Sveitarstjórn - 18. mars 2008
Ár 2008 þriðjudaginn 18. mars var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Már Ólafsson, Jón Stefánsson og Ingibjörg Emilsdóttir varamaður. Einnig sat fundinn Lára Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
Oddviti kynnti dagskrá fundarins í 14 töluliðum, sem var eftirfarandi:
1. Skýrsla sveitarstjóra.
2. Erindi frá áhugamönnum um Steinshús.
3. Bréf frá Viðlagatryggingu Íslands.
4. Hugmynd Landverndar um veggangavæðingu á Vestfjörðum sem varanlega lausn á raunverulegum vanda.
5. Boð í vinabæjarheimsókn til Hole.
6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 15. febrúar 2008.
7. Bréf frá Siglingastofnun v/flýtingu framkvæmda og tjónastyrkur úr Hafnabótasjóði.
8. Erindi frá Laugarhóli ehf.
9. Skólamálastofnun Sambands íslenskra sveitarfélaga.
10. Erindi frá Golfklúbbi Hólmavíkur um samstarf.
11. Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga.
12. Fundargerð B.U.S frá 11. mars 2008.
13. Fundargerð Umhverfisnefndar frá 5. mars 2008.
14. Fundargerðir Menningarmálanefndar frá 20. febrúar 2008, 25. febrúar 2008 og 6. mars 2008.
Þá var gengið til dagskrár.
1. Skýrsla sveitarstjóra.
Í skýrslu sveitarstjóra er greint frá því að undirbúningi á sölu Broddanesskóla er í fullum gangi.
Formleg beiðni hefur borist Orkubúi Vestfjarða frá Strandabyggð, um að þeir falli frá forgangsákvæðinu í landi Nauteyrar. Ekki hefur borist formlegt svar frá Orkubúi Vestfjarða.
Gerð nýrrar vefsíðu og mun gerð hennar væntanlega verða lokið fljótlega eftir páska.
Þá er að lokum minnst á að Þórður Halldórsson óskar eftir skólaakstri yfir í Djúp eftir fyrstu vikuna í apríl. Einnig þarf að huga að bifreiðamálum í tengslum við skólaaksturinn. Rætt var um að starfsmenn áhaldahúss Strandabyggðar sjái um aksturinn fram á vor og var það samþykkt.
2. Erindi frá áhugamönnum um Steinshús.
Lagt fram erindi frá áhugamönnum um Steinshús og falast eftir eignarhluta Strandabyggðar í félagsheimilinu á Nauteyri. Ákveðið var að taka jákvætt í erindið en fresta afgreiðslu málsins þar sem eignarhluti er ekki ljós og enn er eftir að gera upp tryggingamál.
3. Bréf frá Viðlagatryggingu Íslands.
Borist hefur bréf frá Viðlagatryggingu Íslands varðandi skemmdir á hafnarmannvirkjum 30. desember sl. Lagt fram til kynningar.
4. Hugmynd Landverndar um veggangavæðingu á Vestfjörðum sem varanlega lausn á raunverulegum vanda.Borist hefur erindi frá Landvernd um veggangavæðingu á Vestfjörðum. Lagt fram til kynningar.
5. Boð í vinabæjarheimsókn til Hole.
Borist hefur boð í vinabæjarheimsókn til Hole. Ákveðið var að vísa erindinu til Menningarmálanefndar.
6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 15. febrúar 2008.
Borist hefur fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 15. febrúar sl. Lagt fram til kynningar.
7. Bréf frá Siglingastofnun v/flýtingu framkvæmda og tjónastyrkur úr Hafnabótasjóði.
Borist hefur bréf frá Siglingastofnun varðandi flýtingu framkvæmda og tjónastyrks úr hafnabótasjóði. Ákveðið var að samþykkja áætlun Siglingastofnunar varðandi stálþilsframkvæmd og einnig var ákveðið að samþykkja veittan styrk úr B-deild Hafnabótasjóðs allt að 6 millj. kr. til að lagfæra skemmdir á grjótvörn.
8. Erindi frá Laugarhóli ehf.
Borist hefur erindi frá Laugarhóli ehf. um að aðalfundur hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins. Samþykkt var að falla frá forkaupsrétti að hlutafé.
9. Skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Borist hefur Skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
10. Erindi frá Golfklúbbi Hólmavíkur um samstarf. Borist hefur erindi frá Golfklúbbi Hólmavíkur um samstarf og lögð fram drög að samkomulagi. Tekið var jákvætt í erindið en óskað er eftir viðræðum við Golfklúbbinn. Samþykkt samhljóða.
11. Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga.
Borist hefur fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga. Samþykkt var að sveitarstjóri sitji aðalfundinn fyrir hönd Strandabyggðar.
12. Fundargerð B.U.S frá 11. mars 2008.
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar frá 11. mars sl. Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
13. Fundargerð Umhverfisnefndar frá 5. mars 2008.
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Umhverfisnefndar Strandabyggðar frá 5. mars sl. Fundargerðin er samþykkt samhljóða. Einnig var samþykkt að samþykkja fundargerð Umhverfisnefndar frá 21. febrúar sl.
14. Fundargerðir Menningarmálanefndar frá 20. febrúar 2008, 25. febrúar 2008 og 6. mars 2008.
Lagðar eru fram til samþykktar fundargerðir Menningarmálanefndar Strandabyggðar frá 20. febrúar 2008, 25. febrúar 2008 og 6. mars 2008. Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 18:15.