Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 27. júní 2016
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 27. júní, kl. 17:00 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir og Júlíana Ágústsdóttir. Júlíus Jónsson boðaði forföll. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Menningarverðlaun Strandabyggðar
- Hamingjudagar
- Önnur mál
Þá er gengið til dagskrár.
- Menningarverðlaun Strandabyggðar
- Farið var yfir tilnefningar og ákveðið að veita Sauðfjársetri á Ströndum verðlaunin í ár og viðkenningu fyrir stofnun Náttúrubarnaskólans.
- Ákveðið var einnig að veita Sigríði Drífu og Birki í Tröllatungu sérstaklega viðurkenningu fyrir varðveislu menningarminja í kirkjugarðinum í Tröllatungu.
- Hamingjudagar
- Farið yfir dagskrá
- Önnur mál
- Rædd var staða erindisbréfs Ungmennaráðs sem verður lagt fyrir á fundi sveitarstjórnar í ágúst.
- Nefndin fagnar ákvörðun sveitarstjórnar að samþykkja erindi frá TÍM-nefnd um húsnæðismál Ozon og Skólaskjóls.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:25.