A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sterkar Strandir 8. desember 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. febrúar 2023

Fundar verkefnisstjórnar Sterkra Stranda þann 8.12.2022 kl. 15:00, fundur haldinn um
fjarfundabúnað. Mætt eru: Kristján Þ. Halldórsson (formaður), Agnes Arnardóttir, Aðalsteinn
Óskarsson, Esther Ösp Valdimarsdóttir og Sigríður Jónsdóttir. Sigurður Líndal verkefnisstjóri
sat einnig fundinn og ritar fundargerð.
Fjarstaddar: Guðrún Ásla Atladóttir, Helga Harðardóttir.
Kristján býður fólk velkomið. Gengið til dagskrár.

Dagskrá:
1. Staða verkefna
Kristján biður Sigurð að fara yfir stöðu styrktra verkefna. Staða verkefna nokkuð
góð heilt yfir

2. Næsta úthlutun Frumkvæðissjóðs
Ákveðið að opna fyrir umsóknir sem fyrst og veita umsóknafrest til 16. janúar.
Sigurði falið að vinna auglýsingu fyrir umsóknaferlið og senda verkefnisstjórn til
samþykktar.

3. Áform um hótel á Hólmavík
Sigríður, fulltrúi sveitarstjórnar í verkefnisstjórn, upplýsir fundarmenn um stöðu
málsins sem er enn til skoðunar.

4. Grunnskólinn
Sigríður upplýsir fundarmenn um stöðu mála í grunnskólanum eftir að mygla
fannst í skólanum.

5. Strandir.is
Að undangengnum umræðum var neðangreind ályktun samþykkt samhljóða.
Verkefnisstjóra var falið að senda hana til sveitarstjórnar og sveitarstjóra Strandabyggðar ásamt
Sýslinu verkstöð.Veffundur verkefnisstjórnar 8. desember 2022

Erindi til sveitarstjórnar og sveitarstjóra Strandabyggðar ásamt Sýslinu verkstöð.
Varðar vefinn Strandir.is

Á íbúaþingi í Strandabyggð í júní 2020 var eitt af áherslumálefnum íbúa að koma upp vef til
kynningar á byggðarlaginu og ásamt með möguleikum á söluvef fyrir vörur úr héraði. Sýslið
verkstöð, frumkvöðlar á svæðinu, tóku í kjölfar íbúaþingsins við keflinu og komu upp vefnum
Strandir.is. Vefurinn er að mati verkefnisstjórnar Sterkra Stranda vel heppnaður og hefur mætt
þörfum íbúa byggðarlagsins með ágætum.
Í samræmi við áherslur íbúa og í kjölfar vandaðra umsókna hefur verkefnið Sterkar Strandir
úthlutað vefnum styrkjum til hönnunar og starfsemi vefsins svo sem hér segir:
• 2020 úthlutun úr Öndvegissjóði Brothættra byggða (samkeppni á landsvísu) 8.700.000
• 2022 úthlutun úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda 380.000
Alls hefur verið úthlutað 9.080.000 krónum til vefsins Strandir.is af 39.900.000 krónum sem til
ráðstöfunar hafa verið. Það eru tæp 23% af því fé sem til úthlutunar hefur verið í Strandabyggð
í verkefninu Sterkar Strandir á árunum 2020-2022. Af því má ráða að úthlutunarnefnd
Öndvegissjóðs og verkefnisstjórn Sterkra Stranda hafa lagt áherslu á framgang verkefnisins.
Það er leitt ef sú mikla og vandaða vinna sem lögð hefur verið í vefinn ónýtist með því að
rekstrargrundvöllur vefsins veikist með boðuðum slitum á samstarfi Strandabyggðar og Sýslsins
um Strandir.is. Verkefnisstjórn hvetur aðila til að leita frekara samstarfs og leiða til að styrkja
grundvöll vefsins þannig að verkefnið megi áfram miðla efni úr Strandabyggð og af Ströndum
í heild.

6. Önnur mál
Rætt var um samstarf sveitarfélagsins og verkefnisins Sterkra Stranda. Senn hefst síðasta ár
verkefnisins og því mjög mikilvægt að Strandabyggð og íbúar samfélagsins nýti tækifæri sem
kunna að felast í verkefninu sem allra best. Sigurði og Kristjáni var falið að móta bókun og
erindi til sveitarstjórnar þar sem óskað verður eftir fundi verkefnisstjórnar Sterkra Stranda með
sveitarstjórn um samstarfið. Bókunin verði afgreidd/samþykkt í tölvupósti í verkefnisstjórn
áður en erindið fer til sveitarstjórnar.

Fleira ekki gjört. Fundi slitið 16:01

Sterkar Strandir 11.11.2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. febrúar 2023


Fundur Verkefnisstjórnar Sterkra Stranda, fimmtudaginn 11/11/21 kl. 13.30. Fundur haldinn í gegnum
fjarfundabúnað. Mætt: Helga Harðardóttir, Aðalsteinn Óskarsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Angantýr
Ernir Guðmundsson, og Jón Jónsson formaður. Sigurður Líndal verkefnisstjóri sat fundinn og ritar
fundargerð. Fjarstödd: Esther Ösp Valdimarsdóttir.

Fundur settur 13.33 og gengið til dagskrár.

1. Staða mála í Strandabyggð
Jón fer yfir þær hagræðingaraðgerðir sem sveitarstjórn Strandabyggðar hefur þurft að grípa til í
ljósi bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á grundvelli samnings þess við Sveitastjórnaráðuneytið.
Jón fór einnig stuttlega yfir óformlegar þreifingar í sameiningarmálum sveitarfélagsins. Aðalsteinn
skýrði frá samtali sínu við ráðuneytisstjóra Sveitarstjórnarráðuneytisins þar sem athygli var vakin á
skorti á samræmingu þeirra aðgerða sem ríkið er að grípa til í Strandabyggð.

2. Staða verkefna
Sigurður fer yfir stöðu verkefna sem fengu styrk úr Frumkvæðissjóði 2021. Lang flest eru á góðum
rekspöl, einu verkefni er lokið, en mögulegt er að af einu verkefni verði ekki.

3. Önnur mál
a. Verkefnisstjórn gleðst yfir góðum fréttum af vetrarþjónustu í Árneshrepp og mun
kynna sér greinargerð verkefnisins þar og felur verkefnisstjóra að hefja svipaða vinnu
hér.
b. Verkefnisstjóra falið að senda framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu erindi þar sem óskað
er eftir að nýr fulltrúi Vestfjarðastofu sé skipaður í verkefnisstjórn Sterkra Stranda í
stað Línu Bjargar Tryggvadóttur sem lætur fljótlega af störfum. Línu færðar þakkir fyrir
sitt framlag til Sterkra Stranda.
c. Verkefnisstjóra falið að leggja uppfærða verkefnisáætlun fyrir verkefnisstjórn á næsta
fundi hennar.
d. Ákveðið að reglubundnir fundir verkefnisstjórnar verði á miðvikudögum, á sex vikna
fresti.
e. Almennar umræður um stöðu verkefnisins og nauðsyn þess að meira heyrist af þeim
árangri sem verkefnið hefur náð og hvert það stefnir. Samfélagið þarf á góðum
straumum að halda.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið 14.25

Sterkar Strandir 30.4.2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. febrúar 2023

Fundur verkefnisstjórnar Sterkra Stranda, haldinn í fjarfundarbúnaði 30.4.2021 kl. 13.00

Mætt eru: Jón Jónsson (formaður), Aðalsteinn Óskarson, Helga Harðardóttir, Kristján Þ.
Halldórsson, Esther Ösp Valdimarsdóttir, Angantýr Ernir Guðmundsson, Lína Björg
Tryggvadóttir. Auk stjórnarmanna sat fundinn Sigurður Líndal, verkefnisstjóri, sem ritar
fundargerð.


Formaður setur fundinn kl. 13.04 og býður fundarmenn velkomna. Gengið til dagskrár.


Dagskrá:

1. Staða mála í Strandabyggð
Rætt um 3 ný fyrirtæki sem stofnuð hafa verið á grundvelli styrkja úr Frumkvæðissjóði, sem
er afar ánægjulegt enda hafa ekki mörg fyrirtæki verið stofnuð í Strandabyggð síðastliðin
ár. Einnig rætt um að halda íbúafund í júní.


2. Mögulegt námskeið í stofnun fyrirtækja og umsóknargerð í haust
Góðar undirtektir við þá hugmynd og samstaða um að efla íbúa í leit að
atvinnusköpunartækifærum.


3. Úthlutunarathöfn
Styrkþegar kynni verkefni sín á íbúafundi. Úthlutunarathöfn 12. maí.


4. Önnur mál
Ákveðið að stefna að íbúafundi 15. júní 2021.


Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið 13.46

Sterkar Strandir

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. júní 2021
Fyrri síða1
2
Næsta síða
Síða 2 af 2
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón