Auka sveitarstjórnarfundur 1304 í Strandabyggð, 19.05.20
Sveitarstjórnarfundur 1304 í Strandabyggð
Auka fundur nr. 1304 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 19. maí 2020 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:02. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, Eiríkur Valdimarsson og Guðfinna Lára Hávarðardóttir. Gestir á fundinum voru: Salbjörg Engilbertsdóttir, skrifstofustjóri Strandabyggðar og Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Ársreikningur 2019- fyrri umræða
- Framkvæmdaáætlun 2020, endurskoðun
- KPMG – Viðbrögð Strandabyggðar við Covid-19
- Hitaveituáform - TRÚNAÐARMÁL
- Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar, 18.05.20
- Fundargerð Ungmennaráðs frá 11.05.20
- Aðalskipulag Strandabyggðar – skipan í verkefnisstjórn
- Húsnæðisverkefni Strandabyggðar, staðfesting á umsókn til HMS
- Matvælastofnun – umsögn Strandabyggðar vegna fjarlægðar milli þessa tveggja eldissvæða í Skötufirði
- Vestfjarðastofa, fundargerð nr. 26, frá 07.05.20
- Vestfjarðastofa – ársreikningur 2019
- Samband íslenskra sveitarfélaga – stjórnarfundur 883, frá 08.05.20
- Samband íslenskra sveitarfélaga – stuðningur við fráveituframkvæmdir
- Hafnarsamband Íslands, fundur nr. 422, frá 27.04.20.
Þá var gengið til dagskrár. Oddviti setti fundinn kl. 16:02 og bauð fundarmenn velkomna.
Oddviti boðaði afbrigði við dagskrá, sem er skipan í jafnréttisnefnd, sem var samþykkt. Sá liður verður nr. 15 á dagskrá.
- Ársreikningur 2019- fyrri umræða
Kristján Jónasson fór yfir ársreikning Strandabyggðar. Benti á nýmæli í gerð ársreikninga, sem er sérstök útskýring vegna Covid-19. Einnig var farið yfir sundurliðun ársreiknings 2019. Oddviti þakkaði Kristjáni og Salbjörgu fyrir þeirra innlegg. Oddviti leggur til að ársreikningi verði vísað til seinni umræðu og var það samþykkt.
- Framkvæmdaáætlun 2020, endurskoðun
Umfjöllun frestað til næsta fundar.
- KPMG – Viðbrögð Strandabyggðar við Covid-19
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
- Hitaveituáform – TRÚNAÐARMÁL
Fært í trúnaðarbók.
- Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar, 18.05.20
Oddviti rakti efni fundarins. Varðandi lið 2 samþykkti sveitarstjórn að vekja athygli á málinu gagnvart Vestfjarðastofu, til viðbótar tillögu nefndarinnar. Sveitarstjóra falið að koma áliti sveitarstjórnar til skila. Varðandi lið 3 er sveitarstjóra falið að boða til fundarins. Varðandi lið 5 samþykkir sveitarstjórn tillögur nefndarinnar og leggur jafnframt áherslu á að lög og reglur um grenjavinnslu og veiðar á hlaupadýrum séu virtar. Sveitarstjórn samþykkir tillögur nefndarinnar. Er sveitarstjóra falið að uppfæra reglur og kynna niðurstöðu nefndarinnar.
Sveitarstjórn samþykkti fundargerðin að öðru leyti.
- Fundargerð Ungmennaráðs frá 11.05.20
Lögð fram til kynningar.
- Aðalskipulag Strandabyggðar – skipan í verkefnisstjórn
Sveitarstjóri rakti minnisblað skipulagsfulltrúa. Oddviti lagði til að Ásta Þórisdóttir, Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir og Þorgeir Pálsson skipi nefndina, ásamt skipulagsfulltrúa; Þórði Má Sigfússyni. Sveitarstjórn samþykkti tillögu oddvita.
- Húsnæðisverkefni Strandabyggðar, staðfesting á umsókn til HMS
Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram með verkefnið.
- Matvælastofnun – umsögn Strandabyggðar vegna fjarlægðar milli eldissvæða í Skötufirði
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd.
- Vestfjarðastofa, fundargerð nr. 26, frá 07.05.20
Lögð fram til kynningar.
- Vestfjarðastofa – ársreikningur 2019
Lagður fram til kynningar.
- Samband íslenskra sveitarfélaga – stjórnarfundur 883, frá 08.05.20
Lagt fram til kynningar.
- Samband íslenskra sveitarfélaga – stuðningur við fráveituframkvæmdir
Lagt fram til kynningar.
- Hafnarsamband Íslands, fundur nr. 422, frá 27.04.20
Lagt fram til kynningar.
- Skipan í jafnréttisnefnd
Eftirtaldir aðilar eru skipaðir í nefndina: Eiríkur Valdimarsson, Ásdís Jónsdóttir og Hrafnhildur Þorsteinsdóttir. Sveitarstjórn fagnar tilvist nefndarinnar og samþykkir skipan hennar.
Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl.19.12.
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir
Ásta Þórisdóttir
Eiríkur Valdimarsson
Jón Gísli Jónsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir.