A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð Sterkra Stranda, 20.12.2024

Heiðrún Harðardóttir | 16. janúar 2025
Fundargerð
Verkefnisstjórnar Sterkra Stranda, haldinn í gegnum fjarfundabúnað, þann 20. desember 2024.

Mætt til fundar: Aðalsteinn Óskarsson, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Kristján Þ. Halldórsson (formaður) og Magnea Garðarsdóttir. Einnig sat fundinn Sigurður Líndal, verkefnisstjóri Sterkra Stranda, sem ritar fundargerð. 

Fjarverandi voru Guðrún Ásla Atladóttir og Þorgeir Pálsson. 

Fundur settur 10.02. Því næst gengið til dagskrár:

Dagskrá:

1. Umræður um dagskrá íbúafundar.
Að undangengnum umræðum var eftirfarandi dagskrá ákveðin:
Íbúafundur þann 20. febrúar 2025, kl. 18.00 í Félagsheimili Hólmavíkur. 
  1. Inngangsorð Byggðastofnuna (5 mínútur)
  2. Yfirferð verkefnisstjóra (25 mínútur)
  3. Íbúakönnun kynnt (20 mínútur)
  4. Kynning á framhaldi verkefnisins frá Strandabyggð (10 mínútur)
  5. Matarhlé (20 mínútur)
  6. Kynning verkefna (10 mínútur x 3 - Fine Foods, Galdur, Norðurfjara til dæmis)
  7. Hópavinna undir stjórn Strandabyggðar (30 mínútur)
  8. Kynning niðurstaðna (10 mínútur)
  9. Lokaorð Byggðastofnuna (5 mínútur)
  10. Fundarlok áætluð 20:40
Aðalsteinn Óskarsson verður fundarstjóri.

Skipulag og framkvæmd íbúafundar er á ábyrgð og framfæri Strandabyggðar. Vestfjarðastofa og Byggðastofnun eru reiðubúin til liðsinnis, sé þess óskað. 

Fleira ekki gjört. Fundi slitið kl 10.41.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón