A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþrótta- og tómstundanefnd - 19. nóv. 2009

Fundargerð

 

Fimmtudaginn 19. nóvember var haldinn fundur í íþrótta- og tómstundanefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl 20:00.  Mætt voru Kristján Sigurðsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jóhann Áskell Gunnarsson og Ingibjörg Emilsdóttir sem einnig ritaði fundargerð.   Formaður setti fundinn og stjórnaði honum en fyrir lá eftirfarandi dagskrá: 

 

 

Fundarefni:       1.       Yfirlit ársins 2009.

  • 2. Félagsstörf í Strandabyggð.
  • 3. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Nefndin þakkar Val Hentze fyrir vel unnin störf en farið var m.a. á Unglingalandsmótið og smábæjarleikana á Blönduósi. Þá spilaði meistaraflokkur karla leiki í Reykjaskóla og Búðardal.  Þrír menn tóku þátt í Vasa göngunni á árinu en fleiri þátttakendur verða á næsta ári og er þeim öllum óskað góðs gengis.  Þá mun meistarflokkur Geislans í körfubolta taka þátt í Íslandsmóti í 2. deild í fyrsta sinn.
  2. Félagsaðstaða hefur verið opnuð fyrir Félag eldri borgara og óskar nefndin öllum til hamingju með það.  Huga þarf að markvissara starfi fyrir þá sem eiga erfitt með að komast í þetta starf.  Þá er Bjarna Ómari þakkað fyrir vel unnin störf í þágu Félagsmiðstöðvar og Strandabyggð einnig fyrir að hlúa vel að starfinu á krepputímum.
  3. Jóhann Áskell er fulltrúi Strandabyggðar í vali íþróttamanns ársins sem Lögreglan á Hólmavík stendur fyrir.  Þá er nánast búið að ganga frá þjálfunarmálum Geislans frá næstu áramótum.  Kristján mun tala við Ómar Pálsson vegna hliðarkarfa í íþróttahúsinu.  Þá vil nefndin árétta að Félag eldri borgara á þakkir skildar fyrir danskennslu unglinga í Grunnskólanum á Hólmavík.  Að endingu skorar íþrótta- og tómstundanefnd á Strandabyggð að draga ekki úr fjárframlögum í félagsstarf sem aldrei er nauðsynlegra en á þessum erfiðu tímum.  Strandabyggð á þakkir skildar fyrir góðan stuðning við þennan málaflokk á undanförnum árum.

 

Fleira ekki fyrirtekið.  Fundi slitið kl. 20:45

 

 

 

Kristján Sigurðsson                 Ingibjörg Sigurðardóttir                  Ingibjörg Emilsdóttir

       (sign)                                          (sign)                                             (sign)

 

 

Jóhann Áskell Gunnarsson                 

       (sign)                                                                   

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón