Sveitarstjórnarfundur 1288 í Strandabyggð, 16.4.19
Sveitarstjórnarfundur 1288 í Strandabyggð
Fundur nr. 1288 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 16. apríl 2019 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Gísli Jónsson og Pétur Matthíasson. Guðfinna Lára Hávarðardóttir boðaði forföll. Engir varamenn voru tiltækir. Fundarritari Þorgeir Pálsson.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Ársreikningur Strandabyggðar vegna 2018 – fyrri umræða
2. Beiðni um tilnefningu í verkefnaráð vegna undirbúnings vegna uppsetningar tengivirkis í Djúpi og tengingu Hvalár
3. Fréttatilkynning 9. apríl 2019 – viðburðir á aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands, lagt fram til kynningar
4. Málalykill Strandabyggðar 2019-2024
5. Veraldarvinir, fyrirspurn um samstarf
6. THE Ráðgjöf – kynning á húsnæðisvalkostum.
Oddviti setti fundinn kl 16:00.
Þá var gengið til dagskrár.
1. Ársreikningur Strandabyggðar vegna 2018 – fyrri umræða
Ársreikningur Strandabyggðar fyrir árið 2018 lagður fram til fyrri umræðu
Haraldur Örn Reynisson og Salbjörg Engilbertsdóttir mæta til fundar kl. 16:00
Haraldur Örn Reynisson frá KPMG og endurskoðandi sveitarfélagsins mætir til fundar og fer yfir ársreikning 2018 ásamt skýringum með honum og svaraði spurningum sveitarstjórnarmanna.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt fyrirliggjandi ársreikningi A og B hluta við fyrri umræðu, var neikvæð um 6.043 þús. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 12.8 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2018 nam 337,6 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 410,1 millj. kr.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum til seinni umræðu.
Haraldur Örn og Salbjörg víkja af fundi kl. 17:30.
2. Beiðni um tilnefningu í verkefnaráð vegna undirbúnings vegna uppsetningar tengivirkis í Djúpi og tengingu Hvalár
Rætt var um tilnefningu í verkefnaráðið. Oddviti býður sig fram sem aðalmann í ráðið. Tillaga að varamanni í verkefnaráðið er Þorgeir Pálsson.
Sveitarstjórn samþykkir báðar tilnefningar. Sveitarstjóra falið að tilkynna Landsneti niðurstöðuna.
3. Fréttatilkynning 9. apríl 2019 – viðburðir á aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands, lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
4. Málalykill Strandabyggðar 2019-2024
Sveitarstjórn samþykkir málalykilinn samhljóma.
5. Veraldarvinir, fyrirspurn um samstarf
Sveitarstjórn getur ekki orðið við beiðni um að útvega gamalt húsnæði, þar sem slíkt húsnæði í eigu sveitarfélagsins er ekki til. Hins vegar lýsir sveitarstjórn sig áhugasama um að skoða aðra samstarfsmöguleika. Sveitarstjóra er falið að ræða við Veraldarvini um hugsanlega samstarfsfleti.
6. THE Ráðgjöf – kynning á húsnæðisvalkostum.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17.52
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Jón Gísli Jónsson
Pétur Matthíasson.