A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 19. maí 2009

 

Ár 2009 þriðjudaginn 19. maí var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 20:20.  Rúna Stína Ásgrímsdóttir varaoddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hennar sátu fundinn Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson, Jón Stefánsson og Ásta Þórisdóttir varamaður.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:

 

Varaoddviti kynnti dagskrá fundarins í  12 töluliðum, sem var eftirfarandi:

 

  • 1. Beiðni frá Sýslumanninum á Hólmavík um umsögn vegna rekstrarleyfa.
  • 2. Erindi frá stjórn Héraðsbókasafns Strandasýslu vegna starfslýsingu bókavarðar.
  • 3. Beiðni frá Sauðfjársetri á Ströndum um styrk.
  • 4. Tilboð vegna gerð bæjarskiltis fyrir Strandabyggð.
  • 5. Beiðni um styrk vegna uppskeruferðar körfuboltaliðs Kormáks.
  • 6. Ráðningarsamningur framkvæmdastjóra bæjarhátíðarinnar Hamingjudagar.
  • 7. Eftirfylgni með Staðardagskrá 21.
  • 8. Kynning á verkefni ríkisstjórnarinnar um gerð sóknaráætlunar fyrir alla landshluta.
  • 9. Fundargerð umhverfisnefndar Strandabyggðar 7 maí 2009
  • 10. Fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar 18 maí 2009.
  • 11. Fundargerð heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
  • 12. Beiðni um fjárhelda girðingu utan um urðunarstað.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Beiðni frá Sýslumanninum á Hólmavík um umsögn vegna rekstrarleyfa. Borist hefur beiðni frá Sýslumanninum á Hólmavík þar sem leitað er eftir umsögn vegna rekstrarleyfa fyrir Gistiheimilið að Borgabraut 4, Gistiheimilið að Höfðagötu 1 og veitingastaðarins Café Riis. Sveitarstjórn samþykkir rekstur fyrirtækjanna fyrir sitt leyti og gerir engar athugasemdir.
  • 2. Erindi frá stjórn Héraðsbókasafns Strandasýslu vegna starfslýsingu bókavarðar. Borist hefur erindi frá stjórn Héraðsbókasafns Strandasýslu vegna starfslýsingu bókavarðar dags. 4. maí 2009 þar sem athugasemd er gerð við að ekki hafi verið haft samráð við stjórnina við gerð starfslýsingarinnar. Sveitarstjórn þakkar erindið og ábendinguna og leggur til að stjórnendur skólans geri starfslýsingu fyrir bókarvörð skólabókarsafns en stjórn Héraðsbókasafnsins útbúi starfslýsingu fyrir bókarvörð Héraðsbókasafnsins.
  • 3. Beiðni frá Sauðfjársetri á Ströndum um styrk. Borist hefur beiðni frá Sauðfjársetri á Ströndum dags. 13. maí þar sem farið er þess á leit að fá styrk að fjárhæð 1.500.000 kr. vegna starfsemi Sauðfjárseturs á Ströndum. Erindið var fyrst sent til Héraðsnefndar Strandasýslu í nóvember á síðasta ári en ekki borist svar við því. Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til Héraðsnefndar og fer fram á að því verði svarað hið fyrsta.
  • 4. Tilboð vegna gerð bæjarskiltis fyrir Strandabyggð. Borist hefur tilboð vegna gerð bæjarskiltis/götukorts fyrir Strandabyggð frá Ástu Þórisdóttur að fjárhæð 212.200 kr. Ásta Þórisdóttir vék af fundi. Sveitarstjórn samþykkti tilboðið með þremur atkvæðum en einn sat hjá. Ásta Þórisdóttir kom aftur inn á fundinn.
  • 5. Beiðni um styrk vegna uppskeruferðar körfuboltaliðs Kormáks. Borist hefur erindi dags. 4. maí 2009 þar sem farið er þess á leit að sveitarfélagið styrki ferðasjóð tveggja pilta frá Hólmavík vegna uppskeruferðar körfuboltafélagsins Kormáks á Hvammstanga. Samþykkt var að styrkja piltana um samtals 12.000 kr en Jón G. Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  • 6. Ráðningarsamningur framkvæmdastjóra bæjarhátíðarinnar Hamingjudagar. Lagður er fram ráðningarsamningur framkvæmdastjóra bæjarhátíðarinnar „Hamingjudaga". Samningurinn var samþykktur samhljóða.
  • 7. Eftirfylgni með Staðardagskrá 21. Lagður er fram verkefnalisti vegna Staðardagskrár 21 er lýtur að stofnunum sveitarfélagsins. Samþykkt var með fjórum atkvæðum að halda áfram að vinna eftir verkefnalistanum en margt hefur þegar áunnist í þeim efnum en einn sat hjá.
  • 8. Kynning á verkefni ríkisstjórnarinnar um gerð sóknaráætlunar fyrir alla landshluta. Borist hefur póstur þar sem kynnt eru verkefni ríkisstjórnarinnar um gerð sóknaráætlunar fyrir alla landshluta. Lagt fram til kynningar.
  • 9. Fundargerð umhverfisnefndar Strandabyggðar. Lögð er fram til samþykktar fundargerð umhverfisnefndar Strandabyggðar frá 7. maí 2009. Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
  • 10. Fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar. Lögð er fram til samþykktar fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar dags. 18. maí 2009. Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
  • 11. Fundargerð heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Lögð er fram fundargerð heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 11. maí 2009. Lagt fram til kynningar.
  • 12. Beiðni um fjárhelda girðingu utan um urðunarstað. Borist hefur erindi til kynningar frá Eysteini Gunnarssyni og Jensínu G. Pálsdóttur sem sent var Sorpsamlagi Strandasýslu vegna girðingar utan um urðunarstað. Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 21:21.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón