A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþrótta- og tómstundanefnd - 16. jan. 2008

16. janúar 2008 var haldinn fundur í Íþrótta- og tómstundanefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 20:00. Mætt voru Kristján Sigurðsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Jóhann Áskell Gunnarsson og Ingibjörg Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Formaður setti fundinn og stjórnaði honum en fyrir lá eftirfarandi dagskrá: 

Fundarefni:        

1. Uppgjör síðasta árs.  
2. Önnur mál.

Þá var gengið til dagskrár.

1. Uppgjör síðasta árs. 
Nokkur mál hafa verið tekin fyrir hjá nefndinni og eru það m.a. komnar brautir í sundlaugina, en enn er eftir að setja niður baksundsflögg sem eru til staðar. Skotklukkur eru komnar sem og bekkir og þakkar nefndin Má Ólafssyni fyrir smíðina á bekkjunum. Þá er búið að þökuleggja fótboltavöllinn og fá allir þeir sem lögðu hönd á plóginn bestu þakkir fyrir. Enn vantar hliðarkörfur og íþrótta- og tómstundafulltrúa og er samþykkt að fela Ingu Emilsdóttur að panta körfur í samráði við smið. Einnig er samþykkt að bjóða fyrirtækjum að styrkja hliðarkörfukaupin og fá þau þá styrktarskjöld við körfuna. Þá er stefnt að því að skoða stöðu íþrótta- og tómstundarfulltrúa áfram.

2. Önnur mál. 
Stefnt er á að gera kosningu íþróttamanns Strandabyggðar að stórum viðburði og er Jóhann Áskell Gunnarsson tilnefndur sem fulltrúi Strandabyggðar í valnefndina og honum falið að koma tillögum nefndarinnar á framfæri.

Þá er öllum þeim er lögðu fram vinnu sína í Félagsheimilinu sem og þeim sem koma til með að leggja fram vinnu færðar bestu þakkir.

Að endingu er HSS þökkuð sú djörfung að sækja um að fá að halda landsmót hér 2010 og mun nefndin leggja sitt að mörkum til að gera mótið eins glæsilegt og mögulegt er. 

Þá skal því beint til íþróttafólks og þjálfara að fylgjast vel með styrkjum og sjóðum sem hægt er að sækja í til að draga úr kostnaði vegna móta o.fl.

Fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:35.

Kristján Sigurðsson                   
Ingibjörg Sigurðardóttir        
Ingibjörg Emilsdóttir
Jóhann Áskell Gunnarsson           
Ásdís Leifsdóttir        

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón