A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 2. júlí 2008

Ár 2008 miðvikudaginn 2. júlí var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson, Jón Stefánsson og Ásta Þórisdóttir varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.


Þetta var gert:

Oddviti leitaði afbrigða við boðaða dagskrá um að  7., 8. og 9. liðurinn yrði tekinn á dagskrá sem er fundargerð skólanefndar Grunn- og Tónskólans á Hólmavík, fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar Strandabyggðar og fundargerð Leikskólanefndar Strandabyggðar og var það samþykkt samhljóða. Oddviti kynnti þá dagskrá fundarins í 9 töluliðum, sem var eftirfarandi:


1. Skýrsla sveitarstjóra.
2. Ársreikningur Strandabyggðar, seinni umræða.
3. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um tillögur að gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði.
4. Erindi frá Bjarna Ó. Haraldssyni um styrk vegna útgáfu geisladisks.
5. Staðardagskrá 21 fyrir Strandabyggð.
6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða.
7. Fundargerð Skólanefndar Grunn- og Tónskóla Strandabyggðar dags. 26. júní 2008.
8. Fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar Strandabyggðar dags. 21. maí 2008.
9. Fundargerð Leikskólanefndar Strandabyggðar dags. 2. júlí 2008.

Þá var gengið til dagskrár.


1. Skýrsla sveitarstjóra. 
Greint er frá því að skólabifreiðin er komin á Borðeyri þar sem gert verður við ryðskemmdir og hún sprautuð. Verður því ekki hægt að nýta hana í sumar en gert er ráð fyrir því að fá skólabifreiðina afhenta um miðjan ágústmánuð. 

Þá er einnig greint frá því að Kristín S. Einarsdóttir getur ekki farið á fyrirhugað vinabæjarmót í Hole, Noregi.


2. Ársreikningur Strandabyggðar, seinni umræða. 
Lagður er fram ársreikningur Strandabyggðar til seinni umræðu ásamt sundurliðun og skýringum. Eftir umræður og fyrirspurnir bar oddviti upp ársreikning Strandabyggðar árið 2007 til samþykktar og var hann samþykktur samhljóða.


3. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um tillögur að gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði. 
Borist hefur erindi dags. 11. júní 2008 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga þar sem greint er frá tillögum að gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði ásamt því að sveitarfélagið tilnefni annan fulltrúa í Svæðisskipulagsnefnd en þegar er búið að tilnefna Matthías Lýðsson. Samþykkt var samhljóða að tilnefna Ástu Þórisdóttur. Þá er lagt til að Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd verði undirnefnd fyrir svæðisskipulagið og var það samþykkt samhljóða.


4. Erindi frá Bjarna Ó. Haraldssyni um styrk vegna útgáfu geisladisk. 
Borist hefur erindi frá Bjarna Ó. Haraldssyni dags. 17. júní 2008 þar sem óskað er eftir styrkveitingu við útgáfu á geisladiski með frumsömdu efni eftir Bjarna sjálfan en textar eru m.a. eftir Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur og Arnar S. Jónsson. Lagt er til að styrkja Bjarna um 25.000 kr. og var það samþykkt samhljóða.


5. Staðardagskrá 21 fyrir Strandabyggð. 
Lögð er fram til samþykktar Staðardagskrá 21 fyrir Strandabyggð en dagskránni er ætlað að verða stefnumótandi fyrir sveitarfélagið í öllum rekstri þess. Staðardagskráin er samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum en einn greiddi atkvæði á móti.


6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. 
Borist hefur fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða dags. 20. júní 2008. Lagt fram til kynningar.  Sveitarstjórn Strandabyggðar gerir eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn Strandabyggðar kallar eftir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem átti fyrir lifandis löngu að vera búið að skila til sveitarstjórna á Vestfjörðum."


7. Fundargerð Skólanefndar Grunn- og Tónskólans í Strandabyggð dags. 26. júní 2008. 
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Skólanefndar Grunn- og Tónskólans í Strandabyggð frá 26. júní 2008.  Fundargerðin var samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn þakkar sérstaklega aðstandendum sýningarinnar "Dýrin í Hálsaskógi" sem var frábært framtak.


8. Fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar Strandabyggðar dags. 21. maí 2008.  
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar Strandabyggðar frá 21. maí 2008. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.


9. Fundargerð Leikskólanefndar Strandabyggðar dags. 2. júlí 2008. 
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Leikskólanefndar Strandabyggðar frá. 2. júlí 2008. Fundargerðinni er frestað að sinni.


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:05. 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón