Menningarmálanefnd - 16. júní 2010
Fundur var haldinn í Menningarmálanefnd, miðvikudag 16. júní 2010, á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann klukkan 17.00. Mætt voru: Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Halldórsson og Salbjörg Engilbertsdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig mætti Kristín S. Einarsdóttir framkvæmdarstjóri Hamingjudaga og stjórnaði hún einnig fundi.
Dagskrá fundarins:
1. Vinabæjarmót haustið 2010.
2. Hamingjudagar, dagskrá.
3. Önnur mál
1. Vinabæjarmót haustið 2010.
Eins og áður hefur komið fram (sjá fundargerð frá 21. apríl 2010) hefur borist boð á vinabæjarmót í Tanum í Svíþjóð í september. Menningarmálanefnd langar að hvetja nýja sveitarstjórn til að taka ákvörðun sem fyrst, miðað við fyrri umræður nefndarinnar varðandi hvort senda eigi fulltrúa á mótið.
2. Hamingjudagar.
Farið var yfir dagskrána varðandi tímasetningar og rætt ítarlega um hana. Er dagskráin að verða nokkuð tilbúin og aðeins örfá atriði sem eru ófrágengin.
3. Önnur mál.
Næsti fundur: Ákveðið að halda fund aftur fimmtudaginn 24. júní, klukkan 17:00.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.00.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign)
Jón Halldórsson (sign)
Rúna Stína Ásgrímsdóttir (sign)
Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)
ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar 29. júní 2010.