A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar - 12. janúar 2011

Sveitarstjórnarfundur nr. 1175 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar miðvikudaginn 12. janúar 2011. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Strandabyggðar og hófst kl. 18:15. Á fundinum voru Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Katla Kjartansdóttir auk oddvita sveitarstjórnar, Jóns Gísla Jónssonar sem setti fundinn og bauð viðstadda velkomna.  Sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Valgeirsdóttir, sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. 

 

Dagskráin var eftirfarandi:

 

1. Skýrsla sveitarstjóra (sjá hér)

2. Erindi frá Hólmadrangi vegna byggðakvóta 2010/2011, dags. 5. janúar 2011

3. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011, erindi dags. 22. desember 2010

4. Minnisblað um málefni leikskólans Lækjarbrekku, erindi dags. 7. janúar 2011

5. Tillaga um flutning skrifstofu Strandabyggðar, dags. 7. janúar 2011

6. Tilboð vegna hönnunar á neðstu hæð Þróunarsetursins, dags. 3. desember 2010

7. Húsnæðismál á Hólmavík, erindi frá Hornsteinum, dags. 15. desember 2010

8. Loftmyndir af Strandabyggð, erindi frá Hallvarði Aspelund dags. 7. janúar 2011

9. Erindi frá Einari K. Guðfinnssyni um húshitunarkostnað og endurgreiðslu á virðisaukaskatti af varmadælum, dags. 22. desember 2010

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Skýrsla sveitarstjóra (sjá hér)


Skýrsla sveitarstjóra lögð fram til kynningar.

 

2. Erindi frá Hólmadrangi ehf. vegna byggðakvóta 2010/2011, dags. 5. janúar 2011


Bréf lagt fram til kynningar og Hólmadrangi ehf. þakkað fyrir erindið. Sveitarstjóra falið að svara erindinu skriflega.

 

3. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011, erindi dags. 22. desember 2010


Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingu á 4. grein reglugerðar 999/2010, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa fiskveiðiárið 2010/2011:


- Helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt á milli fiskiskipa

- Helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs, 2009/2010

 

Í bréfi ráðuneytis dags. 22. desember 2010 kemur fram að ráðuneytið leggur ríka áherslu á að byggðakvóta sé landað til vinnslu innan viðkomandi byggðarlags/sveitarfélags. Sveitarstjóri og oddvitar hafa fundað með Magnúsi Bragasyni fiskverkanda á Hólmavík sem lýsir yfir eindregnum vilja til að taka á móti aflanum til vinnslu. Sveitarstjórn fagnar eflingu fiskvinnslu í Strandabyggð.

 

Í bréfi ráðuneytisins kemur einnig fram að í reglum ráðuneytisins hefur verið fellt niður 15 tonna hámark á fiskiskip og að gerð er krafa um að ekki hafi verið flutt meira aflamark í þorskígildum talið á fiskveiðiárinu 2010/2011 frá viðkomandi fiskiskipum en flutt hefur verið til þeirra þegar afhending aflamarks á sér stað.

 

Fiskistofa annast úhlutun byggðakvótans til fiskiskipa á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.

 

4. Minnisblað um málefni leikskólans Lækjarbrekku, erindi dags. 7. janúar 2011


Sveitarstjórn samþykkir að ráðast verði í þær framkvæmdir sem þarf til að eyða biðlista vorönnina 2011 í samráði við sveitarstjóra og nýráðinn leikskólastjóra sem er boðinn velkominn til starfa.

 

5. Tillaga um flutning skrifstofu Strandabyggðar, dags. 7. janúar 2011


Sveitarstjórn samþykkir tillögu um flutning á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3.

 

6. Tilboð vegna hönnunar á neðstu hæð Þróunarsetursins, dags. 3. desember 2010


Sveitarstjórn hafnar tilboðinu og þakkar Kjartani Árnasyni arkitekt fyrir gott samstarf.

 

7. Húsnæðismál á Hólmavík, erindi frá Hornsteinum, dags. 15. desember 2010


Jón Gísli Jónsson oddviti, vék af fundi. Sveitarstjórn fagnar erindinu og samþykkir að fara í viðræður við Hornsteina um hugsanlegt samstarf. Eftirfarandi aðilar eru skipaðir í viðræðunefnd: Jóhann L. Jónsson, Valgeir Örn Kristjánsson og Viðar Guðmundsson.

 

8. Loftmyndir af Strandabyggð, erindi frá Hallvarði Aspelund dags. 7. janúar 2011


Sveitarfélagið Strandabyggð er eingöngu með samning við Loftmyndir um mynd af urðunarsvæði Strandabyggðar og svæðinu í kring. Sveitarstjóri er reiðbúinn að veita milligöngu um samninga um notkun á myndum af Strandabyggð frá Loftmyndum til hnitsetningu jarða, en jarðeigendur standi straum af kostnaði við samninginn.

 

9. Erindi frá Einari K. Guðfinnssyni um húshitunarkostnað og endurgreiðslu á virðisaukaskatti af varmadælum, dags. 22. desember 2010


Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn fagnar erindinu og felur sveitarstjóra að skrifa bréf til þingmanna kjördæmisins með áskorun um að styðja við frumvarpið á Alþingi. Sveitarstjórn mótmælir hækkun á raforkuverði og því misrétti sem af því stafar í búsetu og atvinnusköpun, annars vegar á heitum og köldum svæðum á landinu og hinsvegar í þéttbýli og dreifbýli.  

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 19:55

 

Jón Gísli Jónsson,
Jón Jónsson,
Ásta Þórisdóttir,
Katla Kjartansdóttir
Bryndís Sveinsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón