Fræðslunefnd - 12. desember 2016
Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd Strandabyggðar þann 12. desember 2016 og hófst hann kl. 17.00 á skrifstofu Strandabyggðar.
Mætt voru: Ingibjörg Benediktsdóttir formaður sem einnig ritar fundargerð, Sólrún Jónsdóttir, Sigríður G. Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Egill Victorsson.
Fulltrúar leikskóla: Esther Ösp Valdimarsdóttir fulltrúi foreldra, Berglind Maríusdóttir fulltrúi starfsmanna og Aðalbjörg Sigurvaldadóttir leikskólastjóri.
Fulltrúar Grunnskóla: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Jóhanna Hreinsdóttir fulltrúi foreldra.
Á dagskrá er sameiginlegt mál varðandi fræðslustjóra.
Trappa bíður upp á ráðgjöf sem miðar að því að styðja við sveitarstjórnir, skólastjórnendur og fagstjóra. Þar starfa fimm ráðgjafar á mismunandi ólíkum sviðum.
Fræðslunefnd leggur til að:
Gerð verði könnun á því hvort fræðslustjórar í nágrenni okkar eru tilbúnir að taka að sér verktöku og hvað það kostar. Skoða nákvæmlega hvernig þjónusta Tröppu virkar.
Hvað kostar Trappa? Hvernig er þjónustan? Er hún vikuleg, er hægt að hringja hvenær sem er? Hvernig er samningur, er mánaðarleg greiðsla, greiðsla við hvert símtal? Eftir hverju fer verðmiðinn? Er hægt að gera stuttan samning til reynslu?
Nefndin telur sig ekki hafa forsendu til að taka ákvörðun að svo stöddu.
Fræðslunefnd áætlar að funda næst 4. janúar og telur mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir þann tíma.
Önnur mál
a) Fræðslunefnd hvetur til að haldin verði fundur í skólaráði eins fljótt og auðið er.
b) Fræsðlunefnd óskar eftir því að fá upplýsingar um kostnað og áætlun um ólíkum útfærslum um rekstur skólabíls. Málið varðar upplýsingar um kaup, leigu og útboð.
Ekki fleira rætt og fundi slitið kl 18:19