A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð Sterkra Stranda, 12.12.2024

Heiðrún Harðardóttir | 16. janúar 2025
Fundargerð
Verkefnisstjórnar Sterkra Stranda, haldinn í gegnum fjarfundabúnað, þann 12. desember 2024.

Mætt til fundar: Aðalsteinn Óskarsson, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Kristján Þ. Halldórsson (formaður), Magnea Garðarsdóttir og Þorgeir Pálsson. Einnig sat fundinn Sigurður Líndal, verkefnisstjóri Sterkra Stranda, sem ritar fundargerð. 

Fjarverandi var Guðrún Ásla Atladóttir. 

Formaður býður fundarmenn velkomna og býður Þorgeir Pálsson sérstaklega velkominn í stjórn verkefnisins. Fundur settur 14.38. Því næst gengið til dagskrár: 

Dagskrá:

1. Uppfærsla frá Byggðastofnun um stöðu undirbúnings íbúakönnuna. 
Kristján reifar málið og stöðu þess. Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri mun sjá um framkvæmdina. Niðurstaða þeirra að vænta upp úr miðjum febrúar. 

2. Dagsetning íbúafundar endurskoðuð með tilliti til ofangreinds, sé ástæða til.
Ákveðið að halda íbúafund 20. febrúar kl 18:00. Dagskrá íbúafundar rædd. Sigurður mun fara yfir verkefnið, Byggðastofnun heldur kynningu, niðurstöður rannsóknar RHA verða kynntar, og Þorgeir kynnir framhaldslíf verkefnisins fyrir hönd Strandabyggðar. Sigurði einnig falið að ræða við Fine Foods Islandica um að kynna næstu skref sinna verkefna með einhverjum hætti, og líka rætt um mögulega aðkomu fleiri styrktra verkefna. 

3. Sigurður fer yfir stöðu styrktra verkefna hvað varðar skýrsluskil og frágang. 
Það eru 6 verkefni frá 2024 sem ekki hafa skilað skýrslu, en frestur er til 15. desember. 1 verkefni frá 2022 er ólokið. Sigurði falið að taka ákveðin skref til að freista þess að ljúka því máli án þess að til íþyngjandi innheimtuaðgerða þurfi að koma. 

Ákveðið að hittast aftur á fundi föstudaginn 20. desember til að ganga frá dagskrá íbúafundar endanlega. 

Fleira ekki gjört. Fundi slitið 16.00.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón