A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd, fundur 06.11.2024

Fundargerð

Fundargerð fræðslunefndar Strandabyggðar haldinn í Hnyðju, Höfðagötu 3, miðvikudaginn 6. nóvember 2024. Fundur hófst 16:29. Mætt eru Heiðrún Harðardóttir, Vignir Rúnar Vignisson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Steinunn Magney Eysteinsdóttir, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, Linda Jónsdóttir frá foreldrafélagi, Jóhanna B. Ragnarsdóttir frá leikskóla, Magnea Dröfn Hlynsdóttir frá grunnnskóla og Þorgeir Pálsson sem ritaði fundargerð. Gestir fundarins eru þau Anna María K. Þorkelsdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, frá Ásgarði. Þau sitja fundinn í fjarbúnaði.

Fundardagskrá:
1. Foreldrasamstarf leik- og grunnskóla
2. Skólanámskrá - Kynning á áherslum og helstu þáttum
3. Skólastefna – kynning á vinnu framundan við gerð skólastefnu
4. Skólalóðin – Staða verkefnis; minnisblað oddvita
5. Önnur mál.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og kallaði eftir athugasemdum við fundarboðun. Engar athugasemdir voru gerðar.


Umræða

1. Foreldrasamstarf leik- og grunnskóla

Formaður gaf skólastjóra, Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur, orðið. Hrafnhildur sagði frá nýrri stjórn foreldrafélagsins og vísaði á heimasíðu sveitarfélagsins / grunnskóla. Foreldrafélagið vinnur nú að starfsáætlun þessa skólaárs. Starfsemin er þó í föstum skorðum þó starfsáætlun sé ekki komin. Ýmis verkefni framundan, t.d. jólaundirbúningur á leikskóla, viðburðir með börnunum ofl. Hrafnhildur kynnti nýjan fulltrúa foreldrafélagsins, Lindu Jónsdóttur. Formaður gaf síðan orðið laust. Heiðrún tók til máls og bað um að nöfnum í stjórn væri breytt hjá Skattinum. Því verður komið í ferli. Hrafnhildur bætti við að framundan er fundur í skólaráði, nemendaþing ofl.

2. Skólanámskrá - Kynning á áherslum og helstu þáttum

Formaður gaf Önnu Maríu og Gunnþóri orðið og röktu þau helstu áherslur í skólanámskrá. Anna María tók til máls. Í aðalnámskrá er alveg skýrt hvað þarf að koma fram í skólanámskrá og vísaði hún á heimasíðu skólans. Hvað námsvísa varðar, þá voru þeir gerðir til þriggja ára, en áherslur hafa breyst. Framundan er því endurskoðun námsvísa. Hægt að taka inn umræðu og ábendingar nemenda á skólaþingi, sem gagnast síðan við endurskoðun námsvísa á næsta ári. Anna María sýndi núverandi námsvísa og sagði ljóst að þeim væri fylgt í hvívetna. Unnið er með heimsmarkmiðin og vinna skilgreind út frá því hvaða verkefni eru í gangi. Búið er að brjóta markmiðin upp til að einfalda úrvinnslu. Fram kom að málfræði sé ekki lengur sérkafli í íslensku, sbr endurskoðaða aðalnámskrá. Það kallar á breyttar áherslur og verður sú vinna unnin í vor. Hægt er að sjá námsvísana á heimasíðunni. Þar sést líka hvað nemendur vinna með.

Breytingar á aðalnámskrá: Málfræði dettur út. Meiri áhersla á læsi og skapandi ritun. Stærðfræði tengir betur nám við raunveruleg dæmi. Allt á að fléttast inn í daglegt líf. Meiri sköpun og ábyrgð nemenda fyrir eigin námi. Gagnrýni og rökhugsun meira áberandi.


Innleiðing breytinga á næsta ári. Allir ferlar tengdir við núverandi hæfniviðmið. Ásgarður forvinnur þetta allt og undirstrikar breytingar, t.d. á hæfniviðmiðum.


3. Skólastefna – kynning á vinnu framundan við gerð skólastefnu

Formaður rakti tilurð þessa verkefnis. Núverandi skólastefna er frá árinu 2015 og því tímabært að endurgera hana. Hefur verið leitað aðstoðar Ásgarðs í því sambandi. Bað formaður Gunnþór að rekja það ferli sem væri framundan. Einnig bað formaður skólastjóra að segja frá samstarfi milli skólastjórnenda varðandi mótun skólastefnu.


Gunnþór tók til máls og sagði frá ferlinu. Verkefnið er mikilvægt og eins að skóla-/menntastefna sé til staðar og sé skýr. Mörg sveitarfélög tala frekar um menntastefnu. Gunnþór taldi að endurskoðun núverandi stefnu væri löngu tímabær. Mikil gerjun á sér stað í hinum og þessum lögum sem koma að menntunarlegu uppeldi barna. Einnig nefndi Gunnþór farsæld barna sem tengdist þessu verkefni.


Stofnaður verður stýrihópur, mótað erindisbréf og vinnsla verkefnisins hefst. Mat á fyrri stefnu fer fram og viss stöðugreining (SVÓT). Á þessu stigi þarf að bjóða íbúum að koma að þessari vinnu og fá fram þeirra reynslu og sjónarmið. Stýrihópur vinnur síðan að endurskoðun stefnu og leitar þar til hagaðila. Gunnþór mun koma inn á fundi með starfsmönnum, nemendum, foreldrum ofl. Vinna leiðir af sér drög og síðar fullmótaða stefnu. Nýrri stefnu fylgir aðgerðaráætun sem segir hvernig stefnunni verður framfylgt. Í því felst breyting og skýr markmið um árangur. Þar koma líka inn gæðamarkmið og önnur viðmið.


Ferlið tekur 3 mánuði og fer megin vinnan fram í vor. Ásgarður kemur einnig að innleiðingu aðgerða. Sérstök áhersla verður lögð á að hlutverk allra hagaðila sé skýrt. Mikilvægt að fleiri en færri komi að þessari vinnu. Stýrihópur samanstendur af kjörnum fulltrúum, starfsfólki ofl. Áhugi á verkefninu skiptir miklu máli. Kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á stefnunni og skólarnir á innleiðingu hennar.


Hrafnhildur sagði frá samstarfi við skólastjórnendur annarra sveitarfélaga. Vinna er í gangi hjá sumum þeirra og vinna mis langt komin.


Spurt var um mikilvægi þess að fulltrúar skólanna séu í stýrihópnum. Gunnþór svaraði því þannig að reynslan segði að betra væri að hafa færri fulltrúa í stýrihópnum. En það verður tryggt að hagaðilar komi að þessari vinnu.


4. Skólalóðin – Staða verkefnis; minnisblað oddvita

Formaður rakti stöðu mála út frá minnisblaði sem sent var með fundargögnum. Formaður segir það miður hversu mikið verkið hefur dregist en það liggi fyrir að farið verður í verkið í júní 2025 og því ljúki í júlí 2025. Nú er unnið að því að aðlaga framkvæmdir við verkþátt 2 að kostnaðarramma fjárhagsáætlunar.


Guðfinna Lára spurði um kostnað vegna verkþátta 1 og 2. Hún spurði einnig um skilgreiningar á myndum í fundargögnum. Formaður sýndi teikningu og útskýrði. Spurt var um tímaramma og formaður útskýrði að vinnan færi fram í júní og júlí. Gert er ráð fyrir að leikskólabörn fari í grunnskólann í júní þegar sumarfrí hefst. Spurt var um leiktæki fyrir leikskólabörn á grunnskólalóð, á meðan unnið væri í leikskólalóðinni. Formaður sagði að reynt yrði að mæta þeim óskum.


Fram koma líka að nemendur í grunnskóla vinna nú að verkefninu „Betri heimabyggð“ og þar er komið inn á grunnskólalóðina og „Lilla róló“ sem er hugsaður við ærslabelginn.

Formaður sagði frá gjöfum til Lillaróló-hópsins og Steinunn Magney sem fer fyrir þeim hópi tók einnig til máls.


5. Önnur mál.
o Spurt var um það af hverju öll börn hefðu ekki fengið boð um að skrá sig í tónlistarskólann, heldur aðeins þau sem svöruðu könnuninni. Hrafnhildur svaraði þessu og sagði að þessu væri hægt að breyta.
o Spurt var um aldursskiptingu. Tónskólinn er fyrir allan aldur grunnskólabarna.
o Rætt var um tónlistarnámskeið og sagði formaður fá ráðningu Andra Freys í það verkefni.
o Anna María óskað öllum til hamingju með breytingarnar á skólahúsnæðinu.


Fundargerð lesin og fleira ekki rætt. Fundi slitið kl. 17:43. Ritari sendir fundargerðina á nefndarfólk til rafrænnar undirskriftar.

Þorgeir Pálsson, ritari

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón