Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 13. janúar 2016
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 13. janúar, kl. 19:30 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Júlíana Ágústsdóttir og Jóhanna Rósmundsdóttir. Jóhanna Hreinsdóttir mætti sem varamaður fyrir Júlíus Jónsson sem boðaði forföll. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Fulltrúum kvennakórsins Norðurljóss boðið á fund
- Barnamenningarhátíð vestfjarða
- Val á íþróttamanni ársins í Strandabyggð
- Önnur mál
Þá er gengið til dagskrár.
- Fulltrúum kvennakórsins Norðurljóss boðið á fund
- Ingibjög Sigurðardóttir formaður kvennakórsins Norðurljóss kom og kynnti starf kórsins með glærusýningu.
- Barnamenningarhátíð vestfjarða
- Farið var yfir skipulag og hugmyndir fyrir hátíðina.
- Fréttatilkynning verður send út í næstu viku og hátíðin kynnt.
- Val á íþróttamanni ársins í Strandabyggð
- Farið var yfir tilnefningar og íþróttamaður ársins 2015 valinn.
- Önnur mál
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:00