Sveitarstjórnarfundur 1311 í Strandabyggð, 10.11.20
Sveitarstjórnarfundur 1311 í Strandabyggð
Fundur nr. 1311 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 10. nóvember 2020 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:04. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Jón Jónsson. Pétur Matthíasson boðaði forföll. Gestur á fundinum: Salbjörg Engilbertsdóttir. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Ákvörðun um notkun fjarfunda sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins
- Fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024, 1. umræða
- Ákvörðun um útsvarsprósentu 2021
- Hitaveita - TRÚNAÐARMÁL
- Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 – skerðing framlaga Jöfnunarsjóðs
- Fundargerðir nefnda
- Velferðarnefnd frá 15.10.20
- Ungmennaráð frá 09.11.20
- Forstöðumannaskýrslur
- Strandir.is, tilboð um upplýsingamiðlun
- Erindi Jóns Jónssonar – umsókn til Húsafriðunarsjóðs
- Brothættar byggðir, fundargerð frá 16.10.20
- Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi
- Áfangastaðaáætlun Vestfjarða 2020, drög
- Ályktun Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Húnaþings Vestra og Strandabyggðar um afurðaverð í sauðfjárrækt
- Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, fundur 130 frá 15.10.20
- Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundir 889 og 890 – til kynningar
- Hafnarsamband Íslands, fundir nr. 427 – til kynningar
- Stjórn Vestfjarðastofu, fundur 30 – til kynningar
- Stytting vinnuviku – kynning
- Boðun landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga
Þá var gengið til dagskrár. Oddviti setti fundinn kl. 16.04 og bauð fundarmenn velkomna.
Því næst boðaði oddviti afbrigði sem er: erindi Strandagaldurs frá 09.11.20 þar sem óskað er eftir samstarfi við Strandabyggð, sem verður liður 20 í fundardagskrá. Sveitarstjórn samþykkti afbrigðið.
- Ákvörðun um notkun fjarfunda sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins
Með vísan í heimild sveitarstjórna til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, sem hefur verið framlengd til 10. mars 2021, leggur sveitarstjórn Strandabyggðar hér með til að nýta þessa heimild og skipuleggja sveitarstjórnarfundi sem og nefndarfundi í fjarfundi, ef afstæður krefjast þess.
Tilvísun í auglýsinguna: https://www.samband.is/frettir/heimild-til-ad-vikja-fra-tilteknum-akvaedum-sveitarstjornarlaga-framlengd-til-10-mars/
Sveitarstjórn samþykkir að nýta heimildina.
- Fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024, 1. umræða
Salbjörg Engilbertsdóttir, skrifstofustjóri, tók sæti á fundinum. Farið var yfir reiknilíkan, skýrslu KPMG og framkvæmdaáætlun sem og almenna umræðu um stöðu sveitarfélagsins og horfur í framlögum Jöfnunarsjóðs.
Oddviti lagði til að fjárhagsáætlun verði vísað til annarar umræðu og að áfram verði unnið í henni milli funda. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna. Sveitarstjóra falið að koma með tillögu að dagsetningu vinnufunda. Salbjörg Engilbertsdóttir yfirgefur fundinn.
- Ákvörðun um útsvarsprósentu 2021
Oddviti lagði til að útsvarsprósenta ársins 2021 verði 14,52%. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna.
- Hitaveita – TRÚNAÐARMÁL
Umræða og afgreiðsla færð í trúnaðarbók.
- Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 – skerðing framlaga Jöfnunarsjóðs
Afgreiðslu frestað til annarar umræðu.
- Fundargerðir nefnda
- Velferðarnefnd frá 15.10.20
Formaður rakti efni fundarins. Rætt var um þörfina fyrir endurbætur á eyðublöðum. Sveitarstjórn samþykkti fundargerðina. Sveitarstjórn þakkar fráfarandi félagsmálastjóra, Guðrúnu Elínu Benónýsdóttur fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.
- Ungmennaráð frá 09.11.20
Oddviti rakti efni fundarins. Sveitarstjórn samþykkti fundargerðina.
- Forstöðumannaskýrslur
Engar athugasemdir komu fram. Sveitarstjórn þakkar fyrir skýrslurnar.
- Strandir.is, tilboð um upplýsingamiðlun
Ásta Þórisdóttir vék af fundi. Oddviti rakti eðli tilboðsins og lagði til að farið verði í viðræður við Sýslið verkstöð ehf um verkefnið. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna. Umræða spannst um þörfina fyrir stöðu markaðs- og ferðamálafulltrúa á Ströndum og var eining um að vinna áfram að mótun þess stöðugildis í samvinnu við nærliggjandi sveitarfélög og hagsmunaaðila. Sveitarstjóra falið að ræða við fulltrúa fyrirtækisins. Ásta Þórisdóttir tók sæti að nýju á fundinum.
- Erindi Jóns Jónssonar – umsókn til Húsafriðunarsjóðs
Rætt var um umfang verkefnis og umsóknargerðina. Einnig var bent á tengingu verkefnisins við aðalskipulagsgerð. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna. Sveitarstjóra falið að undirbúa gerð umsóknar.
- Brothættar byggðir, fundargerð frá 16.10.20
Rætt var um mikilvægi íbúafundarins og þátttöku íbúa. Lagt fram til kynningar.
- Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi
Sveitarstjórn hafnar umsóknunum með fjórum atkvæðum. Jón Jónsson situr hjá. Vegna tafa við málsmeðferð og afgreiðslu þess, tekur sveitarfélagið á sig kostnað við skólavist fram að áramótum 2020. Sveitarstjóra falið að tilkynna afgreiðslu málsins.
- Áfangastaðaáætlun Vestfjarða 2020, drög
Samþykkt var að senda athugasemdir og ábendingar til sveitarstjóra sem kemur þeim til Vestfjarðastofu fyrir vikulokin.
- Ályktun Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Húnaþings Vestra og Strandabyggðar um afurðaverð í sauðfjárrækt
Sveitarstjórn tekur heilshugar undir ályktunina.
- Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, fundur 130 frá 15.10.20
Lögð fram til kynningar.
- Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundir 889 og 890 – til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Hafnarsamband Íslands, fundir nr. 427 – til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Stjórn Vestfjarðastofu, fundur 30 – til kynningar
Rætt var um áherslur Vestfjarðastofu hvað varðar það fjármagn sem kemur inn í Sóknaráætlun Vestfjarða. Þar er bent á þá þróun sem snýr að skiptingu fjármagns milli áhersluverkefna og Uppbyggingarsjóðs, þar sem of hátt hlutfall virðist fara í áhersluverkefni á kostnað Uppbyggingarsjóðs. Kallar sveitarstjórn eftir skýringum og nánari upplýsingum hvað þessa þróun varðar.
- Stytting vinnuviku – kynning
Lagt fram til kynningar.
- Boðun landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
- Erindi Strandagaldurs, samstarf við Strandabyggð 2021 – 2023.
Jón Jónsson víkur af fundi. Ákveðið að fresta afgreiðslu til annarar umræðu um fjárhagsáætlun 2021. Jón Jónsson tekur sæti á fundinum að nýju.
Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 19.33.
Ásta Þórisdóttir
Eiríkur Valdimarsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson