Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 19. október 2011
Fundur haldinn í Tómstunda -íþrótta og menningarmálanefnd í Þróunarsetrinu á Hólmavík, miðvikudaginn 19. október 2011 kl. 17:00.
Mættir eru: Salbjörg Engilbertsdóttir, Kristinn Schram, Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson, Ingibjörg Emilsdóttir og Kristjana Eysteinsdóttir sem ritar fundargerð.
Arnar Snæberg Jónsson tómstundarfulltrúi sat einnig fundinn.
1. Stefnumótun Mennta- og mennningarmálaráðuneytis í íþróttamálum.
Arnar Jónsson lagði stefnumótunina fram til kynningar fyrir T.Í.M. og er sveitastjórn hvött til að kynna sér íþróttastefnu Menntamálaráðuneytisins fyrir árin 2010-2012. Hana má sjá hér: http://www.menntamalaraduneyti.is/nyrit/nr/6200
2. Leiksvæði í Strandabyggð.
Tómstundafulltrúa hefur verið falin yfirumsjón leiksvæða í Strandabyggð og vinnur að gerð rekstarhandbókar svæðanna. Arnar Jónsson kynnti málaflokkinn og skyrsluúttekt BSI 2011 fyrir nefndinni.
Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd mælist til þess að stofnanir taki skýrsluna alvarlega og forgangsraði með hliðsjón af áhættuskilgreiningu.
3. Tillaga um breytingar á nefndum sveitafélagsins.
Sveitastjórn hefur óskað eftir athugasemdum og hugmyndum frá nefndarfólki í Strandabyggð um tillögu að breytingu á nefndum í sveitafélaginu.
Svið 05 Menningarmál og 06 Íþrótta og æskulýðsmál eru helstu málaflokkar Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefndar. Nefndin telur einnig að svið 09 um skipulagsmál, sérstaklega hvað varðar menningarmynjar og menningarstarf, íþróttamannvirki, leiksvæði og menningarhús, tilheyri verksviði nefndarinnar.
Við óskum eftir aðkomu að sviði 1362 tjaldsvæði, 1365 Upplýsingmiðstöð og 1380 Styrkir og framlög til ferðamála, sem allt hefur snertifleti við áherslumál Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefndar.
Flokkar 2153 kynning sveitarfélagsins og 2175 vinabæjarsamskipti, leggur nefndin til að heyri einnig undir T.Í.M.
Nefndin lýsir yfir stuðningi við tillögu sveitastjóra að breyttu skipuriti og vonast eftir meiri skilvirkni í nefndarstörfum. Sveitastjórarmenn eru þó hvattir til að gæta lýðræðis og sjá til þess að reynsla glatist ekki með skipanir í nýjar nefndir.
T.Í.M. telur mikilvægt að nefndin haldi áfram starfi sínu þar sem tómstundir, íþróttir og menningarmál snerta gæði og líffstíl allra í Strandabyggð.
4. Önnur mál:
a) T.Í.M. leggur til að sett verði upp plata meðfram bitum sem liggja lóðrétt niður um allan íþróttasal í íþróttamiðstöðinni. Þessir bitar eru slysahætta og komið hafa upp tilfelli þar sem börn hafa hlaupið á bitana. Sú framkvæmd myndi einnig bæta aðstöðu áhorfenda.
b) Nefndin leggur til að gerður verði samningur um rekstarstyrki við þau félög í sveitafélaginu sem eru að fá árlega styrki í þeirri vinnu sem er að hefjast við gerð fjárhagsáætlunar.
c) Einnig leggur nefndin ríka áherslu á að lokið verði við frágang á körfuboltavelli við skólann, áður en vetur skellur á.
Fundi slitið kl: 19:00
Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)
Kristinn Schram (sign)
Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson (sign)
Ingibjörg Emilsdóttir (sign)
Kristjana Eysteinsdóttir (sign)