Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 12. nóvember 2015
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 12. nóvember 2015, kl. 17:00 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Salbjörg Engilbertsdóttir, Júlíana Ágústsdóttir og Jóhanna Rósmundsdóttir. Júlíus Jónsson boðaði forföll. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Reglur Strandabyggðar um styrkveitingar
- Verkefni tómstundafulltrúa
- Innleiðing barnasáttmálans
- Önnur mál
Þá er gengið til dagskrár.
Ásta Þórisdóttir er ekki mætt svo Salbjörg Engilbertsdóttir setur fundinn.
Jóhanna Rósmundsdóttir boðin velkomin til nefndarstarfa.
- Reglur Strandabyggðar um styrkveitingar
a) Fyrstu drög að reglum eru samþykkt. Ákveðið er að Ásta Þórisdóttir klári að setja upp reglurnar og Salbjörg Engilbertsdóttir mun setja upp umsóknareyðublað. - Verkefni tómstundafulltrúa
a) Öll verkefni tómstundafulltrúa eru samþykkt en ákveðið að skoða hlutfall hvers verkefnis.
Ásta Þórisdóttir mætir á fundinn. - Innleiðing barnasáttmálans
a) Ákveðið er að bíða með innleiðingu barnasáttmálans þar til Esther Ösp Valdimarsdóttir snýr aftur til starfa. Þetta er viðamikið verkefni sem þarf að vinna þvert í gegnum stjórnsýslu sveitarfélagsins og allar stofnanir þess. Einnig er ákveðið að undirbúa innleiðinguna eins og hægt er og kalla eftir frekari gögnum frá UNICEF. - Önnur mál. Engin önnur mál
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:00