Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundur 7.11.2024
Fundargerð
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 7. nóvember 2024, kl. 17:00. Að Hafnarbraut 25, á Hólmavík.
Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Börkur Vilhjámsson, Valgeir Örn Kristjánsson, og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi sem ritar fundargerð.
Hlynur Torfi Torfason var í fjarfundarbúnaði.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar, athugun Skipulagsstofnunar.
Skipulagsstofnun lauk athugun sinni á tillögu að endurskoðun aðalskipulags sbr. afgreiðslubréf dags. 25. október 2024. Stofnunin gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga, þegar tekið hafi verið tillit til þeirra athugasemda og ábendinga sem fram koma í athuguninni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að fela skipulagsfulltrúa að fylgja eftir við skipulagsráðgjafa að uppfæra tillöguna með tilliti til afgreiðslu Skipulagsstofnunar áður en tillagan verði auglýst.
2. Beiðni frá Skipulagsstofnun um umsögn vegna Kvíslatunguvirkjunnar.
Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar Strandabyggðar um umhverfismatsskýrslu Kvíslatunguvirkjunar á grundvelli 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og niðurstöður hennar. Nefndin hefur tekið saman hjálagða umsögn og beinir því til sveitarstjórnar að fela skipulagsfulltrúa að skila henni til Skipulagsstofnunar.
3. Hafnardalsárvirkjun, beiðni um að vera tekin með í aðalskipulag Strandabyggðar 2021-2033.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar að taka afstöðu til erindisins og beinir því til sveitastjórnar að fela skipulagsfulltrúa að afla upplýsinga um eignarétt, vatnsréttindi og afstöðu landeiganda beggja vegna ár.
4. Uppsetning á rafbílahleðslustöðvum frá Teslu á N1 reit í Höfðatúni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í erindið en óskar eftir staðfestingu frá lóðarhafa á erindinu. Og leggur jafnframt til við sveitarstjórn að fela byggingarfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina.
5. Önnur mál.
a. Tillaga að deiliskipulagi í Brandskjólum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að auglýsa samhliða aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033, tillögu að deiliskipulagi íbúðabyggðar í Brandskjólum sbr. 1.mgr. 41 gr. Skipulagslaga 123/2010
b. Tillaga að deiliskipulagi Jakobínutúns og nágrennis lögð fram til kynningar.
c. Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitastjórnar að skipa fulltrúa í svæðiskipulagsnefnd Vestfjarða í stað Jóns Sigmundssonar.
Fundi slitið kl 18:51