A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd - 10.ágúst 2018

Fundargerð

Fundur var haldin í fræðslunefnd fimmtudaginn 10. ágúst kl. 13:00 í Hnyðju

Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, og Vignir Rúnar Vignisson. Egill Victorsson og Steinunn Þorsteinsdóttir boðuðu forföll og Birna Karen Bjarkadóttir og Ágúst Þormar Jónsson mættu í þeirra stað.

Fullrúar leikskólans Lækjarbrekku eru boðaðir kl 13:00 og það eru Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri og Íris Ósk Ingadóttir fyrir hönd foreldra.

Fulltrúar Grunn og tónskóla eru boðaðir kl 14:00 og það eru: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara og Björk Ingvarsdóttir fulltrúi foreldra.

 Fulltrúi ungmennaráðs Guðrún Júlíana Sigurðardóttir situr einnig fundinn.

 

Dagskrá er svohljóðandi:

Málefni Leikskóla:

  1. Skóladagatal

Leikskólastjóri fer yfir skóladagatal. Allir starfsdagar eru á sama tíma og segir til um í skóladagatali Grunnskólans. Umræða skapaðist um að samnýta fleiri daga eins og t.d. jólaball og fl. Skóladagatal Leikskólans Lækjabrekku er samþykkt samhljóða.

 

  1. Starfsmannamál og fjöldi barna veturinn 2018-2019

Gert er ráð  fyrir tveimur starfsmönnum á hverja deild. Einnig er matráður og sérkennslustjóri og afleysing. Nú eru 18 börn skráð í leikskólann veturinn 2018-2019

 

  1. Önnur mál leikskóla

Umræða um persónuverndarlög og aðgerðir í leikskólanum.

 

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir kemu til fundar kl 13:50

Sameiginlegt mál Leik- og Grunnskóla

  1. Endurnýjun samnings við Tröppu um þjónustu um talmeinafræðing.

Leikskólastjóri mælir eindregið með að gerður verði áframhaldandi samningur við Tröppu um talþjálfun. Skólastjóri Grunnskólans tekur undir með Leikskólastjóra.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði endurnýjaður.

Ingibjörg Alma og Íris Ósk víkja af fundi kl 14:00

 

Málefni Grunnskóla:

  1. Skóladagatal

Skólastjóri fer yfir skóladagatal og segir frá starfsdögum og sameiginlegum fræðsludögum með nágrannasveitarfélögum. Umræða skapaðist um vetrarfrí og ýmsar útgáfur. Ákveðið var að senda út könnun meðal foreldra um viðhorf þeirra til þess. Fræðslunefnd mun taka að sér að senda út þessa könnun í samráði við skólastjóra.

Skóladagatal Grunnskólans á Hólmavík samþykkt samhljóða.

  1. Starfsmannamál

Búið er að ráða í allar stöður Grunnskólans en það á eftir að ráða tónlistakennara.

  1. Önnur mál Grunn- og tónskóla

a). Upplýsingaöryggisstefna nemendaskrár Grunnskólans á Hólmavík

Grunnskólinn á Hólmavík viðheldur nemendaskrá til að halda utan um upplýsingar um nemendur sína, námsframvindu og annað sem nauðsynlegt er vegna náms þeirra við skólann.  Með þessari skjalfestu upplýsingaöryggisstefnu vill Grunnskólinn á Hólmavík leggja áherslu á mikilvægi persónuverndar við vinnslu nemendaskrár skólans. Öryggisstefna þessi tekur mið af gildandi lögum og reglugerðum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Öryggisstefnan er í fullu samræmi við reglur Persónuverndar nr. 299/2001 um öryggi persónuupplýsinga og uppfyllir kröfur staðalsins ÍST EN ISO/IEC 27001

Skólastjóri og formaður Fræðslunefndar undirrita skjalið.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl 15:07

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón