Íþrótta- og tómstundanefnd - 19. nóv. 2009
Fundargerð
Fimmtudaginn 19. nóvember var haldinn fundur í íþrótta- og tómstundanefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl 20:00. Mætt voru Kristján Sigurðsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jóhann Áskell Gunnarsson og Ingibjörg Emilsdóttir sem einnig ritaði fundargerð. Formaður setti fundinn og stjórnaði honum en fyrir lá eftirfarandi dagskrá:
Fundarefni: 1. Yfirlit ársins 2009.
- 2. Félagsstörf í Strandabyggð.
- 3. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár.
- Nefndin þakkar Val Hentze fyrir vel unnin störf en farið var m.a. á Unglingalandsmótið og smábæjarleikana á Blönduósi. Þá spilaði meistaraflokkur karla leiki í Reykjaskóla og Búðardal. Þrír menn tóku þátt í Vasa göngunni á árinu en fleiri þátttakendur verða á næsta ári og er þeim öllum óskað góðs gengis. Þá mun meistarflokkur Geislans í körfubolta taka þátt í Íslandsmóti í 2. deild í fyrsta sinn.
- Félagsaðstaða hefur verið opnuð fyrir Félag eldri borgara og óskar nefndin öllum til hamingju með það. Huga þarf að markvissara starfi fyrir þá sem eiga erfitt með að komast í þetta starf. Þá er Bjarna Ómari þakkað fyrir vel unnin störf í þágu Félagsmiðstöðvar og Strandabyggð einnig fyrir að hlúa vel að starfinu á krepputímum.
- Jóhann Áskell er fulltrúi Strandabyggðar í vali íþróttamanns ársins sem Lögreglan á Hólmavík stendur fyrir. Þá er nánast búið að ganga frá þjálfunarmálum Geislans frá næstu áramótum. Kristján mun tala við Ómar Pálsson vegna hliðarkarfa í íþróttahúsinu. Þá vil nefndin árétta að Félag eldri borgara á þakkir skildar fyrir danskennslu unglinga í Grunnskólanum á Hólmavík. Að endingu skorar íþrótta- og tómstundanefnd á Strandabyggð að draga ekki úr fjárframlögum í félagsstarf sem aldrei er nauðsynlegra en á þessum erfiðu tímum. Strandabyggð á þakkir skildar fyrir góðan stuðning við þennan málaflokk á undanförnum árum.
Fleira ekki fyrirtekið. Fundi slitið kl. 20:45
Kristján Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Ingibjörg Emilsdóttir
(sign) (sign) (sign)
Jóhann Áskell Gunnarsson
(sign)