A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 24. júní 2010

Fundur haldinn í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 24. júní 2010 kl. 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Jón Gísli Jónsson setti fundinn og stjórnaði 1. lið. Valgeir var kosin formaður og tók að því búnu við stjórn fundarins. Aðrir fundarmenn voru Sigurður Marinó Þorvaldsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Þorsteinn Paul Newton og Hafdís Sturlaugsdóttir. Einnig sat fundinn Einar Indriðason slökkviliðsstjóri. Ingibjörg Emilsdóttir ritaði fundargerð. Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:

Þetta var tekið fyrir á fundinum:

 

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara.

2. Umsókn frá Hólmadrangi um byggingarleyfi fyrir lestunarhúsi.

3. Umsókn frá Albert Högnasyni um byggingarleyfi á geymsluhúsi í Tungulandi 3 Langadal.

4. Teikningar og afstöðumynd af húsi að Borgabraut 23.

5. Önnur mál.

 

Og þá var gengið til dagskrár:

 

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara.
Valgeir Örn var kosinn formaður og Hafdís varaformaður. Ingibjörg var kosin ritari.


2. Umsókn frá Hólmadrangi um byggingarleyfi fyrir lestunarhúsi.
Þorsteinn vék af fundi. Einar benti á að að hlutverk slökkviliðsstjóra væri að fylgja eftir að brunavörnum í byggingum væri í lagi. Þær teikningar sem að hann fékk afhentar í gær fyrir fundinn eru ekki nægilega góðar til að hann gæti séð hvort þetta sé í lagi brunavarnalega séð. Hann vill að nákvæmari teikningar séu sendar til sín fyrir fundi í framtíðinni. Nefndin samþykkir teikningar að því skilyrtu að gengið verði frá þaki við norðurenda byggingar undir gluggum á vörugeymslu samkvæmt brunavarnareglugerð. Þorsteinn kom aftur inn á fundinn.


3. Umsókn frá Albert Högnasyni um byggingarleyfi á geymsluhúsi í Tungulandi 3 Langadal.
Nefndin tók vel í erindið en óskar eftir nákvæmari teikningum áður en erindið er samþykkt.


4. Teikningar og afstöðumynd af húsi að Borgabraut 23.
Nefndin setur það sem skilyrði að húsinu verði snúið og liggi eins og hin húsin í götunni. Einnig vantar skýrari teikningar og skráningatöflu. Skila þarf inn öllum gögnum til byggingarfulltrúa og vinnist í samráði við hann. Að þessum skilyrðum uppfylltum samþykkir nefndin erindið.


5. Önnur mál

a) Borist hefur erindi frá Elfu Björk Bragadóttur varðandi frágang á svæðinu við Kópnesbraut frá Café Riis og út fyrir Tryggvaskála og ítrekaður hraðaakstur og ryk á sama stað. Það er í ferli breytingar á svæðinu. Ekki verður tekin afstaða til annara breytinga á svæðinu. Varðandi hraðaakstur og ryk. Nefndin leggur til að gatan verði rykbundin og malarborin. Nefndin ætlar að taka sér tíma til að skoða málið betur varðandi hraðahindrun á götunni.


b) Valgeir kom með ábendingu um að gangbraut vanti frá Austurtúni yfir Hafnarbraut móts við gangstíg upp að Vitabraut. Einnig vantar gangbraut frá Höfðatúni yfir Hafnarbraut í átt að Íþróttamiðstöð.


c) Þorsteinn kom með ábendingu um svæðið fyrir framan vörumóttöku KSH. Hann vill að gengið verði frá því að vegurinn um Höfðatún verði afmarkaður með t.d. gangstétt þar sem bílar aka oft inn á götuna á öllum stöðum frá þessu svæði og oft stafar hætta af.


d) Þorsteinn kom með fyrirspurn varðandi svæðið í kringum Stóru-Grund. Nefndin skorar á sveitarstjórn að hafa leigutíma stuttan vegna þess að hún sér svæðið frekar fyrir sér sem frístundabyggð og útivistarsvæði. Einnig vill nefndin setja inn reglur um umgengni lóðarinnar og að svæðið verði haft snyrtilegt.

 

Fundi slitið kl. 20:26.

 

Valgeir Örn Kristjánsson (sign)

Sigurður Marinó Þorvaldsson (sign)

Ingibjörg Emilsdóttir (sign)

Þorsteinn Paul Newton (sign)

Hafdís Sturlaugsdóttir (sign)

Einar Indriðason (sign)

 
ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar 29. júní 2010.
 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón