A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis og skipulagsnefnd, 6. júní, 2024

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 6. Júní 2024, kl. 17:00. Að Hafnarbraut 25, á Hólmavík.


Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Þröstur Áskelsson, Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Börkur Vilhjálmsson og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi sem ritar fundargerð, Hlynur Torfi Torfason var í fjarfundarbúnaði.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Umsókn um framkvæmdarleyfi á Ennishálsi, umsækjandi er Vegagerðin.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.


2. Umsókn um stöðuleyfi á Tanganum, umsækjandi er Gola útgerð ehf.

Umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar umsókninni vegna þeirrar stefnu að fjarlægja eigi alla gáma af tanganum og beinir því til sveitarstjórnar að aðstoða umsækjendur um að finna hentugan stað undir starfsemi sína.


3. Umsókn um byggingarleyfi á sjóhreinsihúsi á Nauteyri, umsækjandi er Háafell ehf.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.


4. Umsókn um byggingarleyfi fyrir 1.635 m2 stálgrindarskemmu á Nauteyri, umsækjandi er Háafell ehf.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.

 
5. Umsókn um byggingarleyfi á Skeiði 5, umsækjandi er Orkubú Vestfjarða.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina en bendir umsóknaraðilum að skoða aðrar útfærslur á staðsetningu fyrirhugaðrar byggingar á lóðinni vegna aðkomu að húsinu

 
6. Umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi á Borgabraut, umsækjendur eru íbúar á Borgabraut.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að breytingin teljist óveruleg sbr. 2 mgr. 43 gr. Skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna, sbr 44 gr. skipulagslaga.

 

 

Önnur mál
a) Umhverfis- og skipulagsnefnd vekur athygli á að í kynningu er vinnslutillaga af heildar endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar. Hún er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Nefndin hvetur íbúa og alla sem láta sér málið varða að kynna sér efnið: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/675


b) Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða hefur auglýst skipulagslýsingu vegna vinnu við nýtt svæðisskipulag Vestfjarða, nefndin hvetur alla til að kynna sér lýsinguna, sem er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunnar: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/603

c) Umhverfis- og skipulagsnefnd lýsir yfir áhyggjum af stöðugri útbreiðslu ágengrar plantna svo sem lúpínu og kerfils og hvetur sveitarstjórn til að leita sér ráðgjafar um varnir gegn þessum ófögnuði.

 

 

            Fundi slitið kl 18:20

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón