Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 3. mars 2016
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 3. mars, kl. 17:00 að Höfðagötu 3. Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Júlíana Ágústsdóttir og Júlíus Jónsson. Jóhanna Rósmundsdóttir boðaði forföll og Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir situr fundinn í hennar stað. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Barnamenningarhátíð Vestfjarða
- Stefnumótun í æskulýðsmálum
- Reglur um útleigu dreifnámshúss til listamanna yfir sumartímann
- Skipulag tómstundastarfs í sumar
- Önnur mál
Þá er gengið til dagskrár.
- Barnamenningarhátíð Vestfjarða
a) Farið yfir skipulag hátíðarinnar. - Stefnumótun í æskulýðsmálum
a) Stefnumótun í æskulýðsmálum þarf að vinna samhliða stefnumótun í sveitarfélaginu. Stefnumótun þarf að vinna í samráði við ungmennaráð. - Reglur um útleigu dreifnámshúss til listamanna yfir sumartímann
a) Farið yfir drög af reglum. Ásta Þórisdóttir klárar reglurnar og kemur þeim í umferð. - Skipulag tómstundastarfs í sumar
a) Ákveðinn byrjunartími á sumarnámskeiði og vinnuskóla
i) Vinnuskólinn byrjar 8. júní
ii) Sumarnámskeið byrja 13. júní til 1. júlí. - Önnur mál
a) Engin önnur mál tekin fyrir
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 18:30.