A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd - 23. ágúst 2010

Fundur var haldinn í Fræðslunefnd Strandabyggðar mánudaginn 23. ágúst 2010 kl. 16:30 í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Steinunn Þorsteinsdóttir formaður setti fundinn, en einnig voru mætt Jón Jónsson og Ingibjörg Sigurðardóttir aðalmenn og Ingibjörg Benediktsdóttir og Jóhann L. Jónsson varamenn. Einnig voru mætt Guðrún Guðfinnsdóttir leikskólastjóri, Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi starfsmanna og Sigurrós Þórðardóttir fulltrúi foreldra. Jón Jónsson ritaði fundargerð.

 

Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:

 

Leikskólamál:
1. 
Ársskýrsla leikskólans 2009-2010
2. Starfsmannamál.
3. Önnur mál

Sameiginleg mál:

4. Reglur um viðbrögð við vanskilum þjónustugjalda.

Grunnskólamál:
5. Ráðning stuðningsfulltrúa og baðvarðar við Grunnskólann á Hólmavík.
6. 
Skólasstefna Grunnskólans á Hólmavík
7. Starfsmannastefna Grunnskólans á Hólmavík
8. Eineltisáætlun.  Drög að nýrri einetlisáætlun Grunnskólans lögð fram til kynningar.
9. 
Starfsáætlun Tónskólans á Hólmavík skólaárið 2010 - 2011
10. Tímamagn og kennslufyrirkomulag við Tónskólann skólaárið 2010 - 2011

11. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

Leikskólamál:

 
1. Ársskýrsla leikskólans 2009-2010
Lögð fram til kynningar Árskýrsla Leikskólans Lækjarbrekku fyrir árið 2009-2010, dags. 19. ágúst 2010 eftir Guðrúnu Guðfinnsdóttir leikskólastjóra.

2. 
Starfsmannamál.
Fram kom að auglýst var eftir starfsmanni við Leikskólann Lækjarbrekku í júlí í 100% stöðu. Enginn sótti um og var auglýst aftur í ágúst og var þá gefinn kostur á hlutastörfum. Þrjár umsóknir bárust og var ákveðið að ráða Árnýju Huld Haraldsdóttir í 100% starf.

Guðrún Guðfinnsdóttir leikskólastjóri hefur sagt upp störfum og beinir Fræðslunefnd því til sveitarstjórnar að auglýsa eftir leikstjóraskóla hið fyrsta. Formaður leggur jafnframt til að sveitarstjóri taki starfsmannaviðtöl við starfsfólk á leikskólanum og tóku fundarmenn einróma undir það.

3. 
Önnur mál
Ekki komu fram hugmyndir um önnur mál til umræðu undir þessum lið.

Nú komu til fundarins Bjarni Ómar Haraldsson skólastjóri, Hildur Guðjónsdóttir aðstoðarskólastjóri, Vala Friðriksdóttir fulltrúi kennara og Kristinn Schram fulltrúi foreldrafélags.

 

Sameiginleg mál:

 
4. Reglur um viðbrögð við vanskilum þjónustugjalda.
Rætt var um viðbrögð við vanskilum þjónustugjalda samkvæmt beiðni sveitarstjórnar. Leikskólastjóri bendir á að reglur um viðbrögð þegar leikskólagjöld eru ekki greidd séu þegar fyrir hendi og voru samþykktar í Leikskólanefnd 4. maí 2010 og jafnframt birtar í Foreldrahandbók. Fræðslunefnd leggur til að sömu reglur gildi um mötuneyti, heimanám og skólaskjól. Reglur varðandi Tónskóla verði þær að ljúka þurfi greiðslum fyrir hverja önn áður en nemandi hefur nám á næstu önn, en missi plássið ef ekki berst greiðsla eða um hana hafi verið samið á skrifstofu sveitarfélagsins. Foreldrar og forráðamenn fái skriflega viðvörun frá skrifstofu í tæka tíð til að geta brugðist við og skrifstofa kynni jafnframt stjórnendum stöðu mála.

Fræðslunefnd hvetur fólk í fjárhagserfiðleikum til að hika ekki við leita til Félagsmálanefndar Strandabyggðar um fjárhagsstuðning.

Fundarritari bætir við fundarliðnum 4b þar sem fjallað er um önnur sameiginleg mál.

 

4b. Önnur sameiginleg mál
a) Bjarni bar fram fyrirspurn um hugmyndir sveitarstjórnar varðandi könnun á hugsanlegri sameiningu skólastiga á Hólmavík undir eina stjórn. Jón Jónsson sem jafnframt er sveitarstjórnarmaður varð til svara og sagði að í þessari ákvörðun um athugun á kostum og göllum slíkrar sameiningar fælist engin ákvörðun um niðurstöðuna. Fundarmenn voru sammála um að mikilvægt væri að allar breytingar þurfi að leiða til betra skólastarfs.

b) 
Jón Jónsson kynnti hugmynd um hugmynda- og íbúaþing tengt skólamálum á öllum skólastigum í tengslum við 100 ára afmæli skólahalds á Hólmavík. Fræðslunefnd og fundarmenn tóku vel í slíka hugmynd.

c) 
Rætt um skólaakstur leikskólabarna og þann vanda sem skapast vegna þess að þau komast ekki öll í skólann, með bílnum sunnan Hólmavíkur. Lagt til og samþykkt einróma að formanni Fræðslunefndar verði falið að standa fyrir fundi foreldra leikskólabarna sunnan Hólmavíkur, til að ræða þessi mál og að sá fundur verði bókaður.

d) 
Bjarni Ómar kynnti áætlun um akstur skólabíla. Sunnan Hólmavíkur verður ferð í skólann fyrir 8:10. Frá Hólmavík verður farið kl. 12:40 alla daga og einnig verður miðdegisferð frá Hólmavík mið-fim 14:30, en mán-þri á það eftir að ráðast af vali nemenda í elstu bekkjum hvort ferð verður kl. 14:30 eða 16:00. Úr Djúpi verður ferð að skóla fyrir 8:10. Frá Hólmavík er síðan farið kl. 14:30 mán-fim og kl. 13:00 fös. Fræðslunefnd samþykkir þessa tilhögun.

e) 
Bjarni Ómar vekur athygli á því að kennarar Tónskóla eigi ekki áheyrnarfulltrúa í Fræðslunefnd, þótt Tónskólinn sé í raun sjálfstæður skóli. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fulltrúi kennara Tónskólans sem þeir velji úr sínum hópi fái sæti áheyrnarfulltrúa á fundum Fræðslunefndar, þegar mál sem varða Tónskólann eru sérstaklega til umræðu.

 

Fundargerðin fram að þessum tímapunkti lesin upp og samþykkt einróma. Samþykkt að senda fundargerð út til fundarmanna hið fyrsta. Nú viku Guðrún, Hlíf og Sigurrós af fundi kl. 18:15.

 

Grunnskólamál:

 
5. Ráðning stuðningsfulltrúa og baðvarðar við Grunnskólann á Hólmavík.
Skólastjórar kynntu ráðningar við Grunnskólann og byrjað var á að fara yfir ráðningu stuðningsfulltrúa í 75% starf. Fjórar umsóknir bárust um starfið og tóku skólastjórnendur starfsviðtöl við umsækjendur. Bjarni Ómar kynnti ástæður fyrir þörfinni á þessari ráðningu og tillögu skólastjórnenda um að ráða Silju Ástudóttur í starfið. Samþykkt af Fræðslunefnd.

Ingibjörg Benediktsdóttir vék nú af fundi. Fyrir liggur að ráða í stöðu kvenkyns baðvarðar í 42% stöðu og bárust 6 umsóknir um starfið en ein þeirra hafði verið dregin til baka. Bjarni Ómar kynnti tillögu skólastjórnenda um að ráða Ingibjörgu Benediktsdóttir í starfið. Samþykkt af Fræðslunefnd. Rætt um mikilvægi þess að baðvörslu drengja og stúlkna sé sinnt eins vel og kostur er og hafi ávallt forgang á önnur störf. Ef slíkt gengur ekki þurfi að skoða að ráða einnig baðvörð fyrir búningsherbergi drengja.

6. 
Skólastefna Grunnskólans á Hólmavík
Lögð fram til kynningar drög að Skólastefnu Grunnskólans á Hólmavík, sem nú er unnið að á vegum skólastjórnenda. Samþykkt að gefa nefndarmönnum kost á að velta drögunum fyrir sér og stefna að því að leggja stefnuna fyrir til samþykktar á næsta fundi Fræðslunefndar. Skjalinu jafnframt vísað til sveitarstjórnar til umræðu og ábendinga.

7. 
Starfsmannastefna Grunnskólans á Hólmavík
Lögð fram til kynningar Starfsmannastefna Grunnskólans á Hólmavík, sem unnið er að. Samþykkt að gefa nefndarmönnum kost á að velta drögunum fyrir sér og stefna að því að leggja stefnuna fyrir til samþykktar á næsta fundi Fræðslunefndar. Skjalinu jafnframt vísað til sveitarstjórnar til umræðu og ábendinga.
 
8.
Eineltisáætlun. Drög að nýrri eineltisáætlun Grunnskólans lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar drög að nýrri eineltisáætlun Grunnskólans og nefndarmenn hvattir til að senda ábendingar varðandi áætlunina til skólastjórnenda. Fræðslunefnd fagnar þessari vinnu eindregið og hvetur skólann til dáða við þá viðleitni að vinnubrögð á þessu sviði verði eins fagleg og kostur er og fræðsla og forvarnir verði í hávegum hafðar.

9. 
Starfsáætlun Tónskólans á Hólmavík skólaárið 2010-2011
Lagt fram til kynningar Skóladagatal Tónskólans 2010-2011.

 
10. Tímamagn og kennslufyrirkomulag við Tónskólann skólaárið 2010-2011
Bjarni Ómar kynnti að 70 nemendur eru nú skráðir í Tónskólann og fagnar Fræðslunefnd þessum tónlistaráhuga. Tímamagn Tónskólans hefur verið 56-58 tímar síðustu misseri, þar sem yngstu nemendur fá ekki fullt nám. Þörfin nú er 61 tími og leggur Fræðslunefnd til að þetta tímamagn verði samþykkt, enda verður yfirvinna nú mun minni en áður.

 
11. Önnur mál.
a) Ingibjörg Benediktsdóttir kynnti að Ásmundur Jónasson hefur gefið Grunnskólanum á Hólmavík borðtennisborð. Fagnar Fræðslunefnd þessu og hvetur til að borðinu verði fundinn góður staður sem fyrst til að nemendur geti iðkað þessa skemmilegu íþrótt.

b)
Bjarni sagði frá tilfæringum í skólanum til að auka pláss og bæta aðstöðu, uppsetningu á hillum og fleiru.

c) 
Bjarni upplýsti að vinna við innra mat skólans hefjist formlega í Búðardal á fundi með fulltrúa menntamálaráðuneytis á morgun.

d) K
ynntar voru hugmyndir um breytingar á skóladagatali, að þemadagar verði fyrir áramót og tilfærsla verði á starfsdegi kennara frá 1. október til 8. október.

e) Rætt var um 100 ára afmæli skólahalds á Hólmavík og samþykkt að beina til sveitarstjórnar að skipa vinnuhóp til að vinna hugmyndavinnu um þetta málefni.

 

Ekki voru tekin fyrir fleiri mál. Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða. Fundi slitið kl. 20:10.

 

Steinunn Þorsteinsdóttir (sign)

Ingibjörg Sigurðardóttir (sign)

Ingibjörg Benediktsdóttir (sign)

Jón Jónsson (sign)
Jóhann L. Jónsson (sign)

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón