A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd - 8. september 2014

Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd  8. September n.k. og hófst hann kl. 17.00  á skrifstofu Strandabyggðar í Þróunarsetrinu.

 

Mætt voru Viðar Guðmundsson, Sigríður G. Jónsdóttir, Vignir Örn Pálsson, Ingibjörg Sigurðardóttir.

 

Málefni fræðslunefndar:

 

Málefni leikskóla:

Boðuð kl. 17.00: Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri,  Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi starfsmanna, og Jóhanna Rósmundsdóttir fulltrúi foreldra

  1. Ársskýrsla

Alma kynnti ársskýrsluna og sagði frá  ýmsa skemmtilegu sem gert var á árinu. 

  1. Leikskóladagatal

Alma útskýrði dagatalið, áfram vera þemadagar í hverjum mánuði, 5 starfsdagar með lokun og 18 dagar með þátttöku foreldra.

Nefndin samþykkir.

  1. Starfsmenn

Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri  

Hlíf Hrólfsdóttir sérkennslustjóri

Steinunn Eysteinsdóttir matráður og ræstitæknir 

Þorbjörg Matthíasdóttir veikinda og undirbúningsafleysing  

Jón Arnar Ólafsson afleysing vegna tímabundinna veiknida

Aðalbjörg Sigurvaldadóttir deildarstjóri 

Berglind Maríusdóttir leiðbeinandi  

Heiða Jónsdóttir leiðbeinandi  

Brynja Guðlaugsdóttir deildarstjóri

Unnur Eva Ólafsdóttir leiðbeinandi  

Guðrún Guðjónsdóttir leiðbeinandi

 

  1. Nemendur

Nemendalisti kynntur.

  1. Önnur mál
    1. Leikskólinn er orðinn þátttakandi í „Skóli á grænni grein“. Nefndin leggur til að keypt verði fánastöng svo hægt sé að flagga fánanum.

 

  1. Vinna við skólastefnuna er framundan.

 

Málefni grunnskóla: 

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir  fulltrúi kennara og foreldra,  Barbara Ósk Guðbjartsdóttir fulltrúi tónskóla.

Nefndin býður nýjan skólastjóra hjartanlega velkomin til starfa.

  1. Skóladagatal - kynning og umræður

Hrafnhildur kynnti dagatalið. Starfsdagar verða 12, jólafrí 22.des – 6.janúar, páskafrí 30.mars -7.apríl 2015, skólaslit 4.júní 2015. Nefndin samþykkir skóladagatalið.

 

  1. Stundaskrár - kynning og umræður.

Skólinn hefst kl 08:30. 1.-4.bekkur er búinn kl. 14:oo og 5.-10.bekkur er  búinn kl.14:30. Allir fara á sama tíma í mat 12:10.

 

  1. Nemendafjöldi og hópaskipting - kynning og umræður

Nemendur eru 57, 32 drengir og 25 stúlkur. Skiptast í fjóra hópa.

  1. Starfsmannamál - kynning og umræður

Starfsmenn tónskóla: Barbara Ósk Guðbjartsdóttir og Gunnur Arndís Halldórsdóttir

Skólaliðar:Ingibjörg Fossdal og Sigrún María Kolbeinsdóttir í

Stuðningsfulltrúar: Árný Huld Haraldsdóttir, Dagrún Magnúsdóttir , Íris Björg Guðbjartsdóttir , Jóhanna Guðbjörg Rósmundsdóttir , Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir .

Bókavörður: Svanur Kristjánsson

Skólabílstjórar: Hlynur Þór Ragnarsson og Þórður Halldórsson.

Kennarar og leiðbeinendur:  Anna Birna Gunnlaugsdóttir, Ásta Þórisdóttir, Esther Ösp Valdimarsdóttir , Hrafnhildur Þorsteinsdóttir , Kolbrún Þorsteinsdóttir, Lára Jónsdóttir , Sóley Ósk  Sigurgeirsdóttir , Vala Friðríksdóttir.

 

  1. Tímamagn skóla – umsókn

1.-10.bekkur alls 132 stundir

Skiptistundir alls 21 stund

Sérkennsla og fleira alls 35 stundir

Samtals kennsla 188 stundir.

Nefndin samþykkir tímamagn.

 

  1. Starfsmannanámskeið – skólaþróun

Sameiginlegt námskeið grunn- og leikskólanna á Hólmavík og Reykhólum kennt eftir námsskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Allir stuðningsfulltrúar, skólaliðar, skólabílstjóri, tónlistarkennarar sitja námskeiðið. Sérfræðingar á svæðinu annast kennsluna. Farið er m.a. í samskipti sjálfstyrkingu, aga, reiðistjórnun, jákvæða styrkingu, fordóma, þroskaferli og fl. Nefndin lýsir yfir mikilli ánægju með námskeiðið og samstarf skólanna.

 

  1.  Skólastefna - vinnan framundan.

Vinna við skólastefnu hefst í september. Fundur stjórnanda grunn-og leikskóla með sveitastjóra og fræðslustjóra 9.september. Í framhaldi af þeim fundi verður fjölmennari fundur 16.september þar sem skipulag starfsins verður ákveðið.

 

  1. Skólahúsnæði - fjárhagsáætlun og framkvæmdir

Skólastjóri mun óska mats byggingarfulltrúa/tæknifræðings á nauðsynlegum framkvæmdum og fara fram á að byggingarfulltrúi vinni kostnaðaráætlun verkþátta og forgangsraði verkum í viðhaldi húsnæði Grunnskólans á Hólmavík.

 

  1. Skólabílar og skipulag - ýmsar hugmyndir

Skólabíll suður Strandir að og frá grunnskóla eru 13 og til viðbótar eru 3 leikskólanemendur.

Farþegar í skólabíl vestur eru 3.

 

  1. Skólaumhverfið - ýmsar hugmyndir

Ýmsar hugmyndir eru í gangi um leið og skólafólk gleðst yfir uppsetningu aparólunnar og ýmsum smá lagfæringum í umhverfi skólans.

Útikennsla þarfnast ákveðins svæðis í sátt og samlyndi við sveitafélag og íbúa og er verið að vinna í þeim málum.

Matjurtagarður við skólann. Þessi hugmynd hefur skotið upp kollinum áður. Nemendur hafa ræktað á Ólafsdal en nokkur kostnaður fylgt.

 

  1. Skólaskjólið, haust 2014

Tillaga frá skólastjóra og tómstundafulltrúa um breytingu á starfsemi Skólaskjóls. Tillaga um að færa Skólaskjólið frá fræðslusviði til tómstundasviðs. Með því að færa umsjón þess milli sviða skapast svigrúm til að nýta þá faglegu þekkingu sem starfsfólk sveitarfélagsins býr yfir sem allra best og bjóða börnunum og foreldrum þeirra upp á framúrskarandi frístundastarf hins vegar. Nefndin samþykkir tillöguna.

 

  1. Önnur mál.

Innkaup á ritföngum:Nefndin leggur til að frá og með næsta skólaári muni skólinn sjá um innkaup á ritföngum og stílabókum fyrir alla nemendur.Til hagræðis fyrir nemendur og foreldra.

 

Skólasund:Nefndin fjallaði um sundkennslu sem er ekki í boði núna í september.

 

Fundi slitið kl.19:44

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón