefndin skorar á sveitastjórnina að hún bjóði öllum leikskólabörnum í dreyfbýli upp á akstur til og frá leikskóla.
e) Nefndin skorar á að sveitastjórn beyti sér fyrir því að sett verði vegrið í Forvaða og Deild.
Fundagerð lesin upp og samþykkt og fundi slitið.