Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 15. janúar 2013
1. Val á Íþróttamanni ársins 2012 í Strandabyggð
Lagðar voru fram tilnefningar sem borist höfðu um Íþróttamann ársins, en auglýst var eftir tilnefningum frá íbúum í Strandabyggð. Farið var yfir tilnefningarnar. Ákveðið að útnefna Ingibjörgu Emilsdóttur sem íþróttamann ársins í Strandabyggð árið 2012 og að Jamison Ólafur Johnson fengi hvatningarverðlaun Strandabyggðar fyrir árið 2012.
2. Val á fulltrúum í Ungmennaráð Strandabyggðar
Á síðasta fundi nefndarinnar var ákveðið að ræða við ákveðna einstaklinga um að taka þátt í starfi Ungmennaráðs. Þessir fulltrúar sitja í fyrsta ungmennaráði Strandabyggðar:
Aðalmenn:
Valdimar Friðrik Jónsson
Þorbjörg Matthíasdóttir
Jóhanna Rósmundsdóttir
Guðfinnur Ragnar Jóhannsson
Laufey Heiða Reynisdóttir
Varamenn:
Björk Ingvarsdóttir
Jóhann Helgi Alfreðsson
Benjamín Páll Gíslason
Brynja Karen Daníelsdóttir
Theódór Þórólfsson
3. Önnur mál
Ekkert annað tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 19:50.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.