Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 29. ágúst 2016
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 29. júní, kl. 17:00 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir og Júlíana Ágústsdóttir. Júlíus Jónsson boðaði forföll. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Hamingjudagar
- Skipulag tómstundastarfs í vetur
- Fjárhagsáætlun 2017
- Aðalskoðun leiksvæða BSI skýrslur
- Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár.
- Hamingjudagar
Farið var yfir samantekt sem Íris tómstundafulltrúi tók saman eftir Hamingjudaga. - Skipulag tómstundastarfs í vetur
- Klára þarf að ganga frá heilsárs ráðningu við stuðningsfulltrúa eins og til stóð.
- Ekki hefur náðst að manna stöður í Skólaskjóli.
- Opnunartími félagsmiðstöðvarinnar Ozon hefur verið færður til miðvikudags.
- Einn starfsmaður af tveimur hefur verið ráðinn í félagsmiðstöðina.
- Aukið samstarf verður í vetur við félagsmiðstöðvar á Reykhólum og í Búðardal.
- Fjárhagsáætlun 2017
Samstaða var um að eftirfarandi atriði væru áhersluatriði fjárhagsáætlunar.
a) Flutningur félagsmiðstöðvar úr grunnskólanum í félagsheimilið.
b) Endurnýjun á tækjabúnaði í Flosabóli.
c) Viðhald og endurnýjun á Lillaróló.
d) Viðhald á eignum; íþróttamiðstöð og félagsheimili. - Aðalskoðun leiksvæða BSI skýrslur.
a)Skýrslum BSI verður komið áfram til Áhaldshúss og farið verði í lagfæringar hið fyrsta.
b) Stærri verk skoðuð út frá kostnaði. - Önnur mál
TÍM-nefnd ítrekar hvatningu til starfshóps um uppbyggingu íþróttasvæðis í Brandskjólum að funda um málefnið sem fyrst.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl.18:30 .