A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1310 í Strandabyggð, 13.10.20

 

Sveitarstjórnarfundur 1310 í Strandabyggð

Fundur nr.  1310 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 13. október 2020 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Pétur Matthíasson. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Lánsumsókn vegna kaupa á Hafnarbraut 25
  2. Viðauki vegna kaupa á Hafnarbraut 25
  3. Fjárhagsáætlun 2021
  4. Fundargerðir nefnda
    1. Fræðslunefnd, frá 8.10.20
    2. Umhverfis- og skipulagsnefnd, frá 12.10.20
  5. Forstöðumannaskýrslur
  6. Skipan í nefndir
  7. Starfsmannastefna Strandabyggðar – drög
  8. Fjarvistarstefna Strandabyggðar – drög
  9. Snjómokstursreglur – drög
  10. Úthlutun byggðakvóta 2020/2021
  11. Eignarhlutur í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna – til kynningar
  12. Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi
  13. Umsókn um breytt heiti lóðar
  14. Ljósmyndir JK – til kynningar
  15. Erindi vegna Jakobínutúns
  16. Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda, frá 22.09.20
  17. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps – til kynningar
  18. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundir 887 og 888 – til kynningar
  19. Hafnarsamband Íslands, fundir nr. 425 og 426 – til kynningar
  20. Stjórn Vestfjarðastofu, fundir 28 og 29 – til kynningar
  21. Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, fundur nr 59, 09.10.20

 

 

Þá var gengið til dagskrár.  Oddviti setti fundinn kl. 16.02 og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Lánsumsókn vegna kaupa á Hafnarbraut 25

Vegna kaupa sveitarfélagsins á eigninni Hafnarbraut 25 (kjallari og 1. hæð) er hér með gerð eftirfarandi bókun:

 

„Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi 13. október 2020 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 32.000.000 með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

 

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

 

Er lánið tekið til fjármögnunar á kaupum og framkvæmdum við stjórnsýsluhús sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, kt. 100463-5989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun.“

 

Sveitarstjórn samþykkir lánsumsóknina.

 

  1. Viðauki vegna kaupa á Hafnarbraut 25

Sveitarstjórn samþykkir viðaukann sem er svohljóðandi:  „Viðauki við fjárhagsáætlun 2020, viðauki 3:  Kaup á eigninni Hafnarbraut 25, kjallari og miðhæð. Sveitarstjórn Strandabyggðar ákvað kaup á húseigninni að Hafnarbraut 25, áður húsnæði ArionBanka og náði samkomulagi um það við bankann. Tilgangur kaupanna er margþættur: 1. Bæta og einfalda aðgengi íbúa að þjónustu skrifstofu og starfsfólks

Strandabyggðar, 2. Skapa laust skrifstofurými í Þróunarsetrinu, þannig að færi skapist á að sækja í t.d. störf án staðsetningar og eins að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að hefja rekstur í Strandabyggð, 3. Skapa eiginlegt stjórnsýsluhús í Strandabyggð. Embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum er á efri hæð hússins. Kostnaður: Kaupverð er 29.500.000.- skilgreindur var kostnaður við flutning og standsetningu kr. 2.500.000.- Fjármögnun: Lánasjóður sveitarfélaga ohf, lán kr. 32.000.000.- Lán nr. 20120-91“

 

  1. Fjárhagsáætlun 2021

Salbjörg Engilbertsdóttir, kom inn á fundinn.  Guðmundur Pálsson, ráðgjafi hjá KPMG, kom inn á fundinn í fjarbúnaði og sagði frá vinnu við fjárhagslega úttekt á sveitarfélaginu, sem KPMG vinnur að.  Stefnt er að því að sú vinna klárist fljótlega og að hægt verði að nýta þá niðurstöðu við fjárhagsáætlanagerð.

 

Rætt var um skipulag fjárhagsáætlanagerðar og ákveðið að halda vinnufund þegar vinna KPMG lægi fyrir.  Guðmundur og Salbjörg yfirgáfu síðan fundinn.

 

  1. Fundargerðir nefnda
    1. Fræðslunefnd, frá 8.10.20

Formaður fór yfir dagskrá fundarins.  Rætt var um skólaþing og að hafa það rafrænt.  Starfsemi gengur almennt vel.  Sveitarstjórn samþykkti fundargerðina.

 

    1. Umhverfis- og skipulagsnefnd, frá 12.10.20

Formaður rakti efni fundarins. Sveitarstjórn samþykkti fundargerðina.

 

  1. Forstöðumannaskýrslur

Lagt fram til kynningar, en bent á að gera fulla grein fyrir verkefnum.

 

  1. Skipan í nefndir

Oddviti lagði til að Eiríkur Valdimarsson taki við sem formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar og að Jón Gísli Jónsson taki við sem formaður Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar.  Tillagan var samþykkt.  Fulltrúa vantar í nokkrar nefndir og er afgreiðslu frestað til næsta fundar. Sveitarstjóra falið að taka saman yfirlit.

 

  1. Starfsmannastefna Strandabyggðar – drög

Rætt var um að færa fjarvistarstefnu undir starfsmannastefnu.  Góð umræða spannst um einstök efnistök.  Endanlegt skjal verður sent til umsagnar meðal forstöðumanna.  Sveitarstjóra falið að halda áfram með þessa vinnu og leggja fram lokadrög á næsta sveitarstjórnarfundi.

 

  1. Fjarvistarstefna Strandabyggðar – drög

Lagt er til að sameina fjarvistarstefnu starfsmannastefnu, sbr lið 7.

 

  1. Snjómokstursreglur – drög

Rætt var um forsendur og viðmið og ákveðið að fullgera lokadrög fyrir næsta sveitarstjórnarfund.  Sveitarstjóra falið að vinna lokadrög.

 

  1. Úthlutun byggðakvóta 2020/2021

Pétur Matthíasson víkur af fundi.  Sveitarstjórn samþykkti tillögu að viðbótarreglum vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2020/2021, sem er svohljóðandi: „Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingar á 4. grein reglugerðar 685/2018:  25% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt á milli fiskiskipa, 75% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta

fiskveiðiárs, 2019/2020. Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingar á 6. grein reglugerðar 685/2018:  Vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 685/2018 verði felld niður“. Pétur Matthíasson tekur sæti á fundinum að nýju.

 

  1. Eignarhlutur í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi

Sveitarstjóra falið að kanna forsendur umsóknar.

 

  1. Umsókn um breytt heiti lóðar

Sveitarstjórn samþykkir beiðnina. 

 

  1. Ljósmyndir JK – til kynningar

Til kynningar.

 

  1. Erindi vegna Jakobínutúns

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið.  Sveitarstjóra falið að kanna forsögu málsins.

 

  1. Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda, frá 22.09.20

Lögð fram til kynningar.

 

  1. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps – til kynningar

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytinguna.

 

  1. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundir 887 og 888 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Hafnarsamband Íslands, fundir nr. 425 og 426 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Stjórn Vestfjarðastofu, fundir 28 og 29 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, fundur nr. 59, 09.10.20

Sveitarstjórn ræddi stjórnarsetu og felur sveitarstjóra að kanna möguleika á breytingu fulltrúa Strandabyggðar í stjórn, vegna aðalfundar 30. október n.k.

 

Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 18.35.

 

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Gísli Jónsson

Pétur Matthíasson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón