Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 22. júní 2015
Fundur var haldinn í Tómstunda-íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 22. júní 2015, kl. 20:00 á Galdrasafninu, Höfðagötu 1.
Fundinn sátu: Ingibjörg Benediktsdóttir formaður, Júlíana Ágústsdóttir, Júlíus Jónsson, Ásta Þórisdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir sem ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Hamingjudagar
Ingibjörg fór yfir dagskrána og hún rædd. Glæsileg dagskrá er að líta dagsins ljós.
- Menningarverðlaun 2015.
Farið yfir tilnefningar og ákveðið að veita Sigríði Óladóttur menningarverðlaun Strandabyggðar 2015 v. öflugrar aðkomu að menningu í sveitarfélaginu t.m kórastarf með kvennakórnum Norðurljósum og v. uppsetninga á á leikritum í samvinnu við skólastofnanir í Strandabyggð og nú síðast uppsetningu á söngleiknum Eddi mörgæs bjargar heiminum sem sett var upp í samstarfi við leikskólann Lækjarbrekku og grunnskólann á Hólmavík. - Önnur mál
Engin önnur mál
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21.45