A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð Sterkra Stranda, 21.11.2024

Heiðrún Harðardóttir | 16. janúar 2025
Fundargerð
Verkefnisstjórnar Sterkra Stranda, haldinn í gegnum fjarfundabúnað þann 21. nóvember 2024.

Mætt til fundar: Aðalsteinn Óskarsson, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Kristján Þ. Halldórsson (formaður) og Magnea Garðarsdóttir. Einnig sat fundinn Sigurður Líndal, verkefnisstjóri Sterkra Stranda, sem einnig ritar fundargerð. 

Fjarverandi voru: Guðrún Ásla Atladóttir, og Helga Harðardóttir í upphafi fundar. 

Enginn fulltrúi Strandabyggðar situr nú í stjórn Sterkra Stranda eftir að Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir sagði sig úr sveitarstjórn og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir hönd sveitarfélagsins. 

Formaður býður fundarmenn velkomna og gefur Sigurði orðið. Fundur settur kl 15:14. Því næst er gengið til dagskrár: 

1. Dagsetning íbúafundar 2025
Fram er komin tillaga um að halda íbúafund þann 11. janúar sem er laugardagur. Að undangenginni umræðu er ákveðið að halda íbúafund fimmtudaginn 9. janúar kl. 18:00.

2. Framgangur verkefni
Einu verkefni er ólokið frá 2022 og tólf frá 2024.

3. Önnur mál
Almennar umræður um stöðu mála í sveitarfélaginu og dagskrá íbúaþings; m.a. rætt um nauðsyn þess að fá upplýsingar um framhaldslíf verkefnisins í takt við samninga þar um hjá sveitarstjórn. Fulltrúar Byggðastofnunar ræddu einnig möguleika á að leggja könnun fyrir íbúa um verkefnið og stöðu samfélagsins og kynna á íbúafundi. Helga Harðardóttir kom til fundar undir þessum lið, kl. 15:45.

Ákveðið að halda næsta fund verkefnisstjórnar þann 12. desember næstkomandi þegar að sveitarstjórn hefur skipað nýjan fulltrúa í verkefnisstjórn, 

Fleira ekki gjört. Fundi slitið kl 16.00.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón