A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd - 21. nóvember 2016

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  mánudaginn 21. nóvember,  kl. 17:00 að Hafnarbraut 19.

Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir og Júlíana Ágústsdóttir. Jóhanna Rósmundsdóttir og Júlíus Jónsson boðuðu forföll. Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir mætti í stað Jóhönnu Rósmundsdóttur. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Tafl og bridgefélagið kemur í heimsókn og kynnir starfsemina sína
  2. Samantekt frá ferð tómstundafulltrúa til Finnlands og Eistlands
  3. Staða ungmennaráðs
  4. Viðburðir 2017
  5. Sumarstarf 2017
  6. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Tafl og bridgefélagið kemur í heimsókn og kynnir starfsemi sína
    Sveinn Ingimundur Pálsson mætti og kynnti starfsemina fyrir TÍM-nefnd. Félagið spilar á hverjum sunnudegi yfir vetrartímann. Félagið stendur einnig fyrir mótum og sækir önnur utan héraðs. Velt var upp hugmyndum hvernig hægt er að efla starfsemina og fá nýja meðlimi.

  2. Samantekt frá ferð tómstundafulltrúa til Finnlands og Eistlands
    Íris Ósk tómstundafulltrúi kynnir ferð sína.

  3. Staða ungmennaráðs
    Fyrsta Ungmennaþing Strandabyggðar verður haldið miðvikudaginn 23. nóvember á Café Riis kl. 11.30-12.30

  4. Viðburðir 2017
    Hamingjudagurinn verður 1. júlí

  5. Sumarstarf 2017
    Tillaga um samstarf barst frá Náttúrubarnaskólanum næsta sumar með sumarnámskeið fyrir 6-12 ára og skapandi starf fyrir unglinga í vinnuskólanum. TÍM-nefnd tekur vel í það samstarf og mun nákvæmara skipulag sett upp þegar nær dregur.

  6. Önnur mál
    a) Samþykkt var af sveitastjórn að sækja um sjálfboðaliða frá Seeds samtökunum.
    b) Tekin var umræða um félagslega stöðu barna með sérþarfir í sveitarfélaginu og nefndin telur brýnt að tómstundafulltrúi komi að skipulagi daglegs starfs þessa barna, t.d með aðkomu í nemendaverndarráði og teymisfundum. 

 

Fundi slitið kl.19.25

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón