Sveitarstjórnarfundur 1294 í Strandabyggð, aukafundur, 26. september 2019
Sveitarstjórnarfundur 1294 í Strandabyggð
Fundur nr. 1294 - aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn fimmtudaginn 26. september 2019 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Ásta Þórisdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Jón Gísli Jónsson og Jón Jónsson.. Fundarritari Þorgeir Pálsson.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Afgreiðsla verklagslýsingar vegna fjárhagsáætlanagerðar
- Tillögur milliþinganefndar um breytingar á samþykktum og þingsköpum Fjórðungssambandsins
- Niðurstaða úthlutunarnefndar styrkveitinga, haust 2019
- Fundargerð Vestfjarðastofu nr 19, 12.08.
- Fundargerð Fræðslunefndar, 9.9.19
- Fundargerð Stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga, fundur 873
- Fundargerð Siglingaráðs, fundur 16.
- Erindi frá Skíðafélagi Strandamanna, styrkbeiðni vegna kaupa á snjótroðara, frá 14. maí 2019
- Erindi frá Strandakúnst, umsókn um endurnýjun á stöðuleyfi, frá US nefndar fundi 9. september 2019
- Viðbrögð við fólksfækkun, endurmat verkefnalista Jóns Jónssonar, frá sveitarstjórnarfundi 11. júní 2019
- Skipan fulltrúa í samráðshóp um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna, frá sveitarstjórnarfundi 11. júní 2019
- Skipan fulltrúa í nefndir Strandabyggðar
- Fundur sveitarstjórnar með Ungmennaráði.
Þá var gengið til dagskrár. Oddviti setti fundinn kl 16.02 og bauð fundarmenn velkomna.
- Afgreiðsla verklagslýsingar vegna fjárhagsáætlanagerðar
Oddviti reifaði forsögu málsins. Mikilvægt væri að aðskilja umræðu um rekstur og framkvæmdir. Sveitarstjóri sýndi tímaás og helstu vörður í ferlinu, byggða á fundi með oddvita 26.9.19. Umræða spannst um ábyrgð sveitastjórnar og mikilvægi undirbúnings og eftirfylgni við framkvæmdir. Sveitarstjórn samþykkti tillögu að verklagi samhljóma.
- Tillögur milliþinganefndar um breytingar á samþykktum og þingsköpum Fjórðungssambandsins
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögurnar.
- Niðurstaða úthlutunarnefndar styrkveitinga, haust 2019
Lagt fram til kynningar. Tillaga kom fram að skipuleggja viðburð 1. október n.k. við afhendingu styrkvilyrða. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna samhljóma. Sveitarstjóra falið að tilkynna styrkhöfum og undirbúa viðburð.
- Fundargerð Vestfjarðastofu nr 19, 12.08.
Lagt fram til kynningar.
- Fundargerð Fræðslunefndar, 9.9.19
Leiðrétt var dagsetning á fundargerð, en rétt dagsetning er 19.9.2019. Formaður rakti efni fundarins.
Varðandi lið 1. í fundargerð er um að ræða tilfærslu á tímamagni. Sveitarstjórn samþykkir tilfærsluna.
Rætt var um endurskoðun á reglum varðandi skólaakstur. Sveitarstjóra falið að ræða við skólastjóra um þessar breytingar og koma málinu í farveg.
Varðandi lið 6. Sveitarstjórn fagnar tillögunni um fría frístund og telur forvarnargildi og gæði frístundarinnar augljóst. Einnig var rætt um þá tilraun að auka opnunartíma í félagsstarf Ozon og er það tilraunaverkefni fram að áramótum.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna um fría frístund sem tilraunaverkefni fram að áramótum, en jafnframt að skoða framhaldið samhliða fjárhagsáætlanagerð. Skólastjóra Grunnskólans og tómstunda- og íþróttafulltrúa er falið að halda utan um þróun þessara verkefna og koma niðurstöðum á framfæri við gerð fjárhagsáætlunar.
Varðandi lið 9, um að hafa leikskólann lokaðan 27. desember, 30. desember og 2. janúar og gefa starfsfólki frí á launum; spannst umræða um nýtingu á leikskólaplássi á þessum tíma og þá þjónustuskerðingu sem í þessu fælist. Á móti er ljóst að nýting er mjög lítil á þessum tíma.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með þeim formerkjum að hér sé verið að mæta lítilli nýtingu á þessum tíma og að þeim foreldrum sem sannarlega þurfa á þjónustunni að halda, verði boðin lausn. Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum. Ásta Þórisdóttir og Jón Jónsson sátu hjá.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.
- Fundargerð Stjórnar Sambands slenskra Sveitarfélaga, fundur 873
Lögð fram til kynningar. Fram kom ánægja með að fá þessar fundargerðir.
- Fundargerð Siglingaráðs, fundur 16.
Lögð fram til kynningar.
- Erindi frá Skíðafélagi Strandamanna, styrkbeiðni vegna kaupa á snjótroðara, frá 14. maí 2019
Sveitarstjórn telur mikilvægt að styðja við Skíðafélagið enda félagið dugmikið og öflugt, allan ársins hring. Ákvörðun um fjárhagslegan stuðning er vísað í fjárhagsáætlanagerð 2020.
- Erindi frá Strandakúnst, umsókn um endurnýjun á stöðuleyfi, frá US nefndar fundi 9. september 2019
Jón Jónsson og Jón Gísli Jónsson víkja af fundi. Umræða spannst um framtíðarlausn fyrir starfsemina. Sveitarstjórn samþykkir samróma.
Jón Jónsson og Jón Gísli Jónsson taka aftur sæti á fundinum.
- Viðbrögð við fólksfækkun, endurmat verkefnalista Jóns Jónssonar, frá sveitarstjórnarfundi 11. júní 2019
Jón Jónsson gerði grein fyrir tveimur hugmyndum varðandi þessa umræðu, annars vegar um íbúafund í Strandabyggð og hins vegar um ráðningu ferðamála- og kynningarfulltrúa Strandabyggðar.
Varðandi íbúafund væri lögð áhersla á hugmyndir búa og hvernig samfélagið gæti brugðist við fólksfækkun. Fá mætti gesti á fundinn sem hafa sérstaklega skoðað búsetumál og tækifæri og ógnanir tengdum fólksfækkun. Var Jóni Jónssyni falið að vinna hugmyndinni framgang.
Varðandi ráðningu ferðamála- og kynningarfulltrúa í Strandabyggð, hefur þeirri hugmynd þegar verið vísað til fjárhagsáætlanagerðar 2020.
Sveitarstjóra falið að ræða við Vestfjarðastofu um hugsanlega aðkomu að ráðningu starfskrafts til Strandabyggðar. Einnig að ræða við nágrannasveitarfélögin um hugmyndina um sameiginlegan starfskraft í ferða- og kynningarmál.
- Skipan fulltrúa í samráðshóp um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna, frá sveitarstjórnarfundi 11. júní 2019
Oddviti leggur til að Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir taki sæti í samráðshópnum fyrir hönd Strandabyggðar. Jafnframt er lagt til að Ásta Þórisdóttir verði varamaður. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna.
Sveitarstjóra er falið að gera lista yfir fulltrúa Strandabyggðar í nefndum, ráðum og vinnuhópum og birta á vef Strandabyggðar.
- Skipan fulltrúa í nefndir Strandabyggðar
Varðandi Umhverfis- og skipulagsnefnd er lagt til að Ágúst Helgi Sigurðsson taki sæti sem aðalmaður. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna. Skipan varamanns í Umhverfis- og skipulagsnefnd er frestað til næsta fundar.
Skipan nefndarmanna í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd er frestað til næsta fundar.
Varðandi Fræðslunefnd, er lagt til að Ágúst Þormar Jónsson taki sæti sem 1. varamaður. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna.
- Fundur sveitarstjórnar með Ungmennaráði.
Sveitarstjórn fagnar kosningu nýs Ungmennaráðs og leggur til að komið verði á fundi í nóvember. Tómstunda- og íþróttafulltrúa falið að undirbúa fundinn.
Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18.50.
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir
Ásta Þórisdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson.