A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþrótta- og tómstundanefnd - 21. maí 2008

21. maí 2008 var haldinn fundur í Íþrótta- og tómstundanefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl 18:00. Mætt voru Kristján Sigurðsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Þórólfur Guðjónsson og Ingibjörg Sigurðardóttir. Formaður setti fundinn og stjórnaði honum en fyrir lá eftirfarandi dagskrá:

Fundarefni:      
1. Yfirlit síðustu mánaða.  
2. Önnur mál.

Þá var gengið til dagskrár.

Hliðarkörfur í íþróttahús:
Ingibjörg Emils. ætlar að tala aftur við Ómar Pálsson.

Íþróttamaður Strandabyggðar:
Jóhann Áskell er fulltrúi Strandabyggðar og mun hann einnig sjá um undirbúning fyrir hönd Strandabyggðar.

Körfuboltavöllur við skólann:
Kristján hefur kannað verð á velli með tveimur körfum kr. 1.500.000.- og leggur nefndin til að það verði skoðað vel, þar sem standi til að taka völlinn í gegn í sumar.

Skíðafélagið:
Rætt var um glæstan árangur og dugnað félaga Skíðafélagsins, farið var á t.d. Andrésar Andarleikana og fleiri mót með glæstum árangri. Til hamingju skíðaiðkendur.

Körfubolti:
Körfumótavertíð vetrarins varð dálítið snubbótt í vor, nokkur mót féllu niður, aðallega vegna þess að keppendur að sunnan komu ekki norður. Er það mat nefndarinnar að þrýsta þurfi á fleiri mót utan höfuðborgarsvæðisins.

Frjálsar íþróttir:
Guðjón Þórólfsson er kominn í 100 manna úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands. Til hamingju Guðjón.

Félagsstarf aldraðra:
Nefndin vill funda í ágúst um framtíð félagsstarfsins, t.d. húsnæði.

Sundlaugin:
Sveitastjóra falið að kanna hvað valdi því að enn vanti baksundsflögg, nauðsynlegt er að þau komi strax. Sundmót er framundan og því nauðsynlegt að koma þessu í stand.
 
Gervigrasvöllur við skólann:
Plastkúlur vantar í völlinn og er Kristján búinn að tala við Einar Indriðason og verður það unnið af vinnuskólanum.
 
Fótboltavöllur í Brandskjólum:
Meira efni vantar til að halda áfram með völlinn. Einnig þarf að flytja mörkin af Grundunum svo hægt sé að nota það sem komið er.

Samstarf skóla, tónskóla og leikfélagssins við uppsetningu Dýrana í Hálsaskógi frábært framtak.

Klára þarf göngu og hjólastíg út á Grundir.

Einu sinni var samþykkt að setja upp hjólabrettaramp, ekkert hefur gerst með þá framkvæmd.

Mótorkrossfélag Geislans:
Til hamingju með starfsemina.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi:
Skorað á sveitastjórn að athuga með ráðningu á íþrótta- og tómstundafulltrúa, eins og rætt hefur verið áður.

Stefnt á næsta fund í ágúst.

Fundi slitið 18:45.

Kristján Sigurðsson               
Ingibjörg Sigurðardóttir                
Ingibjörg Emilsdóttir 
Þórólfur Guðjónsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón