Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd - 21. nóvember 2016
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 21. nóvember, kl. 17:00 að Hafnarbraut 19.
Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir og Júlíana Ágústsdóttir. Jóhanna Rósmundsdóttir og Júlíus Jónsson boðuðu forföll. Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir mætti í stað Jóhönnu Rósmundsdóttur. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Tafl og bridgefélagið kemur í heimsókn og kynnir starfsemina sína
- Samantekt frá ferð tómstundafulltrúa til Finnlands og Eistlands
- Staða ungmennaráðs
- Viðburðir 2017
- Sumarstarf 2017
- Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár.
- Tafl og bridgefélagið kemur í heimsókn og kynnir starfsemi sína
Sveinn Ingimundur Pálsson mætti og kynnti starfsemina fyrir TÍM-nefnd. Félagið spilar á hverjum sunnudegi yfir vetrartímann. Félagið stendur einnig fyrir mótum og sækir önnur utan héraðs. Velt var upp hugmyndum hvernig hægt er að efla starfsemina og fá nýja meðlimi. - Samantekt frá ferð tómstundafulltrúa til Finnlands og Eistlands
Íris Ósk tómstundafulltrúi kynnir ferð sína. - Staða ungmennaráðs
Fyrsta Ungmennaþing Strandabyggðar verður haldið miðvikudaginn 23. nóvember á Café Riis kl. 11.30-12.30 - Viðburðir 2017
Hamingjudagurinn verður 1. júlí - Sumarstarf 2017
Tillaga um samstarf barst frá Náttúrubarnaskólanum næsta sumar með sumarnámskeið fyrir 6-12 ára og skapandi starf fyrir unglinga í vinnuskólanum. TÍM-nefnd tekur vel í það samstarf og mun nákvæmara skipulag sett upp þegar nær dregur. - Önnur mál
a) Samþykkt var af sveitastjórn að sækja um sjálfboðaliða frá Seeds samtökunum.
b) Tekin var umræða um félagslega stöðu barna með sérþarfir í sveitarfélaginu og nefndin telur brýnt að tómstundafulltrúi komi að skipulagi daglegs starfs þessa barna, t.d með aðkomu í nemendaverndarráði og teymisfundum.
Fundi slitið kl.19.25