A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1225 - 15. júlí 2014

Fundur nr.  1225 í sveitarstjórn Strandabyggð var haldinn þriðjudaginn 15. júlí  2014 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Haraldur V. A. Jónsson, Viðar Guðmundsson, Ingibjörg Emilsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Boðun á XXVIII landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, 04/07/2014
  2. Bréf frá sveitarstjóra Dalabyggðar – kynning á niðurstöðu könnunar vegna sameiningar sveitarfélaga, 03/07/2014
  3. Bréf frá Fiskmarkaði Hólmavíkur, tilkynning um greiðslu arðs, 30/06/2014
  4. Bréf frá Skíðafélagi Strandamanna, þakkir fyrir veittan stuðning, 02/07/2014
  5. Erindi frá Tómstundafulltrúa Esther Ösp Valdimarsdóttur, umsókn um launað námsleyfi, 01/07/2014
  6. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfjarða, skipan í Framkvæmdaráð vegna umhverfisvottunar starfsemi sveitarfélaganna á Vestfjörðum, 23/06/2014
  7. Erindi frá Sævari Benediktssyni, endurnýjur umsóknar um kaup á gamla vatnstankinum, dagsett 06/07/2014
  8. Bréf frá Umhverfisstofnun og samningur varðandi endurgreiðslu til sveitarfélaga vegna refaveiða, 11/07/2014
  9. Tillaga að reglum varðandi skiptingu fjárframlaga sveitarféalgsins til stjórnmálasamtaka
  10. Kosning endurskoðanda Strandabyggðar
  11. Skipun fulltrúa í áfallateymi Strandabyggðar
  12. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, 26/06/2014
  13. Fundargerð framkvæmdaráðs vegna umhverfisvottunar EarthCheck, 09/07/2014
  14. Fundargerð 89 fundar NAVE, 22/05/2014
  15. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, 25/06/2014
  16. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, 10/07/2014

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Boðun á XXVIII landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, 04/07/2014

    Bréf lagt fram til kynningar.
  2. Bréf frá sveitarstjóra Dalabyggðar – kynning á niðurstöðu könnunar vegna sameiningar sveitarfélaga, 03/07/2014

    Sveitarstjórn fagnar bréfinu og  vill gjarnan funda með forsvarsmönnum  Dalabyggðar og ræða möguleika sameiningar sveitarfélaga.
  3. Bréf frá Fiskmarkaði Hólmavíkur, tilkynning um greiðslu arðs, 30/06/2014

    Bréf lagt fram til kynningar.
  4. Bréf frá Skíðafélagi Strandamanna, þakkir fyrir veittan stuðning, 02/07/2014

    Bréf lagt fram til kynningar.
  5. Erindi frá Tómstundafulltrúa Esther Ösp Valdimarsdóttur, umsókn um launað námsleyfi, 01/07/2014

    Sveitarstjórn samþykkir að tómstundafulltrúi haldi launum sínum í námsleyfi  dagana 30. ágúst til 7. september enda samræmist það reglum sveitarfélagsins um launað námsleyfi.
  6. Bréf frá Fjórðungssambandi Vestfjarða, skipan í Framkvæmdaráð vegna umhverfisvottunar starfsemi sveitarfélaganna á Vestfjörðum, 23/06/2014

    Sveitarstjórn samþykkir að skipa Ástu Þórisdóttur sem fulltrúa Strandabyggðar í framkvæmdaráði vegna umhverfisvottunar á starfsemi sveitarfélaganna á Vestfjörðum.
  7. Erindi frá Sævari Benediktssyni, endurnýjur umsóknar um kaup á gamla vatnstankinum, dagsett 06/07/2014

    Sveitarstjórn Strandabyggðar hafnar erindi Sævars Benediktssonar.  Sveitarstjórn hefur tekið þá  ákvörðun að auglýsa gamla vatnstankinn til sölu á haustmánuðum 2014.
  8. Bréf frá Umhverfisstofnun og samningur varðandi endurgreiðslu til sveitarfélaga vegna refaveiða, 11/07/2014

    Sveitarstjórn felur sveitastjóra að ganga fram framlögðum samningi.
  9. Tillaga að reglum varðandi skiptingu fjárframlaga sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka

    Vísað er til 5. gr. laga númar 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra en þar segir til um hvernig þessu skuli háttað.

    http://www.althingi.is/lagas/nuna/2006162.html
     
  10. Kosning endurskoðanda Strandabyggðar

    Sveitarstjórn samþykkir að kjósa Kristján Jónasson sem endurskoðanda Strandabyggðar.
  11. Skipun fulltrúa í áfallateymi Strandabyggðar

    Sveitarstjórn skipar þær  Önnu Guðlaugsdóttur, Maríu Játvarðardóttur og Sigríði Óladóttur í áfallateymi Strandabyggðar og þau Viðar Guðmundsson, Hlíf Hrólfsdóttur og Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur til vara. Lagt er til að María Játvarðardóttir sé formaður nefndarinnar og að áfallaáætlun Strandabyggðar verði gerð.
  12. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, 26/06/2014

    Varðandi síðustu málsgrein í lið 3 í fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 26. júní 2014, þá lýsir sveitarstjórn Strandabyggðar furðu sinni á tillögu Fjórðungssambands Vestfjarða um að aðalskrifstofa lögreglu verði á Patreksfirði og aðalskrifstofa sýslumanns á Ísafirði og ítrekar ályktun sveitarstjórnar Standabyggðar frá 24. júní 2014.
  13. Fundargerð framkvæmdaráðs vegna umhverfisvottunar EarthCheck, 09/07/2014

    Sveitarstjórn samþykkir sérstaklega liði 2 og 3 í fundargerð Framkvæmdaráðs umhverfisvottunar. Að öðru leiti er fundargerðin lögð fram til kynningar.
  14. Fundargerð 89. fundar NAVE, 22/05/2014

    Fundargerð lögð fram til kynningar.
  15. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, 25/06/2014

    Fundargerð samþykkt í heild sinni.
  16. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, 10/07/2014

    Fundargerð  samþykkt í heild sinni.
     

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:13

 

Jón Gísli Jónsson

Haraldur V. A. Jónsson                          

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Viðar Guðmundsson                                             

                                                                                                                  

 

14. júlí 2014
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón