Fræðslunefnd - 15. október
Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd 15. október n.k. og hófst hann kl. 17.00 á skrifstofu Strandabyggðar í Þróunarsetrinu.
Mætt eru eru: Viðar Guðmundsson, Sólrún Jónsdóttir, Sigríður G. Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir.
Málefni fræðslunefndar:
Málefni leikskóla:
Boðuð kl. 17.00: Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi starfsmanna, og Jóhanna Rósmundsdóttir fulltrúi foreldra
- Alma kynnti ársáætlun leikskólans. Áætlunin lögð fram til samþykktar og samþykkt.
- Farið yfir nemendalista. Ljóst er að starfsmann vantar frá 1. Des frá 12.30 til 16.00. Staðan verður auglýst.
Málefni grunnskóla:
Boðuð kl. 17.20: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara og foreldra, Barbara Ósk Guðbjartsdóttir fulltrúi tónskóla.
- Nýr skólabílstjóri hefur verið ráðinn, Unnsteinn Árnason og mun hann taka til starfa síðustu viku þessa mánaðar. Fræðslunefnd vill þakka fráfarandi skólabílstjóra fyrir vel unnin störf.
- Ákveðið hefur verið að hafa þemaviku 24.11 – 27.11 2014 þetta er viðbót við áður samþykkt skóladagatal. Einnig hefur verið ákveðið að hafa kynningardaga fyrir foreldra og verða þeir núna á haustönn.
- Svigrúm er fyrir fleiri nemendur í tónskólanum og verður auglýst á næstunni eftir umsóknum. Vakin er athygli á því að öllum íbúum sveitarfélagsins verður frjálst að sækja um tónlistarnám.
- Yfirvofandi er verkfall tónlistarkennara þann 22.10. Fræðslunefnd lýsir yfir stuðningi við tónlistarkennara í þeirra kjarabaráttu.
Málefni dreifnámsdeildar:
Boðaður kl. 17.40: Eiríkur Valdimarsson
- Eiríkur umsjónarmaður dreifnáms FNV á Hólmavík kom og kynnti starfsemi dreifnámsdeildarinnar fyrir fræðslunefnd.
- Fram kom í máli Eiríks að uppfæra þarf skólanetið að ljósnetinu sem er komið á Hólmavík. Nefndin leggur til að það verði gert hið fyrsta.
- Fræðslunefnd leggur til að nemendur í dreifnámi eigi þess kost að taka þátt í dansnámskeiðum sem haldin eru á vegum grunnskólans og annarri aðkeyptri fræðslu sem getur hentað dreifnámsnemum.
- Fræðslunefnd hvetur unga sem aldna íbúa sveitarfélagsins sem hafa hug á námi að kynna sér dreifnámsdeildina og möguleikana þar.
Skólastefnugerð
- Fræðslunefnd fór í lok fundar í vinnu vegna skólastefnugerðar. TIllögum verður komið til fræðslustjóra.
Fundið slitið kl. 18.58.