A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1337 í Strandabyggð, 11. október 2022

Sveitarstjórnarfundur nr. 1337 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 11. október kl. 16:00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Jón Sigmundsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Guðfinna Lára Hávarðardóttir. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Trúnaðarmál (fundur lokaður en streymi hefst að lokinni umræðu)
2. Fjárhagsáætlun 2023-2026
3. Endurreikningur á launum sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna v. vísitöluútreiknings þingfararkaups
4. Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Strandabyggð
5. Drög að auglýsingu um nýtingu gamla tanksins
6. Fulltrúi og varamaður í almannavarnarnefnd
7. Stofnun starfshóps um samstarf í velferðarþjónustu
8. Stofnun starfshóps um skiptingu tekna Fiskeldissjóðs
9. Forstöðumannaskýrslur
10. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
11. Fundargerð US nefndar 06. október 2022
12. Fundargerð ADH nefndar 10. október 2022
13. Ársskýrsla Héraðssambands Strandamanna til kynningar og ósk um áframhaldandi styrktarsamning
14. Beiðni frá Lionsklúbbnum á Hólmavík vegna samnings
15. Ársskýrsla og ársreikningur Leikfélags Hólmavíkur til kynningar og ósk um áframhaldandi styrktarsamning
16. Ársskýrsla og ársreikningur Sauðfjárseturs ses til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022 ásamt ósk um áframhaldandi styrktarsamning
17. Ársskýrsla og ársreikningur Strandagaldurs ses til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022 ásamt ósk um áframhaldandi styrktarsamning
18. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð 140. fundar 29. september 2022 ásamt ársskýrslu og kosningu fulltrúa í nefndina, til kynningar
19. Samband sveitarfélaga fundur nr. 913 frá 28. september 2022
20. Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands v. vinnu við skipulagsáætlun
21. Áskorun frá félagi atvinnurekanda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara vegna hækkunar fasteignagjalda


Þorgeir Pálsson oddviti bauð fundarmenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið og engin athugasemd gerð við boðun fundarins. Þorgeir lagði einnig til að tekið væri fyrir afbrigði á fundinum sem er tilnefning áheyrnarfulltrúa í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. Samþykkt að málið verði að lið nr. 22.


Þá var gengið til dagskrár:


1. Trúnaðarmál (fundur lokaður en streymi hefst að lokinni umræðu). Trúnaðarmál bókað í trúnaðarbók.

2. Fjárhagsáætlun 2023-2026. Farið yfir vinnulag og forsendur vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2026.

3. Endurreikningur á launum sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna v. vísitöluútreiknings þingfararkaups. Farið yfir útreikning á þingfararkaupi og samþykkt að greiða leiðréttingu til hlutaðeigandi.

4. Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Strandabyggð. Farið yfir drög að siðareglum og lagt til að bæta við gr. nr. 14.


“14. gr. – Almenn samskipti og orðræða
Kjörnir fulltrúar skulu ávallt gæta orða sinna í allri umræðu eða skrifum sínum um menn og málefni sem tengjast hlutverki þeirra sem sveitarstjórnarfulltrúum. Þetta á jafnt við hvort heldur sem er í beinni umræðu manna í milli, á samfélagsmiðlum eða í greinaskrifum. Orðræða kjörinna fulltrúa skal ávallt vera þeim og þeirra málstað til sóma.”

Samþykkt samhljóða. Lagt til að gr. 15 verði unnin í samræmi við starfsmannastefnu Strandabyggðar og sveitarstjóra falið að fullvinna texta og leggja siðareglurnar fyrir í heild sinni á næsta fundi.


5. Drög að auglýsingu um nýtingu gamla tanksins. Sveitarstjóri fór yfir drög að auglýsingu og umræðu í tengslum við hana. Samþykkt var að vinna að ítarlegri texta og sveitarstjóra falið að vinna málið fyrir næsta fund.

6. Fulltrúi og varamaður í almannavarnarnefnd. Sveitarstjórn samþykkir að skipa Þorgeir Pálsson sem aðalmann og Hlíf Hrólfsdóttur sem varamann í almannavarnarnefnd.

7. Stofnun starfshóps um samstarf í velferðarþjónustu. Samþykkt að Hlíf Hrólfsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í starfshópi um samstarf í velferðarþjónustu.

8. Stofnun starfshóps um skiptingu tekna Fiskeldissjóðs. Samþykkt að Þorgeir Pálsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í starfshópi um skiptingu tekna Fiskeldissjóðs.

9. Forstöðumannaskýrslur. Lagðar fram til kynningar. Guðfinna tekur fram að þessar skýrslur séu vel upplýsandi fyrir íbúa og það skipti verulegu máli að sem flestar forstöðumannaskýrslur skili sér og verði birtar á heimasíðu sveitarfélagsins. Matthías þakkar forstöðumönnum fyrir skýrlsurnar og tekur fram að gott væri að fá sem ítarlegastar skýrslur

10. Vinnuskýrsla sveitarstjóra. Lögð fram til kynningar. Umræður um einstök atriði.

11. Fundargerð US nefndar 06. október 2022. Formaður rakti efni fundarins og varðandi lið nr. 1 í fundargerðinni þá samþykkir sveitarstjórn hann samhljóða. Varðandi lið nr. 2 í fundargerðinni þá samþykkir sveitarstjórn hann samhljóða.
Varðandi lið nr. 3 í fundargerðinni þá samþykkir sveitarstjórn hann samhljóða, að því gefnu að fornminjum sé ekki raskað. Byggingarfulltrúa og formanni US nefndar falið að afla gagna um rannsóknir á svæðinu. Varðandi lið nr. 4 í fundargerðinni þá samþykkir sveitarstjórn hann samhljóða. Grenndarkynning hefur þegar farið fram athugasemdalaust. Varðandi lið nr. 5 í fundargerðinni þá samþykkir sveitarstjórn hann samhljóða. Varðandi lið nr. 6 í fundargerðinni þá samþykkir sveitarstjórn hann samhljóða. Varðandi lið nr. 7 í fundargerðinni þá samþykkir sveitarstjórn hann samhljóða. Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

12. Fundargerð ADH nefndar 10. október 2022. Formaður fór yfir fundargerðina. Varðandi lið nr. 5 tekur Guðfinna Lára fram að vinna við refa- og minkaeyðingu sé sérstaklega mikilvægur stuðningur við landbúnað í Strandabyggð. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

13. Ársskýrsla Héraðssambands Strandamanna til kynningar og ósk um áframhaldandi styrktarsamning. Ársskýrsla og samningur lagður fram til kynningar og afgreiðslu styrktarsamnings. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn þakkar erindið og vísar umsókn um áframhaldandi styrktarsamning til fjárhagsáætlunargerðar.

14. Beiðni frá Lionsklúbbnum á Hólmavík vegna samnings. Sveitarstjórn þakkar erindið og vísar umsókn um áframhaldandi styrktarsamning til fjárhagsáætlunargerðar.

15. Ársskýrsla og ársreikningur Leikfélags Hólmavíkur til kynningar og ósk um áframhaldandi styrktarsamning. Ársskýrsla og samningur lagður fram til kynningar og afgreiðslu styrktarsamnings. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn þakkar erindið og vísar umsókn um áframhaldandi styrktarsamning til fjárhagsáætlunargerðar.

16. Ársskýrsla og ársreikningur Sauðfjárseturs ses til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022 ásamt ósk um áframhaldandi styrktarsamning. Ársskýrsla og samningur lagður fram til kynningar og afgreiðslu styrktarsamnings. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn þakkar erindið og vísar umsókn um áframhaldandi styrktarsamning til fjárhagsáætlunargerðar.

17. Ársskýrsla og ársreikningur Strandagaldurs ses til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022 ásamt ósk um áframhaldandi styrktarsamning. Ársskýrsla og samningur lagður fram til kynningar og afgreiðslu styrktarsamnings. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn þakkar erindið og vísar umsókn um áframhaldandi styrktarsamning til fjárhagsáætlunargerðar.

18. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð 140. fundar 29. september 2022 ásamt ársskýrslu og kosningu fulltrúa í nefndina, til kynningar. Lögð fram til kynningar.

19. Samband sveitarfélaga fundur nr. 913 frá 28. september 2022. Lögð fram til kynningar.

20. Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands v. vinnu við skipulagsáætlun. Lögð fram til kynningar.

21. Áskorun frá félagi atvinnurekanda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara vegna hækkunar fasteignagjalda. Lagt fram til kynningar.

22. Skipan áheyrnarfulltrúa í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. Samþykkt að Matthías Sævar Lýðsson verði áheyrnarfulltrúi sveitarfélagsins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.58

Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón