Menningarmálanefnd - 6. mars 2008
Fundur var haldinn í Menningarmálanefnd, miðvikudaginn 6. mars 2008, á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann klukkan 17:00. Mætt voru: Arnar S. Jónsson formaður, Jón Halldórsson, Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Jóhanna Ása Einarsdóttir. Kristín Sigurrós Einarsdóttir ritaði fundargerð. Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Undirbúningur að viðtali við umsækjanda um framkvæmdastjórn Hamingjudaga.
1. Undirbúningur að viðtali við umsækjanda um framkvæmdastjórn Hamingjudaga.
Arnar lagði fram minnisblað fyrir viðtal við umsækjanda. Þar komu fram punktar um verksvið framkvæmdastjóra sem einnig voru ræddir á síðasta fundi, ásamt athugasemdum þar um og minnispunktum um dagskrá. Umsækjandi Brynja Bjarnfjörð Magnúsdóttir mætti til fundarins kl 17:15. Nefndin ræddi um hennar hugmyndir um starfið og áhuga hennar. Þá var farið yfir minnispunktana og atriði varðandi dagskrá. Einnig hugmyndir umsækjanda um kaup og kjör. Eftir að Brynja vék af fundi var rætt lítillega um framhaldið og ákveðið að halda einn stuttan fund áður en Brynju verður gefið endanlegt svar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl .
Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign)
Jón Halldórsson (sign)
Jóhanna Ása Einarsdóttir (sign)
Arnar Snæberg Jónsson (sign)