A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd - 6. júlí 2015

Fundur er haldin í fræðslunefnd mánudaginn 6. júlí 2015 kl. 16:15 í Grunnskólanum á Hólmavík.

Mættir eru nefndarmennirnir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Vignir Örn Pálsson, Ingibjörg Emilsdóttir, skólastjóri grunnskóla: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir , fullrúi foreldra: Dagbjört Hildur Torfadóttir og fulltrúi starfsmanna: Hrafnhildur Þorsteinsdóttir.

 

Dágskráin er eftirfarandi:

 

  1. starfsmannamál
  2. tímamagn næsta skólaárs
  3. skólapúlsinn
  4. skóladagurinn
    a) tillaga að breyttri tímasetningu á upphafi skóladags úr 8:30 í 8:10
  5. önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

  1. Starfsmannamál
    Búið er að ráða í allar stöður fyrir næsta skólaár bæði í grunnskólanum og tónskólanum.
     
  2. Tímamagn næsta skólaárs
    Nefndin leggur til að skólinn fái úthlutað 182 tímum á viku fyrir næsta skólaár.
     
  3. Skólapúlsinn
    Hrafnhildur fór stuttlega yfir niðurstöður könnunarinnar. Nefndin leggur til að unnin verði úrbótaáætlun út frá könnuninni.
     
  4. Skóladagurinn
    a) Tillaga að breyttri tímasetningu á upphafi skóladags úr 8:30 í 8:10
    Nefndin tekur vel í erindið en leggur til að skoða þurfi leiðir til að stytta veru skólabarnanna í skólabílunum samfara þessu. Einnig þyrfti að gera þetta í samráði við foreldra barna sem nýta skólabílana. Lagt er til að skólastjóri fundi með dreifbýlisforeldrum um málið.
     
  5. Önnur mál
    a) Skóladagatal – endurskoðað
    Nenfdin samþykkir endurskoðað dagatal. 179 kennsludagar. Inní dagatalinu er einn dagur tvöfaldur.
    b) Umræða var um upplýsingagjöf til foreldra. Lagt er til að upplýsingar verði aðgengilegar foreldrum á einum stað t.d. Námfús. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:52

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón