Fundargerð Sterkra Stranda, 19.09.2024
Fundargerð verkefnisstjórnar Sterkra Stranda
Fundur haldinn í fjarfundarbúnaði þann 19. september 2024
Mætt: Aðalsteinn Óskarsson, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Guðrún Ásla Atladóttir, Helga Harðardóttir, Kristján Þ. Halldórsson, Magnea Garðarsdóttir og Sigríður Jónsdóttir. Auk þeirra sam Sigurður Líndal, verkefnisstjóri, fundinn og ritaði fundargerð.
Fundur settur kl 15:05. Þá var gengið til dagskrár.
Fundardagskrá:
1. Frumkvæðissjóður
Sigurður reifaði stöðu verkefna, einu verkefni er ólokið frá 2022 og einu frá 2023. Þrjú verkefni frá þessu ári hafa þegar skilað samþykktri lokaskýrslu. Fimmtán verkefni enn í vinnslu.
2. Tillaga um frestun íbúafundi fram yfir áramót
Fram hefur komið tillaga um að fresta íbúafundi fram yfir áramót. Að undangengnum umræðum samþykkt að hafa fund 16. janúar 2025.
3. Erindi til sveitarstjórnar Strandabyggðar um skipulag verkefnisloka
Sigurði og Kristjáni falið að senda sveitarfélaginu bréf um ofangreint fyrir fund sveitarstjórnar 8. október 2024.
4. Önnur mál
Fleira ekki gjört.
Fundi slitið kl. 15:53.