A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1330 í Strandabyggð - 13. apríl 2022

Sveitarstjórnarfundur nr. 1330 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 12. apríl 2022 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík, og hófst fundurinn kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jón Gísli Jónsson oddviti, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Ásta Þórisdóttir, Pétur Matthíasson og Jón Jónsson sem jafnframt ritaði fundargerð. Gestir fundarins eru Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri og Kristján Jónasson endurskoðandi á hluta fundarins.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

1. Ársreikningur Strandabyggðar 2021 fyrri umræða

2. Reglugerð nr. 14/2022 um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

3. Samkomulag Innviðaráðuneytis og Strandabyggðar um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit 2022-2023

4. Niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða í máli E-136/2021

5. Kosning varamanna í kjörstjórn Strandabyggðar

6. Viðauki I við fjárhagsáætlun 2022

7. Samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Strandabyggð

8. Gjaldskrá gæludýrahalds

9. Fundargerð fræðslunefndar frá 7. apríl 2022

10. Fundargerð US nefndar frá 11. apríl 2022

11. Fundargerð Héraðsnefndar Strandasýslu frá 15. mars 2022

12. Fundargerð BS Vest frá 30. mars 2022

13. Fundargerð stofnfundar Brákar hses frá 23. febrúar 2022 og framhaldstofnfundar 4. mars 2022

14. Samband sveitarfélaga, viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka

15. Samband sveitarfélaga, innleiðing barnaverndarlaga

16. Samband sveitarfélaga, fundargerð 908 frá 25. mars 2022

 

Oddviti bauð fundarmenn hjartanlega velkomna. Oddviti óskaði eftir að tekið væri fyrir sem afbrigði á fundinum, mál nr. 17: Fundargerð Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, dags. 11. apr. 2022. Samþykkt samhljóða. Oddviti spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Jón Jónsson gerir athugasemd um að í lið 12 sé misritun á dagsetningu og er henni breytt með samhljóða samþykki. Ekki eru gerðar aðrar athugasemdir.

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

1. Ársreikningur Strandabyggðar 2021, fyrri umræða Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG er mættur á fundinn. Kristján Jónasson fór yfir ársreikning Strandabyggðar og sundurliðun ársreiknings 2021 og helstu kennitölur. Rætt um margvísleg atriði tengd ársreikningnum. Oddviti þakkaði Kristjáni fyrir innleggið og gagnlegar umræður og ábendingar. Oddviti leggur til að ársreikningi 2021 verði vísað til seinni umræðu og var það samþykkt samhljóða.

 

2. Reglugerð nr. 14/2022 um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar reglugerð um breytingu á reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, þar sem gildistöku fyrri reglugerðar er frestað um ár. Tók nýja reglugerðin gildi 14. janúar 2022.

 

3. Samkomulag Innviðaráðuneytis og Strandabyggðar um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit 2022-2023

Lagt fram til kynningar samkomulag Innviðaráðuneytis og Strandabyggðar um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit 2022-2023 sem undirritað var 11. mars 2022. Sveitarstjórn vill þakka Innviðaráðuneytinu fyrir skilning á erfiðri stöðu sveitarfélagsins og stuðninginn.

 

4. Niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða í máli E-136/2021

Oddviti greinir frá niðurstöðu Héraðsdóms Vestfjarða vegna málaferla fyrrverandi sveitarstjóra gegn sveitarfélaginu. Sveitarstjórn vísar til yfirlýsingar sem hún hefur þegar birt á vef sveitarfélagsins um málið.

 

5. Kosning varamanna í kjörstjórn Strandabyggðar

Sveitarstjórn samþykkir að skipa Þorsteinn Sigfússon og Ingibjörgu Birnu Sigurðardóttur sem aðalmenn í kjörstjórn Strandabyggðar, en þau voru áður varamenn. Ásamt þeim er Bryndís Sveinsdóttir áfram aðalmaður í kjörstjórn. Einnig skipar sveitarstjórn Ingimund Jóhannsson, Hrafnhildi Þorsteinsdóttur og Svan Kristjánsson sem varamenn í kjörstjórn Strandabyggðar.

 

6. Viðauki I við fjárhagsáætlun 2022

Lögð fram tillaga frá oddvita um viðauka I við fjárhagsáætlun vegna ársins 2022:

 

Útgjöld:

1. Vegna lokunar á kaupum ótryggrar orku má búast við kostnaðarauka allt að 5.000.000.- vegna kaupa á olíu til kyndingar. Heildaraukning útgjalda verður því 5.000.000.- sem er tekið af eigin fé sveitarfélagsins.

 

Viðauki 1 samþykktur samhljóða.

 

7. Samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Strandabyggð

Lögð fram Samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Strandabyggð. Samþykktin samþykkt samhljóða og verður hún kynnt á vef sveitarfélagsins og send til birtingar í Stjórnartíðindum eins og reglur gera ráð fyrir.

 

8. Gjaldskrá gæludýrahalds

Lögð fram gjaldskrá fyrir Gæludýraleyfi. Gjaldskráin samþykkt samhljóða og tekur þegar gildi.

 

9. Fundargerð fræðslunefndar frá 7. apríl 2022

Lögð fram fundargerð Fræðslunefndar frá fundi 7. apríl 2022. Sveitarstjórn samþykkir sérstaklega lið 5. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.

 

10. Fundargerð US nefndar frá 11. apríl 2022

Lögð fram fundargerð US-nefndar frá 11. apríl 2022. Sveitarstjórn samþykkir sérstaklega liði 1, 2, 3, 5, 8 og 9. Fundargerð samþykkt að öðru leyti.

 

11. Fundargerð Héraðsnefndar Strandasýslu frá 15. mars 2022

Lögð fram fundargerð Héraðsnefndar Strandasýslu frá 15. mars 2022. Í henni er gerð tillaga til sveitarfélaganna sem aðild eiga að nefndinni um að hún verði lögð niður. Samþykkt samhljóða og oddvita falið að fylgja málinu eftir.

 

12. Fundargerð BS Vest frá 30. mars 2022

Fundargerð BS Vest dags. 30. mars, lögð fram til kynningar.

 

13. Fundargerð stofnfundar Brákar hses frá 23. febrúar 2022 og framhaldstofnfundar 4. mars 2022

Lögð fram til kynningar fundargerð stofnfundar Brákar hses frá 23. feb og framhaldsstofnfundar 4. mars 2022.

 

14. Samband sveitarfélaga, viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. mars 2022 um viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.

 

15. Samband sveitarfélaga, innleiðing barnaverndarlaga

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. mars 2022 um innleiðingu barnaverndarlaga, en þar er frestað gildistöku ákvæða í lögunum sem fjalla um breytt fyrirkomulag barnaverndarþjónustu og umdæmisráð.

 

16. Samband sveitarfélaga, fundargerð 908 frá 25. mars 2022

Lögð fram til kynningar fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 908, dags. 25. mars 2022.

 

17. Fundargerð Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, dags. 11. apr. 2022.

Lögð fram fundargerð Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, dags. 11. apríl 2022. Þar er lagt til að brugðist verði við erindi frá félagsmálastjóra um aukið stöðugildi í félagsþjónustunni. Samþykkt samhljóða.

 

Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl.18:36.

 

Jón Gísli Jónsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Ásta Þórisdóttir

Pétur Matthíasson

Jón Jónsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón