A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1359-aukafundur í sveitarstjórn

Trúnaði aflétt skv. ákvörðun sveitarstjórnar 27. mars 2024

Sveitarstjórnarfundur nr. 1359 sem er aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn mánudaginn 25. mars 2023 að Hafnarbraut 25. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir Pálsson oddviti, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir varaoddviti, Jón Sigmundsson, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð á tölvu.


Fundardagskrá er svohljóðandi:


1. Trúnaðarmál

Oddviti bauð fundarmenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Matthías gerir þá athugasemd að það þurfi að koma fram að fundurinn sé lokaður. Það er samþykkt hjá sveitarstjórn Strandabyggðar að fundurinn verði lokaður.
Þá ber oddviti upp þá spurningu hvort sveitarstjórnarmenn telji sig þurfa að víkja vegna vanhæfis. Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir lýsa sig vanhæf til að sitja fundinn vegna tengsla og kalla til varamanninn Ragnheiði Ingimundardóttur. Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir víkja af fundinum og Ragnheiður Ingimundardóttir kemur til fundar. Annar varamaður fyrir A-lista gat ekki mætt.


Þá var gengið til umræðu.


1. Trúnaðarmál

Um er að ræða umsögn sveitarstjórnar Strandabyggðar um úthlutun aflamarks vegna sértæks byggðakvóta til Strandabyggðar.

Oddviti rakti tilurð málsins, sem er að sveitarstjórn hefur umsagnarrétt vegna ákvörðunar Byggðastofnunar um úthlutun á 500 þorskígildistonnum sem sértækum byggðakvóta til Strandabyggðar.

Oddviti lagði fram tillögu að umsögn sveitarstjórnar, svohljóðandi:

„Bókun sveitarstjórnar á fundi 1359.

„Sveitarstjórn fagnar ákvörðun Byggðastofnunar um að veita hingað til sveitarfélagsins 500 þorskígildistonnum í formi sértæks byggðakvóta. Sveitarstjórn leggst ekki gegn niðurstöðu aflamarksnefndar og starfsmanna Byggðastofnunar að veita Vissu útgerð ehf og samstarfsaðilum þennan kvóta. Sveitarstjórn óskar Vissu útgerð ehf og samstarfsaðilum til hamingju með ákvörðun Byggðastofnunar og horfir jákvæðum augum til þeirrar uppbyggingar í veiðum og vinnslu sem Vissa útgerð ehf og samstarfsaðilar skuldbinda sig til að standa að og raungera í Strandabyggð.“

Oddviti gaf orðið laust. Ragnheiður Ingimundar tók til máls:

„Fulltrúar A-lista gera ekki athugasemdir við úthlutun Byggðastofnunar.“

Oddviti óskaði eftir því að fundarmenn staðfestu tillögu oddvita að umsögn með handauppréttingu.

Samþykkt samhljóða.

Því næst lagði oddviti fram bókun Strandabandalagsins, sem er svohljóðandi:

„Bókun Strandabandalagsins vegna úthlutunar Byggðastofnunar á sértækum byggðakvóta til Strandabyggðar.
Strandabandalagið leggst að sjálfsögðu ekki gegn því að Vissa útgerð ehf og samstarfsaðilar, fái úthlutað allt að 500 þorskígildistonnum af sértækum Byggðakvóta. Strandabandalagið fagnar því og óskar hlutaðeigandi til hamingu. Strandabandalagið hefur frá upphafi beitt sér fyrir því gagnvart Byggðastofnun að hingað komi sérstækur byggðakvóti, m.a. með ferð oddvita til fundar með forstjóra og starfsmönnum Byggðastofnunar, sl. haust á Sauðárkróki, þar sem oddviti fylgdi eftir umsókn og ósk sveitarstjórnar um sértækan byggðakvóta.
Þá hefur verið unnið náið með þingmönnum, sérstaklega Stefáni Vagni Stefánssyni, fyrsta þingmanni kördæmisins. Allir voru og eru sammála um mikilvægi þess að hingað komi sértækur byggðakvóti, enda augljóst þvílíkt tækifæri það er fyrir samfélagið. Strandabandalagið óskar Vissu útgerð ehf og samstarfsaðilum alls hins besta í þeirri vegferð að veiða þennan kvóta, stofna til fiskvinnslu og vinna aflann og skapa þannig mikilvæg störf og verðmæti í Strandabyggð.
Að þessu sögðu, vill Strandabandalagið engu að síður koma á framfæri þeim vonbrigðum sínum, að ekki hafi tekist samkomulag milli heimamanna og Stakkavíkur frá Grindavík, sem frá upphafi þessa ferlis hefur lýst yfir skýrum áhuga á að flyja sína fiskvinnslu til Hólmavíkur, vegna aðstæðna í Grindavík sem þjóðin þekkir vel. Að auki lá fyrir, að Stakkavík myndi leggja til viðbótarframlag með eigin kvóta og stuðla þannig að enn öflugri fiskvinnslu hér á Hólmavík, sem gæti skapað tugi starfa á sjó og í landi. Þarna var að okkar mati mikið og sjaldséð tækifæri til að efla atvinnulífi í Strandabyggð og koma á öflugri fiskvinnslu á Hólmavík, með hagsmuni allra íbúa Strandabyggðar í huga.
Það eru vonbrigði að áhugi Stakkavíkur hafi ekki ratað inn á borð Byggðastofnunar sem skýrari valkostur og það eru líka vonbrigði að allir hlutaðeigandi hafi ekki kannað þennan kost til hlýtar.
Strandabandalagið hvetur heimamenn í Vissu-hópnum til að hugleiða þá sviðsmynd sem hér væri, ef hér á Hólmavík byggðist upp amk. 1.500-2.000 tonna fiskvinnsla en hugsanlega enn umfangsmeiri á næstu árum. Slík innspýting er ekki bara spurning um atvinnusköpun og tekjur fyrir sveitarfélagið, heldur mikið tækifæri að okkar mati fyrir útgerðarmenn á Hólmavík til að vinna saman að slíkri uppbyggingu og um leið efla sinn eigin rekstur.
Strandabandalagið hvetur alla hlutaðeigandi til að hugleiða samstarf sem gæti leitt af sér sameiginlega umsókn um sértækan byggðakvóta til lengri tíma, þegar það ferli fer í gang af hálfu Byggðastofnunar á næstu vikum. Hér skipta heildarhagsmunir samfélagsins einfaldlega slíku máli, að við teljum það samfélagslega skyldu okkar að horfa á og tryggja þann valkost sem eflir byggðina og samfélagið mest, og styður þannig við hagsmuni allra íbúa Strandabyggðar.“


Fleira ekki fyrir tekið
Fundi slitið kl. 12.17

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón