A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd 15. ágúst 2017

Fundur var haldin í fræðslunefnd þriðjudaginn 15. ágúst kl. 17:00 í Hnyðju

Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Egill Victorsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ingibjörg Sigurðardóttir og Sólrún Jónsdóttir boðuðu forföll og ekki tókst að fá varamenn í þeirra stað.

Fulltrúar Grunnskólans eru boðaðir kl 17:00 en það eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og fulltrúi foreldra Jóhanna Hreinsdóttir. Kristrún Birgisdóttir sérfræðingur frá Tröppu situr einnig fundinn.

Fullrúar leikskólans Lækjarbrekku eru boðaðir kl 18:00 og það eru Aðalbjörg Sigurvaldadóttir leikskólastjóri, fulltrúi foreldra Esther Ösp Valdimarsdóttir. Fulltrúi starfsmanna boðaði forföll.

 Fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

 

Dagskrá er svohljóðandi:

Málefni Grunnskóla:

  1. Kynning á starfsáætlun skólans.
    Hrafnhildur og Kristrún kynna starfsáætlun skólans. Fyrirhugað er að skólanámsskráin verði endurskoðuð. Í áætluninni kemur fram, móttökuáætlun nýrra starfsmanna og nemenda, starfsmannastefna, skóladagatal, skipulag starfsdaga, samstarf skólastiga og fl.
    Skjalið er enn í vinnslu og mun verða tilbúið til samþykktar ekki síðar en 15. september.
     
  2. Vinnan í sumar.
    Hrafnhildur kynnir þá vinnu sem hún hefur unnið í sumar. Þar á meðal starfsáætlun og breytingar á skólastarfi með samfelldum degi.
     
  3. Starfsmannamál
    Starfsmenn skólans eru: Vala Friðriksdóttir umsjónakennari 1. bekkjar. Kolbrún Þorsteinsdóttir umsjónakennari 2.-4. bekkjar. Ingibjörg Emilsdóttir umsjónakennari 5.-7. bekkjar. Esther Ösp Valdimarsdóttir umsjónakennari 8.-10. bekkjar.
    Sérkennari er Hrafnhildur Þorsteinsdóttir og er hún einnig staðgengill skólastjóra.
    Leiðbeinendur eru Lára Jónsdóttir og Sigríður Drífa Þórólfsdóttir með íþróttakennslu.
    Stuðningsfulltrúar eru Jóhanna Rósmundsóttir, Kristjörg Helga Ingvarsdóttir, Helga Berglind Gunnarsdóttir og Halldóra Halldórsdóttir.
    Hlíf Hrólfsdóttir er þroskaþjálfi  og  Guðbjörg Hjartardóttir Leaman listgreinakennari. Ingibjörg Fossdal og Sigrún María Kolbeinsdóttir verða áfram skólaliðar og ritarar.  Unnsteinn Árnason skólabílstjóri og Svanur Kristjánsson bókavörður, húsvörður og skólabílstjóri. Vera Ósk Steinsen tónlistakennari. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu annars tónlistakennara.
     
  4. Ókeypis ritföng fyrir grunnskólabörn
    Tvö síðustu ár hefur verið leitað eftir hagstæðum tilboðum í námsgögn og foreldrar borgað allt að 2500kr. á nemanda. Nú er svo komið að mörg sveitarfélög hafa boðið nemendum upp á námsgögn þeim að kostnaðarlausu. Fræðslunefnd leggur til að sveitarfélagið bjóði slíkt hið sama.

    Kristrún yfirgefur fundinn.
    Fulltrúar leikskólans Lækjarbrekku, fulltrúar Íþrótta, tómstunda og menninganefndar ásamt sveitarstjóra koma til fundar.  
     
  5. Samfelldur dagur barns í Strandabyggð. Sameiginlegt mál með TÍM.
    Íris Ósk kynnir fyrirkomulag samfellda dagsins. Fyrsta skrefið verður tekið í uppbrot á skóladegi barna og verður byrjað með nemendur í 1.-4. bekk. Mikil vinna hefur verið unnin og hefur Íris verið skipuð verkefnastjóri. Nú í vetur verða tveir skólabílar til þess að stytta ferðatíma barna og einnig verður boðið upp á tvær heimferðir eftir hádegi, kl 14:30 og 16:00. Ýmislegt verður í boði fyrir börnin á uppbrotstíma í samstarfi við frístund, Tónskólann, leikfélagið og Geislann. Reglulega verður farið yfir hvernig gengur og allar athugasemdir verða teknar til greina.

    Fræðslunefnd fagnar því að nú sé samfelldur dagur orðin að veruleika í sveitarfélaginu.

    Fulltrúar TÍM, sveitarstjóri og fulltrúar Grunnskólans yfirgefa fundinn.

    Málefni leikskólans Lækjarbrekku:
  6. Starfsmannamál
    Starfsfólk leikskólans næsta skólaár verða:
    Aðalbjörg starfar áfram sem leikskólastjóri þangað til í október en þá kemur Ingibjörg Alma inn aftur.
    Barbara Guðbjartsdóttir verður sérkennslustjóri fram í miðjan janúar og þá kemur Hjördís Hjörleifsdóttir kemur aftur úr fæðingarorlofi.  Brynja Guðlaugsdóttir er deildarstjóri eldri deildar þangað til í október. Berglind Maríusdóttir verður deildarstjóri yngri deildar. Starfsmaður eldri deildar er Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir og á yngri deild Friðrik Hreinn Sigurðsson og Röfn Friðriksdóttir en hún mun hætta um næstu mánaðarmót. Guðríður Nanna Magnúsdóttir mun starfa í eldhúsi og við ræstingar. Ekki hafa komið umsóknir varðandi auglýst störf. Enn vantar tvo starfsmenn. Mikill vandi mun skapast ef ekki næst að ráða starfsmenn.
     
  7. Önnur mál
    a). Starfsáætlun Leikskólans.
    Aðalbjörg hefur unnið að starfsáætlun og mun kynna hana fyrir starfsfólki í september og mun hún verða tilbúin með haustinu. Aðalbjörg mun vinna að áætluninni með sérfræðingum Tröppu.

    b). Nýbygging leikskólans verður tekin í notkunn um næstu mánaðarmót. Fræðslunefnd fagnar því. 

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 19:45

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón