Sveitarstjórnarfundur Strandabyggðar nr. 1372, 14.01.2025
Sveitarstjórnarfundur 1372 í Strandabyggð
Fundur nr. 1372 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 14. janúar 2025 kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir Pálsson oddviti, Grettir Örn Ásmundsson, Júlíana Ágústsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Guðfinna Lára Hávarðardóttir varamaður Hlífar Hrólfsdóttur. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. Fundurinn er jafnframt tekinn upp í hljóðskrá.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Skipulagsstofnun, álit um mat á umhverfisáhrifum Kvíslatunguvirkjunar
- Úrskurður Innviðaráðuneytis í máli nr. IRN23120179 – Kæra Trésmiðjunnar Höfða ehf um ákvörðun Strandabyggðar
- Meðferð trúnaðarupplýsinga, minnisblað sveitarstjóra
- Erindi Strandabandalagsins varðandi sameiningarviðræður sveitarfélaga
- Erindi Strandabandalagsins varðandi sumarhús í Skeljavík
- Erindi til sveitarstjórnar frá Skíðafélagi Strandamanna, 23.12.24
- Erindi til sveitarstjórnar frá Foreldrafélagi tón-, leik- og grunnskóla Hólmavíkur, 10.1.25
- Tilkynning frá Póstinum, 3.1.25
- Vestfjarðastofa, beiðni um skipan fulltrúa í Úrgangsráð, 10.1.25
- Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundargerð frá 9.1.25
- Ungmennaráð, fundargerð frá 23.12.24
- Sterkar Strandir, fundargerðir frá 12.12.24 og 20.12.24
- Heilbrigðisnefnd Vestfjarðasvæðis, fundargerð 150 fundar, 12.12.24
- Frumdrög að Svæðisskipulagi Vestfjarða til kynningar
- Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029
- Samfélagsverkefni gegn spillingu, ársskýrsla 2024
- Vestfjarðastofa/Fjórðungssamband Vestfjarða, fundargerð 64. stjórnarfundar, 30.10.24
- Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, fundargerð 10. og 11. fundar, 9.12.24
- Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 959. fundar, 29.11.24
- Samtök orkusveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, fundargerð sameiginlegs fundar 6.12.24
- Bókun A-lista vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025-2028
Oddviti bauð alla velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Engin athugasemd er gerð við fundarboðið.
Matthías Sævar Lýðsson óskaði eftir að leggja fram bókun á fundinum. Oddviti spurði hvort bókunin tengdist fundinum og Matthías segir að bókunin tengist sveitarstjórnarmálum. Oddviti telur rétt að bókunin sé borin fram í lok fundar og fengi þá númerið 21 í fundardagskrá
Þá var gengið til umræðu.
Oddviti bað Matthías Sævar Lýðsson, formann Umhverfis- og skipulagsnefndar að fara yfir málið.
Matthías tók til máls og fór yfir erindið.
Orðið gefið laust, enginn tók til máls.
Oddviti rakti tilurð þessa erindis. Niðurstaða Innviðaráðuneytis er að vísa kærunni frá og telur oddviti málinu því lokið.
Til máls tók Matthías Sævar Lýðsson.
3. Meðferð trúnaðarupplýsinga, minnisblað sveitarstjóra
Oddviti rakti eðli erindisins.
Til máls tók Matthías Sævar Lýðsson og leggur fram eftirfarandi bókun A-lista:
„Sveitarstjórnarmenn A-lista fagna því að oddviti Þorgeir Pálsson leiti til Persónuverndarfulltrúa Strandabyggðar til að fá álit hans á því hvort brotið hafi verið á rétti Jóns Jónssonar með birtingu bréfs oddvita dags. þann 18.9.2024 í fréttamiðlinum BB.is þann 22.10.2024. Sveitarstjórnarmenn A-lista benda á að upplýsingar um Jón og niðurstöður rannsóknar KPMG höfðu verið birtar á heimasíðu Strandabyggðar (að ósk Jóns Jónssonar sjálfs) 3 vikum fyrir birtinguna í BB.is svo ekki var verið að birta neitt nýtt varðandi Jón Jónsson. Sveitarstjórnarmenn A-lista gera ráð fyrir að Þorgeir Pálsson hafi eins og aðrir sveitarstjórnarmenn og starfsmenn Strandabyggðar orðið við óskum Jóns Jónssonar, frá 16. október 2024, þar sem hann óskar eftir „afritum af öllum þeim gögnum í stjórnkerfi sveitarfélagsins Strandabyggðar á timabilinu 1. júní 2024 til dagsins í dag , sem varða mig sjálfan persónulega eða tengjast mér með einhverjum hætti“ og sent honum þau gögn sem hann hafði undir höndum skv. 14. grein Upplýsingalaga nr. 140/2012.
Álit Persónuverndarfulltrúans um rétt Jóns til að mál er hann varðar verði ekki birt eru því kannski til komin vegna vanþekkingar hans á málinu, enda fullyrðir hann í upphafi álits síns að „rannsókn á opinberum styrkjum sem Jón Jónsson hefur fengið“. Eins og öllum ætti að vera kunnugt er þetta rangt farið með staðreyndir sbr. niðurstöðu KPMG. Í greinargerðinni fullyrðir Persónuverndarfulltrúinn líka að málið hafi enn verið í vinnslu þegar sveitarstjórnarfulltrúi hafi sent bréf oddvita frá 18.9.24 til birtingar án samráðs. Það liðu 3 vikur frá því bréfið var sent sveitarstjórn þangað til að það birtist á BB.is. Sveitarstjórnarfulltrúar A-lista sendu ekki fréttamiðlinum BB.is umræddan póst. Við teljum að Persónuverndarfulltrúinn hefði átt að gæta betur að rannsóknarskyldu sinni áður en hann lét frá sér þetta álit.
Spurningar er varða þetta mál. Svör óskast skriflega á næsta sveitarstjórnarfundi.
- Í lok pósta frá oddvita/sveitarstjóra er klausa „Allar upplýsingarnar sem fram koma í þessum tölvupósti eru trúnaðarmál og kunna að falla undir ákvæði um þagnarskyldu“ Er allur tölvupóstur sem oddviti/sveitarstjóri sendir trúnaðarmál?
- Í þessari klausu sem er sett neðst í tölvupósta sem berast frá oddvita/sveitarstjóra er ekki vitnað í nein lög eða reglur. Skv. 42. gr. stjórnsýslulaga er eingöngu heimilt að ákveða að upplýsingar lúti þagnarskyldu sé það nauðsynlegt til verndar ákveðnum opinberum hagsmunum eða einkahagsmunum á grundvelli 1. mgr. Hvernig samræmist það upplýsinga- og stjórnsýslulögum að flokka allan tölvupóst sem trúnaðarmál? Skv. 42. gr. stjórnsýslulaga skulu trúnaðarmerkingar byggðar á lagaheimildum.
- Sveitarstjóri/oddviti hefur sent tölvupósta til sveitarstjórnarmanna sem hann hefur flokkað sem trúnaðarmál með því að merkja með hástöfum TRÚNAÐARMÁL í efnislínu t.d.í bréfum frá 30.12.2022 og 8.11.2023. Voru þeir póstar meiri trúnaðarmál en hinir dags daglegu tölvupóstar frá oddvita/sveitarstjóra? Á hvaða lagaheimildum byggjast trúnaðarmerkingar á tölvupóstum sveitarstjóra/oddvita?
- Í lagfærðum samskiptum oddvita/sveitarstjóra og Persónuverndarfulltrúa Strandabyggðar, þ.e. ekki afritum af gögnum og án minnisblaða um símtöl, kemur fram í tölvupóst frá oddvita/sveitarstjóra að Matthías Sævar Lýðsson hafi áframsent umræddan tölvupóst til BB.is. Á hverju er sú vitneskja oddvita byggð?
- Sá tölvupóstur sem um hér ræðir frá 18.09. 24 fjallar um afskipti sveitarstjóra/oddvita af máli sem snertir Jón Jónsson. Á sveitarstjórnarfundi 9. júlí 2024 lýsti oddviti sig vanhæfan til að fjalla um málið og vék af fundi. Áhrif vanhæfis eru skv. 4. Stjórnsýslulaga nr. 37/1997 „Sá sem er vanhæfur til meðferðar máls má ekki taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn þess. Honum er þó heimilt að gera þær ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til að halda máli í réttu horfi á meðan staðgengill er ekki til staðar.“ Á hvaða lagaheimildum taldi sveitarstjóri/oddviti sig hafa forsemdur til skrifa umræddan tölvupóst og hafa þannig afskipti af meðferð málsins?"
Oddviti tók til máls.
Matthías tók til máls.
4. Erindi Strandabandalagsins varðandi sameiningarviðræður sveitarfélaga
Oddviti lagði til að tillaga Strandabandalagsins um viðræður við Reykhólahrepp og Dalabyggð yrði samþykkt.
Til máls tóku Matthías Sævar Lýðsson og Þorgeir Pálsson
Tillaga Strandabandalagsins er samþykkt með fjórum atkvæðum. Matthías Sævar Lýðsson sat hjá.
5. Erindi Strandabandalagsins varðandi sumarhús í Skeljavík
Oddviti lagði til að tillaga Strandabandalagsins um sölu sumarbústaðalóða í Skeljavík yrði samþykkt.
Til máls tóku Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Þorgeir Pálsson.
Oddviti leggur til að afgreiðslu málsins verði frestað þar til mat á því hvort selja eða leigja ætti lóðirnar.
6. Erindi til sveitarstjórnar frá Skíðafélagi Strandamanna, 23.12.24
Oddviti lagði áherslu á að formlegar styrkveitingar væru ekki áhersla þessarar sveitarstjórnar, þó á því væru undantekningar.
Til máls tóku Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Þorgeir Pálsson og Matthías Sævar Lýðsson.
Oddviti leggur til styrk að upphæð 250.000 kr. til Skíðafélags Strandamanna.
Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að afgreiða styrkinn.
7. Erindi til sveitarstjórnar frá Foreldrafélagi tón-, leik- og grunnskóla Hólmavíkur, 10.1.25
Til máls tóku Matthías Sævar Lýðsson, Þorgeir Pálsson og Guðfinna Lára Hávarðardóttir.
Guðfinna Lára Hávarðardóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarfélagið ber ábyrgð á skólahaldi í sveitarfélaginu, þar sem íþróttakennsla er mikilvægur hluti af aðalnámskrá grunnskóla. Í þessu samhengi er lykilatriði að sveitarfélagið tryggi jöfnuð barna og sjái til þess að enginn nemandi verði fyrir ójafnri meðhöndlun vegna heimilisaðstæðna. Samkvæmt grunnskólalögum er hlutverk grunnskóla að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Einnig eiga nemendur rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis. Þetta undirstrikar að sveitarfélagið ber ábyrgð á að tryggja að allir nemendur hafi jöfn tækifæri til þátttöku í þeirri menntun sem þau eiga rétt á. Sveitarfélagið skilgreinir sig sem Barnvænt sveitarfélag og er sömuleiðis að vinna að innleiðingu farsældarlaga. Betra væri að leggja áherslu á að hraða innleiðingu og að allir mundu leggjast á eitt við að styðja börnin okkar í stað þess að viðhalda til streitu gjaldheimtu sem getur ýtt undir skólaforðun."
Oddviti lagði til að málinu væri vísað til grunnskóla og íþróttakennara sem myndu árétta ábyrgð foreldra. Einnig lagði hann til að sveitarstjóri myndi svara erindinu formlega.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum T-lista. A-lista fulltrúar sátu hjá.
8. Tilkynning frá Póstinum, 3.1.25
Erindi lagt fram til kynningar.
Til máls tók Matthías Sævar Lýðsson
9. Vestfjarðastofa, beiðni um skipan fulltrúa í Úrgangsráð, 10.1.25
Oddviti lagði til að Þorgeir Pálsson tæki sæti aðalmanns og kallaði eftir tillögu A lista að varamanni.
Til máls tók Matthías Sævar Lýðsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Þorgeir Pálsson.
Tilnefning Þorgeirs Pálssonar sem aðamanns í Úrgangsráði er samþykkt samhljóða af sveitarstjórn en tilnefning A-lista á varamanni er frestað til næsta fundar.
10. Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundargerð frá 9.1.25
Oddviti gaf formanni nefndarinnar, Matthíasi Sævari Lýðssyni orðið.
Varðandi lið nr. 1 í fundargerð, sem er tillaga að deiliskipulagi á Jakobínutúni þá beinir nefndin því til sveitarstjórnar að auglýsa tillöguna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar.
Varðandi lið nr. 3 í fundargerð, sem er tillaga að deiliskipulagi í Brandsskjólum þá beinir nefndin því til sveitarstjórnar að auglýsa tilllöguna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar.
Til máls tók Þorgeir Pálsson
11. Ungmennaráð, fundargerð frá 23.12.24
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Til máls tók Þorgeir Pálsson.
12. Sterkar Strandir, fundargerðir frá 12.12.24 og 20.12.24
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Til máls tóku Matthías Sævar Lýðsson og Þorgeir Pálsson.
13. Heilbrigðisnefnd Vestfjarðasvæðis, fundargerð 150 fundar, 12.12.24
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
14. Frumdrög að Svæðisskipulagi Vestfjarða til kynningar
Erindi lagt fram til kynningar.
Til máls tóku Þorgeir Pálsson og Matthías Sævar Lýðsson.
15. Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029
Erindi lagt fram til kynningar.
Til máls tók Þorgeir Pálsson.
16. Samfélagsverkefni gegn spillingu, ársskýrsla 2024
Erindi lagt fram til kynningar.
Til máls tók Þorgeir Pálsson.
17. Vestfjarðastofa/Fjórðungssamband Vestfjarða, fundargerð 64. stjórnarfundar, 30.10.24
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Til máls tók Þorgeir Pálsson.
18. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, fundargerð 10. og 11. fundar, 9.12.24
Erindi lagt fram til kynningar.
Til máls tóku Þorgeir Pálsson og Matthías Sævar Lýðsson.
19. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 959. fundar, 29.11.24
Erindi lagt fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Erindi lagt fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
21. Bókun A-lista vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025-2028
„Á sveitarstjórnarfundi þann 10.12.2024 var samþykkt fjárhagsáætlun Strandabyggðar. Sú áætlun, sem var samþykkt, byggði á gögnum sem send voru út með tilskyldum fresti fyrir fundinn. Sú áætlun var borin upp til atkvæða og samþykkt. Þann 16.12. 24 kemur tölvupóstur frá skrifstofustjóra þar sem segir: „Þau leiðu mistök voru gerð að fjárfestingarskjal í líkani uppfærðist ekki rétt og því sendi ég ykkur rétt skjal. Þessar fjárfestingar eru í samræmi við greinargerð með áætlun.“ Þess bera að geta að greinargerðin með fjárhagsáætlun barst 2 tímum fyrir fund og var gerð athugasemd við það á síðasta fundi að hún hefði ekki borist í tíma. Ekki gafst því nægur tími til að kynna sér greinargerðina. Sveitarstjórnarmenn A-lista voru búnir að kynna sér framlagða fjárhagsáætlun og voru í góðri trú að það væri rétt skjal. Þeir tóku sína afstöðu á grunni þeirra gagna. Þó að lokaniðurstaða sé sú sama í nýrri áætlun og var í hinni eldri þá var gerð breyting í hvaða liði fjármagn færi. Greinargerð oddvita var ekki borin upp til atkvæða og því ekki samþykkt eins og var gert með þá fjárhagsáætlun sem var samþykkt.
Ég vil einnig benda á að tillaga um útsvarsprósentu fyrir árið 2025 var aldrei borin upp til atkvæða, hvorki í fyrri eða seinni umræðu – eins og sést á upptöku af fundinum þrátt fyrir að bókað hafi verið að útsvarsprósenta hafi verið samþykkt."
Til máls tóku Þorgeir Pálsson og Matthías Sævar Lýðsson.
Fleira ekki rætt.
Fundi slitið kl. 17.27
Hljóðupptöku af fundinum má finna hér: http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/4395/
Mælst er til þess að niðurhala upptökunni þar sem hún er lengi að hlaðast á heimasíðunni.